Franklin snýr aftur í GTA og Dr Dre einnig Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2021 15:52 Franklin var ein af söguhetjum Grand Theft Auto V sem kom upprunalega út árið 2013. Rockstar Leikjafyrirtækið Rockstar opinberaði í dag nýja uppfærslu við Grand Theft Auto Online sem inniheldur nýja sögu um eina af aðalpersónum upprunalega leiksins og rapparans Dr. Dre. Franklin snýr aftur í leiknum og spilarar þurfa að hjálpa honum og rapparanum að gefa út ný lög. Þessi nýja saga gerist nokkrum árum eftir sögu GTA V sem kom út árið 2013 og snýst um að Franklin rekur umboðsskrifstofu einhverskonar og tekur Dr. Dre að sér sem skjólstæðing. Spilarar munu í framhaldi þurfa að leysa vandamál þeirra og hjálpa þeim að gefa út lög sem Dr. Dre samdi sérstaklega fyrir leikinn. Dr. Dre hefur áður komið við sögu í GTA Online en hann birtist óvænt í leiknum vegna Cayo Perico-ránsins í fyrra, samkvæmt frétt Polygon. In the years since he and his accomplices knocked over the Union Depository, Los Santos hustler Franklin Clinton has been making moves of his own.Introducing The Contract, a new GTA Online story coming December 15 featuring Dr. Dre, new music and more: https://t.co/07q6zZY2He pic.twitter.com/KNk96P1Osc— Rockstar Games (@RockstarGames) December 8, 2021 Eins og áður segir gaf Rockstar GTA V fyrst út árið 2013. Síðan þá hefur leikurinn, sem er arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar, ítrekað verið gefinn út fyrir nýjar og betri leikjatölvur. Hann var fyrst gefinn út á dögum PlayStation 3, uppfærður fyrir PS4 og PC og nú stendur til að uppfæra hann aftur fyrir nýjustu kynslóðina. Til stóð að gefa uppfærsluna út í nóvember en henni var frestað fram á næsta ár. Sjá einnig: Gefa GTA V út í nóvember, enn eina ferðina Rockstar hefur um skeið unnið að gerð GTA 6, samkvæmt fréttaflutningi erlendis, en enn er þó allt of langt í að hann verði gefinn út. Leikjavísir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Þessi nýja saga gerist nokkrum árum eftir sögu GTA V sem kom út árið 2013 og snýst um að Franklin rekur umboðsskrifstofu einhverskonar og tekur Dr. Dre að sér sem skjólstæðing. Spilarar munu í framhaldi þurfa að leysa vandamál þeirra og hjálpa þeim að gefa út lög sem Dr. Dre samdi sérstaklega fyrir leikinn. Dr. Dre hefur áður komið við sögu í GTA Online en hann birtist óvænt í leiknum vegna Cayo Perico-ránsins í fyrra, samkvæmt frétt Polygon. In the years since he and his accomplices knocked over the Union Depository, Los Santos hustler Franklin Clinton has been making moves of his own.Introducing The Contract, a new GTA Online story coming December 15 featuring Dr. Dre, new music and more: https://t.co/07q6zZY2He pic.twitter.com/KNk96P1Osc— Rockstar Games (@RockstarGames) December 8, 2021 Eins og áður segir gaf Rockstar GTA V fyrst út árið 2013. Síðan þá hefur leikurinn, sem er arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar, ítrekað verið gefinn út fyrir nýjar og betri leikjatölvur. Hann var fyrst gefinn út á dögum PlayStation 3, uppfærður fyrir PS4 og PC og nú stendur til að uppfæra hann aftur fyrir nýjustu kynslóðina. Til stóð að gefa uppfærsluna út í nóvember en henni var frestað fram á næsta ár. Sjá einnig: Gefa GTA V út í nóvember, enn eina ferðina Rockstar hefur um skeið unnið að gerð GTA 6, samkvæmt fréttaflutningi erlendis, en enn er þó allt of langt í að hann verði gefinn út.
Leikjavísir Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira