Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2021 23:00 Bretar hafa gripið til þess ráðs að krefja ferðalanga um neikvæð Covid-próf sem tekin eru áður en haldið er til landsins. Aðgerðirnar taka gildi aðfaranótt þriðjudags. Hollie Adams/Getty Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. Mark Woolhouse, sem er prófessor í faraldsfræði, líkir nýjustu aðgerðum breskra stjórnvalda við að „loka hesthúshurðinni þegar hesturinn er hlaupinn á brott.“ Breytingarnar, sem taka gildi aðfaranótt þriðjudags, felast einna helst í því að ferðalangar yfir tólf ára aldri þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi sem tekið var áður en haldið var til Bretlands. Þá hefur Nígería bæst við á svokallaðan rauðan lista, en ferðalangar frá löndum á listanum þurfa að sæta tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Ísland er ekki á rauðum lista Breta. Innflut smit ekki vandamálið Breska ríkisútvarpið hefur eftir Woolhouse að sannarlega hafi það áhrif að fleiri omíkron-smitaðir komi til landsins. Hins vegar verði það samfélagssmit sem verði helsti drifkraftur næstu bylgju veirunnar. Hann bætti því við að fjöldi omíkron-smita í Bretlandi væri ekki hár þessa stundina, og sagðist telja að fjöldi þeirra sem bæru afbrigðið nú væri talinn í „hundruðum frekar en þúsundum.“ Hins vegar sagði hann afbrigðið dreifast fremur hratt um Bretland og benti á að ef fram héldi sem horfði þar í landi, sem og í Suður-Afríku þar sem afbrigðið greindist fyrst, þá kynni afbrigðið að velta Delta-afbrigðinu úr sessi sem ráðandi afbrigði veirunnar víða um heim. Lítið er vitað um omíkron-afbrigðið á þessari stundu en því hefur verið velt upp af vísindamönnum að það kunni að vera meira smitandi en fyrri afbrigði og að það eigi greiðari leið fram hjá þeirri vörn sem bóluefni veita. Þó hefur því einnig verið velt upp að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Vísindamenn hafa þó lagt áherslu á það, vegna þess hve nýtilkomið afbrigðið er, að það muni taka nokkurn tíma fyrir heiminn að átta sig á eiginleikum afbrigðisins. Í því samhengi nefndi Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, tímaramma upp á tvær til þrjár vikur nú fyrir helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Mark Woolhouse, sem er prófessor í faraldsfræði, líkir nýjustu aðgerðum breskra stjórnvalda við að „loka hesthúshurðinni þegar hesturinn er hlaupinn á brott.“ Breytingarnar, sem taka gildi aðfaranótt þriðjudags, felast einna helst í því að ferðalangar yfir tólf ára aldri þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi sem tekið var áður en haldið var til Bretlands. Þá hefur Nígería bæst við á svokallaðan rauðan lista, en ferðalangar frá löndum á listanum þurfa að sæta tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Ísland er ekki á rauðum lista Breta. Innflut smit ekki vandamálið Breska ríkisútvarpið hefur eftir Woolhouse að sannarlega hafi það áhrif að fleiri omíkron-smitaðir komi til landsins. Hins vegar verði það samfélagssmit sem verði helsti drifkraftur næstu bylgju veirunnar. Hann bætti því við að fjöldi omíkron-smita í Bretlandi væri ekki hár þessa stundina, og sagðist telja að fjöldi þeirra sem bæru afbrigðið nú væri talinn í „hundruðum frekar en þúsundum.“ Hins vegar sagði hann afbrigðið dreifast fremur hratt um Bretland og benti á að ef fram héldi sem horfði þar í landi, sem og í Suður-Afríku þar sem afbrigðið greindist fyrst, þá kynni afbrigðið að velta Delta-afbrigðinu úr sessi sem ráðandi afbrigði veirunnar víða um heim. Lítið er vitað um omíkron-afbrigðið á þessari stundu en því hefur verið velt upp af vísindamönnum að það kunni að vera meira smitandi en fyrri afbrigði og að það eigi greiðari leið fram hjá þeirri vörn sem bóluefni veita. Þó hefur því einnig verið velt upp að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Vísindamenn hafa þó lagt áherslu á það, vegna þess hve nýtilkomið afbrigðið er, að það muni taka nokkurn tíma fyrir heiminn að átta sig á eiginleikum afbrigðisins. Í því samhengi nefndi Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, tímaramma upp á tvær til þrjár vikur nú fyrir helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira