Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 18. desember 2021 13:40 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru er nú að herða sóttvarnaaðgerðir vegna uppgangs ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. EPA-EFE/FILIP SINGER Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. Jean Castex forsætisráðherra Frakklands reiknar með að afbrigðið verði orðið það algengasta snemma á næsta ári. Mark Rutte forsætisráðherra Holland hefur sagt það sama um ómíkron afbrigðið. Frakkar hertu enn á sóttvarnaskilyrðum fyrir fólk sem kemur frá Bretlandi. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að Bretland hafi enn sem komið er farið verst út úr yfirstandandi bylgju faraldursins þar sem yfir fimmtán þúsund manns greindust smitaðir í gær. Frakkar hafa sömuleiðis stytt tímann sem þarf að líða á milli þess sem fólk fær annan og þriðja skammt Covid-19 bóluefnisins og fólk þarf þá að vera fullbólusett til að fá inngöngu á veitingastaði og í almenningssamgöngur ef þeir ætla að fara langa leið. Víða um Evrópu hafa stjórnvöld hert á sóttvarnaaðgerðum eins og í Þýskalandi, Írlandi, Hollandi og Danmörku, þar sem um tólf þúsund manns greindust í fyrradag. Nú hafa um 89 milljónir manna í Evrópu smitast og ein og hálf milljón látist af Covid-19 samkvæmt nýjustu tölum Evrópusambandsins. Ítalía, Grikkland og Portúgal kynntu sömuleiðis hertar takmarkanir fyrr í vikunni og munu allir ferðamenn frá öðrum Evrópuríkjum þurfa að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf við komuna til landanna þriggja. Það á líka við um þá sem hafa verið bólusettir. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden fær að skylda starfsfólk í bólusetningu Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hafa nú kveðið á um að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, verði heimilt að skylda starfsmenn stærri fyrirtækja í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Ákvörðunin gæti haft áhrif á um 84 milljónir manna. 18. desember 2021 12:40 Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins. 15. desember 2021 23:09 „Fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur” Sóttvarnalæknir segir faraldurinn enn á ný á greinilegri uppleið eftir smittölur gærdagsins. Delta afbrigðið er enn ráðandi hér, en spálíkan hinna Norðurlandanna gera ráð fyrir mjög erfiðum næstu vikum vegna útbreiðslu ómíkron. Óbólusettir, börn og fullorðnir, eru þau sem smitast helst hérlendis. 16. desember 2021 12:07 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Jean Castex forsætisráðherra Frakklands reiknar með að afbrigðið verði orðið það algengasta snemma á næsta ári. Mark Rutte forsætisráðherra Holland hefur sagt það sama um ómíkron afbrigðið. Frakkar hertu enn á sóttvarnaskilyrðum fyrir fólk sem kemur frá Bretlandi. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að Bretland hafi enn sem komið er farið verst út úr yfirstandandi bylgju faraldursins þar sem yfir fimmtán þúsund manns greindust smitaðir í gær. Frakkar hafa sömuleiðis stytt tímann sem þarf að líða á milli þess sem fólk fær annan og þriðja skammt Covid-19 bóluefnisins og fólk þarf þá að vera fullbólusett til að fá inngöngu á veitingastaði og í almenningssamgöngur ef þeir ætla að fara langa leið. Víða um Evrópu hafa stjórnvöld hert á sóttvarnaaðgerðum eins og í Þýskalandi, Írlandi, Hollandi og Danmörku, þar sem um tólf þúsund manns greindust í fyrradag. Nú hafa um 89 milljónir manna í Evrópu smitast og ein og hálf milljón látist af Covid-19 samkvæmt nýjustu tölum Evrópusambandsins. Ítalía, Grikkland og Portúgal kynntu sömuleiðis hertar takmarkanir fyrr í vikunni og munu allir ferðamenn frá öðrum Evrópuríkjum þurfa að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf við komuna til landanna þriggja. Það á líka við um þá sem hafa verið bólusettir.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden fær að skylda starfsfólk í bólusetningu Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hafa nú kveðið á um að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, verði heimilt að skylda starfsmenn stærri fyrirtækja í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Ákvörðunin gæti haft áhrif á um 84 milljónir manna. 18. desember 2021 12:40 Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins. 15. desember 2021 23:09 „Fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur” Sóttvarnalæknir segir faraldurinn enn á ný á greinilegri uppleið eftir smittölur gærdagsins. Delta afbrigðið er enn ráðandi hér, en spálíkan hinna Norðurlandanna gera ráð fyrir mjög erfiðum næstu vikum vegna útbreiðslu ómíkron. Óbólusettir, börn og fullorðnir, eru þau sem smitast helst hérlendis. 16. desember 2021 12:07 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Biden fær að skylda starfsfólk í bólusetningu Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hafa nú kveðið á um að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, verði heimilt að skylda starfsmenn stærri fyrirtækja í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Ákvörðunin gæti haft áhrif á um 84 milljónir manna. 18. desember 2021 12:40
Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins. 15. desember 2021 23:09
„Fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur” Sóttvarnalæknir segir faraldurinn enn á ný á greinilegri uppleið eftir smittölur gærdagsins. Delta afbrigðið er enn ráðandi hér, en spálíkan hinna Norðurlandanna gera ráð fyrir mjög erfiðum næstu vikum vegna útbreiðslu ómíkron. Óbólusettir, börn og fullorðnir, eru þau sem smitast helst hérlendis. 16. desember 2021 12:07