Meirihluti á þingi fyrir því að svipta Støjberg þingsætinu Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 14:49 Ríkisréttur Danmerkur dæmdi Inger Støjberg í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi á mánudaginn. EPA Meirihluti er á danska þinginu fyrir því að svipta Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, þingsætinu í kjölfar dóms ríkisréttar landsins sem dæmdi fyrr í vikunni ráðherrann fyrrverandi í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Þetta var ljóst eftir að þingmenn Enhedslisten lýstu því yfir að þeir telji Støjberg óverðuga að sitja á þingi að því er segir í frétt DR. Áður höfðu þingmenn Venstre, De Radikale, Enhedslisten, SF, Alternativet, Frie Grønne, Liberal Alliance og þrír óháðir þingmenn, þeirra á meðal Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, lýst því yfir að þeir styddu að Støjberg missi þingsætið. Þingmenn Jafnaðarmannaflokksins og Íhaldsmanna eiga enn eftir að tilkynna um afstöðu sína í málinu, en nú þegar má ljóst vera að meirihluti sé fyrir því að svipta Støjberg þingsætinu. Þingmenn munu formlega greiða atkvæði um málið á þriðjudaginn næsta. Lét stía í sundur ungum hælisleitendum Ríkisréttur Danmerkur dæmdi Støjberg á mánudag í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi en hún var fundin sek af ákæru um að hafa í ráðherratíð sinni látið stía í sundur ungum hælisleitendum. Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar. Fjórir þingmenn verið sviptir þingsætinu frá 1953 Frá árinu 1953 hafa fjórir þingmenn verið sviptir þingmennsku með þessum hætti. Í hópi þeirra var Mogens Glistrup sem missti þingsætið árið 1984 eftir að hafa hlotið þriggja ára fangelsisdóm fyrir skattsvik. Þá missti þingmaðurinn Hugo Holm þingsætið árið 1990 eftir að hafa flotið sex mánaða dóm fyrir líkamsárás, ölvunarakstur og tilraun til fjársvika. Danmörk Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Sjá meira
Þetta var ljóst eftir að þingmenn Enhedslisten lýstu því yfir að þeir telji Støjberg óverðuga að sitja á þingi að því er segir í frétt DR. Áður höfðu þingmenn Venstre, De Radikale, Enhedslisten, SF, Alternativet, Frie Grønne, Liberal Alliance og þrír óháðir þingmenn, þeirra á meðal Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, lýst því yfir að þeir styddu að Støjberg missi þingsætið. Þingmenn Jafnaðarmannaflokksins og Íhaldsmanna eiga enn eftir að tilkynna um afstöðu sína í málinu, en nú þegar má ljóst vera að meirihluti sé fyrir því að svipta Støjberg þingsætinu. Þingmenn munu formlega greiða atkvæði um málið á þriðjudaginn næsta. Lét stía í sundur ungum hælisleitendum Ríkisréttur Danmerkur dæmdi Støjberg á mánudag í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi en hún var fundin sek af ákæru um að hafa í ráðherratíð sinni látið stía í sundur ungum hælisleitendum. Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar. Fjórir þingmenn verið sviptir þingsætinu frá 1953 Frá árinu 1953 hafa fjórir þingmenn verið sviptir þingmennsku með þessum hætti. Í hópi þeirra var Mogens Glistrup sem missti þingsætið árið 1984 eftir að hafa hlotið þriggja ára fangelsisdóm fyrir skattsvik. Þá missti þingmaðurinn Hugo Holm þingsætið árið 1990 eftir að hafa flotið sex mánaða dóm fyrir líkamsárás, ölvunarakstur og tilraun til fjársvika.
Danmörk Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Sjá meira
Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06
Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51