Tekist á um fjárlög: Íslendingar séu miklir eftirbátar Norðurlanda í þróunarmálum Árni Sæberg skrifar 4. desember 2021 13:58 Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, fremst á myndinni. Fyrir aftan hann sitja Þórunn Sveinbjarnardóttir og Kristrún Frostadóttir, þingmenn Samfylkingarinnar. Fyrir aftan þær standa svo Tómas A. Tómasson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm Hart var tekist á um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar á Alþingi í gær og búast má við að ágreiningur haldi áfram í dag. Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata hóf fundinn á umræðu um stöðu innflytjenda á Íslandi. Hún telur ekki nóg gert til að koma til móts við innflytjendur, en þeir hafi farið sérstaklega illa út úr kórónuveirukreppunni. Þá gagnrýndi hún einnig að einungis væri gert ráð fyrir tuttugu og þriggja milljóna kostnaði við undirbúning þess að Ísland taki við forsæti í ráðherraráði evrópu ráðsins. Fjárframlög til evrópumála í heild séu einnig of lág í fjárlagafrumvarpinu. Framlög hækka en ekki nógu mikið Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á þróunarmálum. Hann fagnar því að það hlutfall vergrar landsframleiðslu, sem rennur til þróunarmála, hækki. Það fer úr 0,32 prósent í 0,35. Hann bendir þó á að OECD mælist til þess að þróuð ríki láti 0,7 prósent renna til þróunarmála. Tvöfalt hærra hlutfall en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. „Það er því að sjálfsögðu frábærar fréttir að við íslendingar séum komin hálfa leið að því markmiði. Þarna erum við Íslendingar enn miklir eftirbátar Norðurlanda og reyndar flestra landa í Vestur-Evrópu,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Alþingi Píratar Þróunarsamvinna Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata hóf fundinn á umræðu um stöðu innflytjenda á Íslandi. Hún telur ekki nóg gert til að koma til móts við innflytjendur, en þeir hafi farið sérstaklega illa út úr kórónuveirukreppunni. Þá gagnrýndi hún einnig að einungis væri gert ráð fyrir tuttugu og þriggja milljóna kostnaði við undirbúning þess að Ísland taki við forsæti í ráðherraráði evrópu ráðsins. Fjárframlög til evrópumála í heild séu einnig of lág í fjárlagafrumvarpinu. Framlög hækka en ekki nógu mikið Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á þróunarmálum. Hann fagnar því að það hlutfall vergrar landsframleiðslu, sem rennur til þróunarmála, hækki. Það fer úr 0,32 prósent í 0,35. Hann bendir þó á að OECD mælist til þess að þróuð ríki láti 0,7 prósent renna til þróunarmála. Tvöfalt hærra hlutfall en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. „Það er því að sjálfsögðu frábærar fréttir að við íslendingar séum komin hálfa leið að því markmiði. Þarna erum við Íslendingar enn miklir eftirbátar Norðurlanda og reyndar flestra landa í Vestur-Evrópu,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata.
Alþingi Píratar Þróunarsamvinna Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira