Þúsundir hringja í bólusetningar-þjónustusíma fyrir óvissa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2022 09:30 Læknanemar svara í símann en leita til sérfræðinga ef þeir sem hringja þurfa ítarlegri svör. Margar fyrirspurnirnar varða persónulegar aðstæður viðkomandi einstaklinga. epa/Zoltan Balogh Símaþjónusta sem læknar í Hollandi opnuðu fyrir þá sem hafa efasemdir um bólusetninguna gegn Covid-19 fær um þúsund símtöl á dag. Þeir sem hringja eru einstaklingar sem hafa ekki getað gert upp við sig hvort þeir eigi að þiggja bólusetningu. Starfsmenn símaþjónustunnar eru læknanemar, sem svara símtölunum frá aðstöðu sem hefur verið komið upp á háskólasjúkrahúsum víðsvegar um landið. Robin Peeters, innkirtlasérfræðingur við Erasmus-læknamiðstöðina í Rotterdam og annar stofnanda þjónustunnar, segir viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar. Peeters sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn NOS að svo virtist sem fleiri óbólusettir hefðu ákveðnar efasemdir frekar en að þeir væru beinlínis á móti bólusetningum. Sagði hann þjónustuna miða að því að hjálpa einstaklingum að komast að niðurstöðu og freista þess þannig að draga úr spítalainnlögnum af völdum Covid-19. Þeir sem hringja í þjónustusímann falla í þrjá flokka, að sögn Peeters. Fyrst væru þeir sem eru með spurningar um það hvaða áhrif bóluefnin munu hafa á þá persónulega, til dæmis vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra lyfja sem viðkomandi eru að taka. Þá væru margir sem hefðu spurningar um áhrif bólusetninga á meðgöngu og frjósemi. Þriðji hópurinn væru þeir sem væru beinlínis á móti bóluefnum en reynt væri að halda samtölum við þá í styttri kantinum til að geta svarað þeim sem hefðu raunverulegar spurningar um bólusetninguna. Peeters segir þjónustunni ekki ætlað að sannfæra fólk eða þvinga það í bólusetningu. Í hvert sinn sem læknanemarnir gætu ekki svarað spurningu, væri leitað til sérfræðinga til að tryggja að þeir sem hringdu inn fengju nákvæm svör. The Guardian greindi frá. Á Íslandi geta þeir sem hafa spurningar um bólusetninguna gegn Covid-19 leitað svara á covid.is og fengið nánari upplýsingar í netspjallinu á síðunni. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira
Starfsmenn símaþjónustunnar eru læknanemar, sem svara símtölunum frá aðstöðu sem hefur verið komið upp á háskólasjúkrahúsum víðsvegar um landið. Robin Peeters, innkirtlasérfræðingur við Erasmus-læknamiðstöðina í Rotterdam og annar stofnanda þjónustunnar, segir viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar. Peeters sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn NOS að svo virtist sem fleiri óbólusettir hefðu ákveðnar efasemdir frekar en að þeir væru beinlínis á móti bólusetningum. Sagði hann þjónustuna miða að því að hjálpa einstaklingum að komast að niðurstöðu og freista þess þannig að draga úr spítalainnlögnum af völdum Covid-19. Þeir sem hringja í þjónustusímann falla í þrjá flokka, að sögn Peeters. Fyrst væru þeir sem eru með spurningar um það hvaða áhrif bóluefnin munu hafa á þá persónulega, til dæmis vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra lyfja sem viðkomandi eru að taka. Þá væru margir sem hefðu spurningar um áhrif bólusetninga á meðgöngu og frjósemi. Þriðji hópurinn væru þeir sem væru beinlínis á móti bóluefnum en reynt væri að halda samtölum við þá í styttri kantinum til að geta svarað þeim sem hefðu raunverulegar spurningar um bólusetninguna. Peeters segir þjónustunni ekki ætlað að sannfæra fólk eða þvinga það í bólusetningu. Í hvert sinn sem læknanemarnir gætu ekki svarað spurningu, væri leitað til sérfræðinga til að tryggja að þeir sem hringdu inn fengju nákvæm svör. The Guardian greindi frá. Á Íslandi geta þeir sem hafa spurningar um bólusetninguna gegn Covid-19 leitað svara á covid.is og fengið nánari upplýsingar í netspjallinu á síðunni.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira