„Okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum“ Atli Arason skrifar 11. desember 2021 20:27 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis. Bára Dröfn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, var sársvekkt eftir eins stigs tap gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins í kvöld, 89-88, eftir framlengdan leik. „Þetta er hundfúlt. Það var gott að við náðum að koma okkur inn í framlengingu en á sama tíma er hundfúlt að tapa og vera dottinn úr leik í bikarnum,“ sagði Sigrún í viðtali við Vísi eftir leik. Aliyah Mazyck var besti leikmaður Fjölnis í kvöld þrátt fyrir að spila meidd. Mazyck gerði 34 stig og tók 8 fráköst en hún spilaði ekkert í framlengingunni eftir að hafa fengið fimmtu villuna sína seint í fjórða leikhluta. Sigrún saknaði leikstjórnanda liðsins á ögurstundu í framlengingunni. „Við erum með gott lið og góða leikmenn en hún er okkar leikstjórnandi og það sást kannski i framlengingu að okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum. Varnarleikurinn var fínn í framlengingunni á köflum en það vantaði sóknarlega, að stýra leiknum og fá þessi góðu skot og setja upp í kerfi. Við vorum svolítið eins og við værum í handbolta, að hlaupa fram og til baka en enginn þorði að taka á skarið.“ Þessi tvö lið eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og það þurfti framlengingu til að finna sigurvegara en á endanum var það ekki nema eitt stig skildi liðin af. Aðspurð átti Sigrún erfitt með að finna einhverja jákvæða punkta við leik þeirra, því svekkelsið var svo mikið. „Það er alltaf eitthvað jákvætt en svona stuttu eftir leik, eftir eins stigs tap og vera dottinn út úr bikarnum þá er þetta svo hundfúlt og maður sér ekki neitt jákvætt. Maður er bara svekktur,“ svaraði Sigrún. Fjölnir hafði áður gefið það út að liðið ætlaði að sækja bikar á þessu tímabili. Nú er ljóst að liðið mun ekki verða bikarmeistarar en Sigrún segir að liðið muni setja allan fókus á síðustu tvo bikarana sem eru í boði. „Við eigum Grindavík á miðvikudaginn og svo er jólafrí. Það er bara næsti leikur og nýta jólafríið vel. Nú verðum við bara að horfa í deildarmeistaratitilinn og svo Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu. Fjölnir Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fleiri fréttir „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
„Þetta er hundfúlt. Það var gott að við náðum að koma okkur inn í framlengingu en á sama tíma er hundfúlt að tapa og vera dottinn úr leik í bikarnum,“ sagði Sigrún í viðtali við Vísi eftir leik. Aliyah Mazyck var besti leikmaður Fjölnis í kvöld þrátt fyrir að spila meidd. Mazyck gerði 34 stig og tók 8 fráköst en hún spilaði ekkert í framlengingunni eftir að hafa fengið fimmtu villuna sína seint í fjórða leikhluta. Sigrún saknaði leikstjórnanda liðsins á ögurstundu í framlengingunni. „Við erum með gott lið og góða leikmenn en hún er okkar leikstjórnandi og það sást kannski i framlengingu að okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum. Varnarleikurinn var fínn í framlengingunni á köflum en það vantaði sóknarlega, að stýra leiknum og fá þessi góðu skot og setja upp í kerfi. Við vorum svolítið eins og við værum í handbolta, að hlaupa fram og til baka en enginn þorði að taka á skarið.“ Þessi tvö lið eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og það þurfti framlengingu til að finna sigurvegara en á endanum var það ekki nema eitt stig skildi liðin af. Aðspurð átti Sigrún erfitt með að finna einhverja jákvæða punkta við leik þeirra, því svekkelsið var svo mikið. „Það er alltaf eitthvað jákvætt en svona stuttu eftir leik, eftir eins stigs tap og vera dottinn út úr bikarnum þá er þetta svo hundfúlt og maður sér ekki neitt jákvætt. Maður er bara svekktur,“ svaraði Sigrún. Fjölnir hafði áður gefið það út að liðið ætlaði að sækja bikar á þessu tímabili. Nú er ljóst að liðið mun ekki verða bikarmeistarar en Sigrún segir að liðið muni setja allan fókus á síðustu tvo bikarana sem eru í boði. „Við eigum Grindavík á miðvikudaginn og svo er jólafrí. Það er bara næsti leikur og nýta jólafríið vel. Nú verðum við bara að horfa í deildarmeistaratitilinn og svo Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu.
Fjölnir Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fleiri fréttir „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira