Jón Gunnlaugur: Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 5. desember 2021 20:00 Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkinga. Víkingur „Mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings eftir eins marks tap á móti Stjörnunni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en að sama skapi hrikalega jafn á stórum köflum. Lokatölur leiksins 30-31. Hvað hefðiru vilja sjá strákana gera til þess að sækja stigin? „Skora tvö mörk í viðbót.“ Jón Gunnlaugur var mjög ósáttur með dómgæsluna í þessum leik og heyrðist mikið í honum á bekknum. „Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu. Þeir eru að fá tvöfaldan séns trekk í trekk. Eru í upp undir 20 sekúndur að taka aukaköstin. Við fáum tvær mínútur um leið og gefst tækifæri til. Þeir fá örugglega þrjú víti hérna í seinni hálfleik svo augljós að allir í húsinu sáu það.“ „En varðandi liðið mitt þá er ég rosalega ánægður með þá. Við erum að fá framlag alveg frá helling af leikmönnum í kvöld. Arnar Steinn frábær, þetta hefði getað dottið báðu megin og það er leiðinlegt að fá ekkert út úr þessu.“ Hamza Kablouti haltraði útaf þegar tæplega korter var liðin af fyrri hálfleik. Hann virtist hafa misstigið sig en Jón talaði um að hann væri farinn upp á sjúkrahús að láta mynda á sér fótinn. „Hann fór upp á sjúkrahús að láta mynda á sér fótinn. En að sama skapi sýndu strákarnir það að þeir voru tilbúnir að koma inn á. Loksins búnir að brjóta sig út úr þessari skel. Við erum að skora 30 mörk á móti sterku Stjörnuliði.“ „Að sjálfsögðu er mjög slæmt að missa hann út, hann var búinn að skora 4 mörk hérna á fyrsta korterinu. Þetta var blóðtaka fyrir okkur. En Stjarnan er líka með heilt lið utan vallar þannig ég ætla ekki að skýla mér bak við það.“ Víkingur sækir ÍBV heim í næsta leik og ætlar Jón að sækja stigin þar. „Það var helling af jákvæðum punktum hérna í kvöld, í þessum leik. Það er helling sem hægt er að taka úr þessum leik. Það er bara ekki spurning að við ætlum okkur tvö stig í Eyjum í næsta leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Víkingur Reykjavík Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 30-31 | Stjörnusigur í jöfnum leik Víkingum tókst ekki að ná í stig þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í kvöld. Jafn leikur en Stjörnumenn náðu góðum kafla í lokinn og tóku stigin tvö, lokatölur 30-31. 5. desember 2021 19:35 Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira
Leikurinn var kaflaskiptur en að sama skapi hrikalega jafn á stórum köflum. Lokatölur leiksins 30-31. Hvað hefðiru vilja sjá strákana gera til þess að sækja stigin? „Skora tvö mörk í viðbót.“ Jón Gunnlaugur var mjög ósáttur með dómgæsluna í þessum leik og heyrðist mikið í honum á bekknum. „Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu. Þeir eru að fá tvöfaldan séns trekk í trekk. Eru í upp undir 20 sekúndur að taka aukaköstin. Við fáum tvær mínútur um leið og gefst tækifæri til. Þeir fá örugglega þrjú víti hérna í seinni hálfleik svo augljós að allir í húsinu sáu það.“ „En varðandi liðið mitt þá er ég rosalega ánægður með þá. Við erum að fá framlag alveg frá helling af leikmönnum í kvöld. Arnar Steinn frábær, þetta hefði getað dottið báðu megin og það er leiðinlegt að fá ekkert út úr þessu.“ Hamza Kablouti haltraði útaf þegar tæplega korter var liðin af fyrri hálfleik. Hann virtist hafa misstigið sig en Jón talaði um að hann væri farinn upp á sjúkrahús að láta mynda á sér fótinn. „Hann fór upp á sjúkrahús að láta mynda á sér fótinn. En að sama skapi sýndu strákarnir það að þeir voru tilbúnir að koma inn á. Loksins búnir að brjóta sig út úr þessari skel. Við erum að skora 30 mörk á móti sterku Stjörnuliði.“ „Að sjálfsögðu er mjög slæmt að missa hann út, hann var búinn að skora 4 mörk hérna á fyrsta korterinu. Þetta var blóðtaka fyrir okkur. En Stjarnan er líka með heilt lið utan vallar þannig ég ætla ekki að skýla mér bak við það.“ Víkingur sækir ÍBV heim í næsta leik og ætlar Jón að sækja stigin þar. „Það var helling af jákvæðum punktum hérna í kvöld, í þessum leik. Það er helling sem hægt er að taka úr þessum leik. Það er bara ekki spurning að við ætlum okkur tvö stig í Eyjum í næsta leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Víkingur Reykjavík Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 30-31 | Stjörnusigur í jöfnum leik Víkingum tókst ekki að ná í stig þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í kvöld. Jafn leikur en Stjörnumenn náðu góðum kafla í lokinn og tóku stigin tvö, lokatölur 30-31. 5. desember 2021 19:35 Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 30-31 | Stjörnusigur í jöfnum leik Víkingum tókst ekki að ná í stig þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í kvöld. Jafn leikur en Stjörnumenn náðu góðum kafla í lokinn og tóku stigin tvö, lokatölur 30-31. 5. desember 2021 19:35