Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2022 10:57 Inga Sæland lét vaða á súðum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun. Tilefni viðtalsins var Facebook-færsla Ingu þar sem hún sagði ríkisstjórnina og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vera að bjóða upp á sænsku leiðina svokölluðu í viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég er bara að meina það að það er verið að láta veiruna gossa yfir okkur eins og sést á öllum tölum, smittölum, sóttkvíar og einangrunartölum,“ sagði Inga aðspurð um hvað hún ætti við með sænsku leiðinni. Gunnlaugur Helgason, annar þáttastjórnandi þáttarins, benti henni þá á að ómíkronafbrigðið væri meira smitandi en önnur afbrigði. „Kommon, í guðanna bænum. Hverjir heldur þú að stjórni hérna sóttvörnum, heldur þú að það sé veiran sjálf? Heldur þú að við vitum ekki að hún gengur í gegnum landamærin?“ sagði Inga. Sagðist hún vilja mun hertari aðgerðir á landamærum svo að lífið innanlands gæti verið sem eðlilegast fyrir landsmenn og þá sem búa hérna. Skaut fast á Willum fyrir undanþágur á Þorláksmessu Hófst þá umræða um skimanir á landamærum og hvort nóg væri að gert þar. Færðist fjör í leikinn þegar þáttastjórnendur gengu á Ingu og spurðu hana hvað hún myndi vilja gera á landamærunum. „Ég var að segja það, eruð þið treggáfaðir? Hvað er að ykkur eiginlega? Ég er að segja það að ég vildi halda þessu þannig sem það var. Það var þannig í ágætis tíma. Við höfðum þannig control að við þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að spítalinn okkar væri að fara á hliðina, við þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að það væru að leggjast inn 39 einstaklingar, einn tveir og þrír. Við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að loka Klíníkinni eða einu eða neinu til að kalla eftir hjúkrunarfræðingum inn í heilbrigðiskerfið okkar vegna þess að það er hreinlega að gefast upp og sligast,“ sagði Inga. Inga skaut á suma kalla á þingi í viðtalinu.Vísir/Vilhelm Sagði hún Íslendinga vera í kjöraðstæðum, búandi á eyju, til að halda kórónuveirunni frá Íslandi. Sendi hún þá Willumi Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra væna pillu. „En það sem er að gerast núna eins og nýr heilbrigðisráðherra setur allt í einu fullt af undanþágum á Þorláksmessuda, mesta fyllerísdag ársins,“ sagði Inga Sæland. „Allt í lagi komið bara til okkar, við skulum bara djamma og hafa það næs, í blússandi Covid. Hver í ósköpunum gerir svona?“ „Þú gafst mér þetta kaffi, Gulli. Hvað er í þessu?“ Þegar Heimir Karlsson, hinn þáttastjórnandi Bítisins, sagði við Ingu að hún hafi verið ósátt við viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum frá upphafi, svaraði hún til að Heimir væri að verða eins og sumir kallarnir á þinginu. „Þú ert að verða eins og sumir karlarnir í þinghúsinu sem leggja manni orð í munn. Þetta er alveg með ólíkindum,“ sagði Inga. Barst þá talið af kaffinu sem boðið var upp í Bylgjustúdíóinu en Heimir velti því upp hvað væri eiginlega í kaffinu. „Það varst þú sem gafst mér þetta kaffi. Þú gafst mér þetta kaffi, Gulli. Hvað er í þessu?“ sagði Inga á léttu nótunum. Inga Sæland sagði að væri hún heilbrigðisráherra þyrfti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að finna út úr því hvernig ætti að bæta þeim sem yrðu fyrir barðinu á hertum sóttvarnaraðgerðum tjónið.Vísir/Vilhelm „Ég er næstum því farin að halda að ég sé komin í Kastljós með Einari Þorsteinssyni,“ sagði Inga og uppskar mikinn hlátur. Myndi herða aðgerðir á landamærum væri hún við stjórnartaumana Í viðtalinu báðu Heimir og Gunnlaugur um að segja hvað hún myndi gera ef hún væri heilbrigðisráðherra í dag. „Ég myndi negla niður á landamærunum algjörlega á stundinni og fækka hér innkomu ferðamanna þangað til ég væri búinn að ná valdi á því að geta skimað alla sem koma hingað.“ Hvað ætlarðu að gera fyrir ferðafyrirtækin í staðinn? „Bara gefa þeim fullt af peningum“ Og hvar eiga þeir peningar að koma? „Spurðu Bjarna, þú varst bara að biðja mig um að vera heilbrigðisráðherra,“ svaraði Inga sem taldi ríkissjóð eiga næga fjármuni til þess að leysa úr þeim vanda. Viðtalinu lauk á léttu nótunum þegar Gunnlaugur Helgason lýsti því yfir að líklega hafi þetta verið skemmtilegasta viðtal sem þeir Bítismenn hefðu tekið við Ingu. Sjálf deilir Inga viðtalinu á Facebook með broskalli og textanum „Eldhress þáttur í Bítinu svona í morgunsárið“. Horfa má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Flokkur fólksins Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Tilefni viðtalsins var Facebook-færsla Ingu þar sem hún sagði ríkisstjórnina og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vera að bjóða upp á sænsku leiðina svokölluðu í viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég er bara að meina það að það er verið að láta veiruna gossa yfir okkur eins og sést á öllum tölum, smittölum, sóttkvíar og einangrunartölum,“ sagði Inga aðspurð um hvað hún ætti við með sænsku leiðinni. Gunnlaugur Helgason, annar þáttastjórnandi þáttarins, benti henni þá á að ómíkronafbrigðið væri meira smitandi en önnur afbrigði. „Kommon, í guðanna bænum. Hverjir heldur þú að stjórni hérna sóttvörnum, heldur þú að það sé veiran sjálf? Heldur þú að við vitum ekki að hún gengur í gegnum landamærin?“ sagði Inga. Sagðist hún vilja mun hertari aðgerðir á landamærum svo að lífið innanlands gæti verið sem eðlilegast fyrir landsmenn og þá sem búa hérna. Skaut fast á Willum fyrir undanþágur á Þorláksmessu Hófst þá umræða um skimanir á landamærum og hvort nóg væri að gert þar. Færðist fjör í leikinn þegar þáttastjórnendur gengu á Ingu og spurðu hana hvað hún myndi vilja gera á landamærunum. „Ég var að segja það, eruð þið treggáfaðir? Hvað er að ykkur eiginlega? Ég er að segja það að ég vildi halda þessu þannig sem það var. Það var þannig í ágætis tíma. Við höfðum þannig control að við þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að spítalinn okkar væri að fara á hliðina, við þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að það væru að leggjast inn 39 einstaklingar, einn tveir og þrír. Við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að loka Klíníkinni eða einu eða neinu til að kalla eftir hjúkrunarfræðingum inn í heilbrigðiskerfið okkar vegna þess að það er hreinlega að gefast upp og sligast,“ sagði Inga. Inga skaut á suma kalla á þingi í viðtalinu.Vísir/Vilhelm Sagði hún Íslendinga vera í kjöraðstæðum, búandi á eyju, til að halda kórónuveirunni frá Íslandi. Sendi hún þá Willumi Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra væna pillu. „En það sem er að gerast núna eins og nýr heilbrigðisráðherra setur allt í einu fullt af undanþágum á Þorláksmessuda, mesta fyllerísdag ársins,“ sagði Inga Sæland. „Allt í lagi komið bara til okkar, við skulum bara djamma og hafa það næs, í blússandi Covid. Hver í ósköpunum gerir svona?“ „Þú gafst mér þetta kaffi, Gulli. Hvað er í þessu?“ Þegar Heimir Karlsson, hinn þáttastjórnandi Bítisins, sagði við Ingu að hún hafi verið ósátt við viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum frá upphafi, svaraði hún til að Heimir væri að verða eins og sumir kallarnir á þinginu. „Þú ert að verða eins og sumir karlarnir í þinghúsinu sem leggja manni orð í munn. Þetta er alveg með ólíkindum,“ sagði Inga. Barst þá talið af kaffinu sem boðið var upp í Bylgjustúdíóinu en Heimir velti því upp hvað væri eiginlega í kaffinu. „Það varst þú sem gafst mér þetta kaffi. Þú gafst mér þetta kaffi, Gulli. Hvað er í þessu?“ sagði Inga á léttu nótunum. Inga Sæland sagði að væri hún heilbrigðisráherra þyrfti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að finna út úr því hvernig ætti að bæta þeim sem yrðu fyrir barðinu á hertum sóttvarnaraðgerðum tjónið.Vísir/Vilhelm „Ég er næstum því farin að halda að ég sé komin í Kastljós með Einari Þorsteinssyni,“ sagði Inga og uppskar mikinn hlátur. Myndi herða aðgerðir á landamærum væri hún við stjórnartaumana Í viðtalinu báðu Heimir og Gunnlaugur um að segja hvað hún myndi gera ef hún væri heilbrigðisráðherra í dag. „Ég myndi negla niður á landamærunum algjörlega á stundinni og fækka hér innkomu ferðamanna þangað til ég væri búinn að ná valdi á því að geta skimað alla sem koma hingað.“ Hvað ætlarðu að gera fyrir ferðafyrirtækin í staðinn? „Bara gefa þeim fullt af peningum“ Og hvar eiga þeir peningar að koma? „Spurðu Bjarna, þú varst bara að biðja mig um að vera heilbrigðisráðherra,“ svaraði Inga sem taldi ríkissjóð eiga næga fjármuni til þess að leysa úr þeim vanda. Viðtalinu lauk á léttu nótunum þegar Gunnlaugur Helgason lýsti því yfir að líklega hafi þetta verið skemmtilegasta viðtal sem þeir Bítismenn hefðu tekið við Ingu. Sjálf deilir Inga viðtalinu á Facebook með broskalli og textanum „Eldhress þáttur í Bítinu svona í morgunsárið“. Horfa má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Flokkur fólksins Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira