Jón Gunnlaugur: Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. desember 2021 20:15 Jón Gunnlaugur, þjálfari Víkings var sáttur með seinni hálfleikinn í dag Vísir:Hulda Margrét Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings í handbolta, var ósáttur með fyrri hálfleikinn en töluvert sáttari með þann seinni þegar að liðið tapaði á móti KA í 13. umferð Olís-deildar karla í kvöld. „Mér fannst bara eitt lið komið í jólafrí eftir fyrri hálfleik og eitt lið sem ætlaði sér að taka tvö stig. Það vantaði allt hjá okkur fyrstu 30 mínúturnar, vörn, markvörslu, sókn. Tölfræðiblaðið var bara tómt.“ Það var ekki sjón að sjá spilamennsku Víkinga í fyrri hálfleik og voru þeir 12 mörkum undir í hálfleik, 18-6. Þeir tóku hinsvegar við sér í seinni og var allt annað að sjá liðið. „Við erum búnir að vera með leikmenn sem eru tæpir og meiddir. Við erum búnir að spila leikkerfi og æfa okkur á keilur. Þegar við mætum loksins almennilegri vörn þá bökkum við og erum ragir. Við erum að skjóta illa á markið og erum ekki að klukka. Við fórum í 7 á 6 sem gekk frábærlega og seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Það vill oft verða þannig hjá liðunum í neðstu sætunum að það vill verða rússíbani. Við erum búnir að vera flottir upp á síðkastið en þetta var ákveðin skellur í dag.“ Hamza var ekki með í kvöld en hann meiddist á móti Stjörnunni. Nú er hinsvegar staða mála svoleiðis að Afturelding er búin að rifta samningnum við Hamza og hann víst á leiðinni til Katar án vitundar Víkings. „Hamza meiðist hérna eftir 14. mínútur á móti Stjörnunni og er ekki með í seinasta leik og ekki núna. Ég veit ekki betur en að Afturelding sé búin að rifta við hann og þeir eru ekki búnir að hafa samband við okkur varðandi það. Mér skilst að hann sé að fara til Katar að spila þar. Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin sem voru hinumegin við borðið. Þetta endurspeglar sér í mörgu.“ Nú er að koma jóla- og landsleikja hlé og ætla Víkingar að nýta tímann vel og mæta tvíelfdir til leiks í febrúar. „Það er búið að vera mikill stígandi hjá okkur. Liðið sem tók leiki 3-8 er allt annað en liðið sem er búið að spila hérna upp á síðkastið. Maður getur ekki verið annað en bjartsýnn en það er mikil vinna framundan og við þurfum að vinna í okkar málum í janúar. Mæta tvíelfdir til leiks í febrúar.“ Handbolti Íslenski handboltinn Víkingur Reykjavík Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. 17. desember 2021 20:57 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
„Mér fannst bara eitt lið komið í jólafrí eftir fyrri hálfleik og eitt lið sem ætlaði sér að taka tvö stig. Það vantaði allt hjá okkur fyrstu 30 mínúturnar, vörn, markvörslu, sókn. Tölfræðiblaðið var bara tómt.“ Það var ekki sjón að sjá spilamennsku Víkinga í fyrri hálfleik og voru þeir 12 mörkum undir í hálfleik, 18-6. Þeir tóku hinsvegar við sér í seinni og var allt annað að sjá liðið. „Við erum búnir að vera með leikmenn sem eru tæpir og meiddir. Við erum búnir að spila leikkerfi og æfa okkur á keilur. Þegar við mætum loksins almennilegri vörn þá bökkum við og erum ragir. Við erum að skjóta illa á markið og erum ekki að klukka. Við fórum í 7 á 6 sem gekk frábærlega og seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Það vill oft verða þannig hjá liðunum í neðstu sætunum að það vill verða rússíbani. Við erum búnir að vera flottir upp á síðkastið en þetta var ákveðin skellur í dag.“ Hamza var ekki með í kvöld en hann meiddist á móti Stjörnunni. Nú er hinsvegar staða mála svoleiðis að Afturelding er búin að rifta samningnum við Hamza og hann víst á leiðinni til Katar án vitundar Víkings. „Hamza meiðist hérna eftir 14. mínútur á móti Stjörnunni og er ekki með í seinasta leik og ekki núna. Ég veit ekki betur en að Afturelding sé búin að rifta við hann og þeir eru ekki búnir að hafa samband við okkur varðandi það. Mér skilst að hann sé að fara til Katar að spila þar. Ég er töluvert ósáttur með vinnubrögðin sem voru hinumegin við borðið. Þetta endurspeglar sér í mörgu.“ Nú er að koma jóla- og landsleikja hlé og ætla Víkingar að nýta tímann vel og mæta tvíelfdir til leiks í febrúar. „Það er búið að vera mikill stígandi hjá okkur. Liðið sem tók leiki 3-8 er allt annað en liðið sem er búið að spila hérna upp á síðkastið. Maður getur ekki verið annað en bjartsýnn en það er mikil vinna framundan og við þurfum að vinna í okkar málum í janúar. Mæta tvíelfdir til leiks í febrúar.“
Handbolti Íslenski handboltinn Víkingur Reykjavík Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. 17. desember 2021 20:57 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - KA 22-31 | KA-menn unnu þriðja leikinn í röð KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð. 17. desember 2021 20:57