Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Eiður Þór Árnason skrifar 28. desember 2021 09:05 Lögregla stendur fyrir utan Belmar-verslunarmiðstöðina í Lakewood þar sem hún segir að árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana. Getty/Michael Ciaglo Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. Skotum var hleypt af á fjórum stöðum í og við Denver og átti fyrsta skotárásin sér stað rétt eftir klukkan 17 að staðartíma. Að sögn yfirvalda voru þrír einstaklingar þá skotnir. Einn karlmaður var særður og tvær konur létust af sárum sínum. Á öðrum stað var annar karlmaður skotinn til bana og á þeim þriðja var skotum hleypt af en ekki er vitað til þess að neinn hafi særst. Lögreglan í Denver bar þá kennsl á ökutæki sem tengdist árásunum og elti ökumanninn. Hótelstarfsmaður fluttur á sjúkrahús Árásarmaðurinn flúði til borgarinnar Lakewood eftir að hann olli miklum skemmdum á lögreglubíl en rétt fyrir klukkan 18 barst lögreglu þar í borg tilkynning um að hleypt hafi verið af skotum inn í húsakynnum fyrirtækis. Einn aðili var úrskurðaður látinn á staðnum, að sögn lögreglu. Þegar lögregla fann bifreið árásarmannsins hóf hann að skjóta í átt að lögreglu sem svaraði í sömu mynt. Eltingaleikur hófst og er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa skotið starfsmann hótels þar sem hann reyndi að leita skjóls. Eftir að árásarmaðurinn flúði þaðan mætti hann lögregluþjóni sem hann skaut. Sá er nú á sjúkrahúsi. Í kjölfarið gengu skot milli mannsins og annarra lögregluþjóna sem endaði að sögn lögreglu með því að hinn grunaði var skotinn til bana á staðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Skotum var hleypt af á fjórum stöðum í og við Denver og átti fyrsta skotárásin sér stað rétt eftir klukkan 17 að staðartíma. Að sögn yfirvalda voru þrír einstaklingar þá skotnir. Einn karlmaður var særður og tvær konur létust af sárum sínum. Á öðrum stað var annar karlmaður skotinn til bana og á þeim þriðja var skotum hleypt af en ekki er vitað til þess að neinn hafi særst. Lögreglan í Denver bar þá kennsl á ökutæki sem tengdist árásunum og elti ökumanninn. Hótelstarfsmaður fluttur á sjúkrahús Árásarmaðurinn flúði til borgarinnar Lakewood eftir að hann olli miklum skemmdum á lögreglubíl en rétt fyrir klukkan 18 barst lögreglu þar í borg tilkynning um að hleypt hafi verið af skotum inn í húsakynnum fyrirtækis. Einn aðili var úrskurðaður látinn á staðnum, að sögn lögreglu. Þegar lögregla fann bifreið árásarmannsins hóf hann að skjóta í átt að lögreglu sem svaraði í sömu mynt. Eltingaleikur hófst og er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa skotið starfsmann hótels þar sem hann reyndi að leita skjóls. Eftir að árásarmaðurinn flúði þaðan mætti hann lögregluþjóni sem hann skaut. Sá er nú á sjúkrahúsi. Í kjölfarið gengu skot milli mannsins og annarra lögregluþjóna sem endaði að sögn lögreglu með því að hinn grunaði var skotinn til bana á staðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira