Fiskur á fárra hendur Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. desember 2021 12:00 Þingið fer af stað á nýju kjörtímabili með stórum málum sem varða þjóðina alla, kjör almennings og velferð. Auk fjárlagafrumvarpsins og breytinga á ýmsum lögum sem tengjast þeim, s.s. um kjör eldra fólks, barnafjölskyldna og öryrkja, mæltu þingmenn í vikunni sem er að líða fyrir forgangsmálum þingflokka. Eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni er frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það var í nóvember árið 2017, fyrir rúmum fjórum árum, að þáverandi Fiskistofustjóri sagði í fréttaþættinum Kveik að Fiskistofa gæti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að fullu, m.a. vegna óskýrleika laga um stjórn fiskveiða. Síðan þá hefur Ríkisendurskoðun kallað eftir breytingum á lögunum og verkefnisstjórn um eftirlit með fiskveiðiauðlindinni lagt til breytingar. En lögin standa enn óbreytt. Við í Samfylkingunni höfum bent á að það þurfi að bæta lög um vigtun á afla, um brottkast, bæta reglur um viðurlög Fiskistofu, kallað eftir auknum fjármunum til Fiskistofu og breytingum á lögum sem ætlað er að vinna gegn samþjöppun útgerðarfyrirtækja. Frá stofnun flokksins höfum við lagt til útboð á aflaheimildum til að tryggja sem best að þjóðin fái fullt verð fyrir auðlindina. Skaðleg samþjöppun Óskynsamlegt er að gera sér vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hreyfi mikið við fiskveiðistjórnunarkerfinu en vonandi treystir nýr sjávarútvegsráðherra sér til að taka undir með okkur í Samfylkingunni og vinna gegn skaðlegri samþjöppun í greininni. Frumvarpið sem ég mælti fyrir í vikunni er ekki um útboð heldur það sem þarf að vera skýrt og bundið í lögum til að skilgreina tengda aðila og sem vinnur gegn því að fénýting auðlindarinnar safnist á fárra hendur. Á þessu þarf að taka hvort sem ákveðið verður að fara útboðsleið eða ekki. Ítrekað hefur verið bent á að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni þýði meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða útgerðarrisa sé of sterk gagnvart stjórnvöldum og fjölmiðlum. Völd þeirra og áhrif geti orðið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á stjórnmálamenn geti unnið gegn almannahag. Samþjöppun kemur í veg fyrir samkeppni og hamlar nauðsynlegri endurnýjun. Tilfærsla milli byggða getur skaðað sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka getur leitt til þess að minni útgerðir fara halloka. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútvegi hér á landi á undanförnum áratugum. Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu útgerðirnar ráða yfir meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Tengdir og raunverulegir eigendur Óskýrleiki á skilgreiningum á tengdum aðilum í lögum um stjórn fiskveiða hefur orðið til þess að Fiskistofa hefur ekki treyst sér til að vinna eftir lögunum við eftirlit með því hvort einstakir aðilar fari með yfir 12% af úthlutuðum kvóta. Lögin þurfa að vera skýr um að til tengdra aðila teljist fyrirtæki sem stjórnað er af sömu einstaklingum og hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn auk fyrirtækja í þeirra eigu séu tengdir aðilar og enginn vafi ríki um skilgreiningu á því hvað felist í raunverulegum yfirráðum í lögum um stjórn fiskveiða. Fordæmi fyrir þessu er eðlilegt að leita í lögum um fjármálafyrirtæki enda á það sama um þau og útgerðarfyrirtækin að ef tengslin verða of mikil getur fall eins haft áhrif á fjárhagsstöðu annars og líklegt að almenningur beri kostnaðinn. Í gildandi lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að aðilar séu tengdir þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Við leggjum til breytingar á þessu þannig að miðað verði við að aðilar teljist tengdir fari annar aðilinn með að minnsta kosti 25% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í hinum, til samræmis við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. Teljist aðili raunverulegur eigandi annars, teljist þeir „tengdir aðilar“ í skilningi laganna. Enda skýtur það skökku við að aðili sé raunverulegur eigandi samkvæmt lögum en ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið, sem ég er fyrsti flutningsmaður verður sent til umsagnar og til vinnslu í atvinnuveganefnd Alþingis. Ég bendi á að öllum er heimilt að senda umsögn til nefndarinnar. Hér er slóð á ræðuna mína sem ég flutti þegar ég mælti fyrir frumvarpinu. Það er upplagt að hlusta á ræðuna á aðventunni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þingið fer af stað á nýju kjörtímabili með stórum málum sem varða þjóðina alla, kjör almennings og velferð. Auk fjárlagafrumvarpsins og breytinga á ýmsum lögum sem tengjast þeim, s.s. um kjör eldra fólks, barnafjölskyldna og öryrkja, mæltu þingmenn í vikunni sem er að líða fyrir forgangsmálum þingflokka. Eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni er frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það var í nóvember árið 2017, fyrir rúmum fjórum árum, að þáverandi Fiskistofustjóri sagði í fréttaþættinum Kveik að Fiskistofa gæti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að fullu, m.a. vegna óskýrleika laga um stjórn fiskveiða. Síðan þá hefur Ríkisendurskoðun kallað eftir breytingum á lögunum og verkefnisstjórn um eftirlit með fiskveiðiauðlindinni lagt til breytingar. En lögin standa enn óbreytt. Við í Samfylkingunni höfum bent á að það þurfi að bæta lög um vigtun á afla, um brottkast, bæta reglur um viðurlög Fiskistofu, kallað eftir auknum fjármunum til Fiskistofu og breytingum á lögum sem ætlað er að vinna gegn samþjöppun útgerðarfyrirtækja. Frá stofnun flokksins höfum við lagt til útboð á aflaheimildum til að tryggja sem best að þjóðin fái fullt verð fyrir auðlindina. Skaðleg samþjöppun Óskynsamlegt er að gera sér vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hreyfi mikið við fiskveiðistjórnunarkerfinu en vonandi treystir nýr sjávarútvegsráðherra sér til að taka undir með okkur í Samfylkingunni og vinna gegn skaðlegri samþjöppun í greininni. Frumvarpið sem ég mælti fyrir í vikunni er ekki um útboð heldur það sem þarf að vera skýrt og bundið í lögum til að skilgreina tengda aðila og sem vinnur gegn því að fénýting auðlindarinnar safnist á fárra hendur. Á þessu þarf að taka hvort sem ákveðið verður að fara útboðsleið eða ekki. Ítrekað hefur verið bent á að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni þýði meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða útgerðarrisa sé of sterk gagnvart stjórnvöldum og fjölmiðlum. Völd þeirra og áhrif geti orðið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á stjórnmálamenn geti unnið gegn almannahag. Samþjöppun kemur í veg fyrir samkeppni og hamlar nauðsynlegri endurnýjun. Tilfærsla milli byggða getur skaðað sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka getur leitt til þess að minni útgerðir fara halloka. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútvegi hér á landi á undanförnum áratugum. Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu útgerðirnar ráða yfir meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Tengdir og raunverulegir eigendur Óskýrleiki á skilgreiningum á tengdum aðilum í lögum um stjórn fiskveiða hefur orðið til þess að Fiskistofa hefur ekki treyst sér til að vinna eftir lögunum við eftirlit með því hvort einstakir aðilar fari með yfir 12% af úthlutuðum kvóta. Lögin þurfa að vera skýr um að til tengdra aðila teljist fyrirtæki sem stjórnað er af sömu einstaklingum og hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn auk fyrirtækja í þeirra eigu séu tengdir aðilar og enginn vafi ríki um skilgreiningu á því hvað felist í raunverulegum yfirráðum í lögum um stjórn fiskveiða. Fordæmi fyrir þessu er eðlilegt að leita í lögum um fjármálafyrirtæki enda á það sama um þau og útgerðarfyrirtækin að ef tengslin verða of mikil getur fall eins haft áhrif á fjárhagsstöðu annars og líklegt að almenningur beri kostnaðinn. Í gildandi lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að aðilar séu tengdir þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Við leggjum til breytingar á þessu þannig að miðað verði við að aðilar teljist tengdir fari annar aðilinn með að minnsta kosti 25% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í hinum, til samræmis við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. Teljist aðili raunverulegur eigandi annars, teljist þeir „tengdir aðilar“ í skilningi laganna. Enda skýtur það skökku við að aðili sé raunverulegur eigandi samkvæmt lögum en ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið, sem ég er fyrsti flutningsmaður verður sent til umsagnar og til vinnslu í atvinnuveganefnd Alþingis. Ég bendi á að öllum er heimilt að senda umsögn til nefndarinnar. Hér er slóð á ræðuna mína sem ég flutti þegar ég mælti fyrir frumvarpinu. Það er upplagt að hlusta á ræðuna á aðventunni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar