Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2021 22:22 Hér má sjá staðsetningu og stærð vatnsaflsvirkjananna fimm á Grænlandi, sem opinbert orkufyrirtæki Grænlendinga rekur. Íslendingar reistu fjórar þeirra. Jafnframt eru nokkrar smærri bændavirkjanir í landinu, einnig reistar af Íslendingum. Grafík/Ragnar Visage Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. Fjallað var um orkumál Grænlendinga í fréttum Stöðvar 2. Í fréttamiðlinum Sermitsiaq kom fram að einhugur hefði ríkt um ákvörðunina á grænlenska þinginu. Tiltölulega lágt hlutfall af vatnsafli Grænlands hefur verið beislað. Bara á svæðinu milli tveggja stærstu bæjanna, Nuuk og Sisimiut, er talið að hægt sé að virkja 650 megavött. Grænlendingar eiga margar jökulár, eins og þessa í Syðri-Straumfirði.Egill Aðalsteinsson Framkvæmdirnar felast annars vegar í stækkun 45 megavatta virkjunar við Buksefjörð, með 55 megavatta viðbót í nýju stöðvarhúsi, Buksefjorden 2. Vatnasviðið verður stækkað með 14 kílómetra löngum jarðgöngum sem áætlað er að skili 230 gígavattstundum á ári til viðbótar við núverandi framleiðslu, upp á 250 til 270 gígavattstundir á ári. Raforkan frá Buksefirði þjónar höfuðstaðnum Nuuk, sem með fólksfjölgun hefur í vaxandi mæli þurft að treysta á dísilrafstöðvar til að mæta raforkuþörf. Orkan er flutt 58 kílómetra leið til Nuuk en háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Virkjun sem Ístak reisti til að þjóna bænum Ilulissat var tekin í notkun haustið 2013.Ístak Hin virkjunin á að þjóna bæjunum Aasiaat og Qasigiannguit við sunnanverðan Diskó-flóa. Uppsett afl hennar er áformað 15 megavött og er áætlað að hún skili 94 gígavattstundum á ári. Nánar má lesa um áformin í skýrslu Nukissiorfiit, orkufyrirtækis Grænlands. Grænlendingar eiga í dag fimm vatnsaflsvirkjanir, sem samtals framleiða um 90 megavött. Virkjunin við Buksefjörð er langstærst, 45 megavött, en þar á eftir koma 22,5 megavatta virkjun í Ilulissat og 15 megavatta virkjun í Sisimiut. Hér má sjá yfirlit um orkuverin. Aðkomuhús virkjunarinnar í Paakitsoq skammt frá Ilulissat. Stöðvarhúsið er grafið inn í fjallið.Ístak Í skýrslu Grænlandsnefndar Össurar Skarphéðinssonar fyrir utanríkisráðherra, sem kynnt var í byrjun ársins, kemur fram að Íslendingar hafi reist allar virkjanir á Grænlandi, að frátalinni virkjuninni í Buksefirði. Þá hafi Landsvirkjun Power, dótturfélag Landsvirkjunar, komið að rekstri og eftirliti þarlendra virkjana. Ennfremur séu nokkrar bændavirkjanir á Suður-Grænlandi, sem allar hafi verið reistar af fjölskyldufyrirtæki í Árteigi í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Úr stöðvarhúsi virkjunarinnar í Paakitsoq. Þar eru þrjár 7,5 megavatta aflvélar með alls 22,5 megavött.Ístak Í skýrslunni er hvatt til þess að komið verði á samstarfi íslenskra og grænlenskra stjórnvalda um smávirkjanir á Austur-Grænlandi sem miði að því að skipta út olíu sem orkugjafa við húshitun og rafmagnsframleiðslu. Er þar lagt til að Austur-Grænland verði tekið inn í smávirkjanaáætlun Orkustofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Haustið 2012 sýndi Stöð 2 frá virkjanaframkvæmdum við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Þar reistu íslensk fyrirtæki undir forystu Ístaks 22,5 megavatta virkjun, sem var hönnuð frá grunni af íslenskum verkfræðistofum. Hér má sjá fyrri þáttinn: Hér má sjá seinni þáttinn: Þriðji þátturinn fjallaði um mannlíf og ferðaþjónustu við Diskó-flóa: Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Loftslagsmál Landsvirkjun Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. 21. janúar 2021 22:00 Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fjallað var um orkumál Grænlendinga í fréttum Stöðvar 2. Í fréttamiðlinum Sermitsiaq kom fram að einhugur hefði ríkt um ákvörðunina á grænlenska þinginu. Tiltölulega lágt hlutfall af vatnsafli Grænlands hefur verið beislað. Bara á svæðinu milli tveggja stærstu bæjanna, Nuuk og Sisimiut, er talið að hægt sé að virkja 650 megavött. Grænlendingar eiga margar jökulár, eins og þessa í Syðri-Straumfirði.Egill Aðalsteinsson Framkvæmdirnar felast annars vegar í stækkun 45 megavatta virkjunar við Buksefjörð, með 55 megavatta viðbót í nýju stöðvarhúsi, Buksefjorden 2. Vatnasviðið verður stækkað með 14 kílómetra löngum jarðgöngum sem áætlað er að skili 230 gígavattstundum á ári til viðbótar við núverandi framleiðslu, upp á 250 til 270 gígavattstundir á ári. Raforkan frá Buksefirði þjónar höfuðstaðnum Nuuk, sem með fólksfjölgun hefur í vaxandi mæli þurft að treysta á dísilrafstöðvar til að mæta raforkuþörf. Orkan er flutt 58 kílómetra leið til Nuuk en háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Virkjun sem Ístak reisti til að þjóna bænum Ilulissat var tekin í notkun haustið 2013.Ístak Hin virkjunin á að þjóna bæjunum Aasiaat og Qasigiannguit við sunnanverðan Diskó-flóa. Uppsett afl hennar er áformað 15 megavött og er áætlað að hún skili 94 gígavattstundum á ári. Nánar má lesa um áformin í skýrslu Nukissiorfiit, orkufyrirtækis Grænlands. Grænlendingar eiga í dag fimm vatnsaflsvirkjanir, sem samtals framleiða um 90 megavött. Virkjunin við Buksefjörð er langstærst, 45 megavött, en þar á eftir koma 22,5 megavatta virkjun í Ilulissat og 15 megavatta virkjun í Sisimiut. Hér má sjá yfirlit um orkuverin. Aðkomuhús virkjunarinnar í Paakitsoq skammt frá Ilulissat. Stöðvarhúsið er grafið inn í fjallið.Ístak Í skýrslu Grænlandsnefndar Össurar Skarphéðinssonar fyrir utanríkisráðherra, sem kynnt var í byrjun ársins, kemur fram að Íslendingar hafi reist allar virkjanir á Grænlandi, að frátalinni virkjuninni í Buksefirði. Þá hafi Landsvirkjun Power, dótturfélag Landsvirkjunar, komið að rekstri og eftirliti þarlendra virkjana. Ennfremur séu nokkrar bændavirkjanir á Suður-Grænlandi, sem allar hafi verið reistar af fjölskyldufyrirtæki í Árteigi í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Úr stöðvarhúsi virkjunarinnar í Paakitsoq. Þar eru þrjár 7,5 megavatta aflvélar með alls 22,5 megavött.Ístak Í skýrslunni er hvatt til þess að komið verði á samstarfi íslenskra og grænlenskra stjórnvalda um smávirkjanir á Austur-Grænlandi sem miði að því að skipta út olíu sem orkugjafa við húshitun og rafmagnsframleiðslu. Er þar lagt til að Austur-Grænland verði tekið inn í smávirkjanaáætlun Orkustofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Haustið 2012 sýndi Stöð 2 frá virkjanaframkvæmdum við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Þar reistu íslensk fyrirtæki undir forystu Ístaks 22,5 megavatta virkjun, sem var hönnuð frá grunni af íslenskum verkfræðistofum. Hér má sjá fyrri þáttinn: Hér má sjá seinni þáttinn: Þriðji þátturinn fjallaði um mannlíf og ferðaþjónustu við Diskó-flóa:
Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Loftslagsmál Landsvirkjun Norðurslóðir Tengdar fréttir Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. 21. janúar 2021 22:00 Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. 21. janúar 2021 22:00
Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14
Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00
Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15
Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45
Sæstrengir tengi eyjar Norður-Atlantshafsins Það er mat okkar að þetta muni gerast. Þetta er bara spurning um tíma, segir rafmagnsverkfræðingur Orkustofnunar. 23. apríl 2016 20:30