Haukur Helgi um fyrsta leikinn í kvöld: Þurfti bara að fara að byrja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 13:15 Haukur Helgi Pálsson í leikmannamyndatöku Njarðvíkur. Nú fær hann loksins að klæðast búningi Njarðvíkur í leik. S2 Sport Haukur Helgi Pálsson spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Vestra í Ljónagryfjunni. Haukur hefur verið að ná sér eftir stóra ökklaaðgerð í sumar og hefur misst af fyrstu sjö deildarleikjum liðsins auk bikarkeppninnar í haust. Subway-deildin er að byrja á ný í kvöld eftir landsleikjahlé og Njarðvík hefur gefið það út að landsliðsmaðurinn mæti aftur á gólfið. Haukur ræddi þessa ákvörðun í viðtali við heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Andlegi hlutinn „Þú ferð að treysta löppinni hundrað prósent og ert orðinn sterkur og allt það. Sprengjan er kannski komin en þú ert ennþá að hugsa um andlegu hliðina því þú þarft að fara að treysta þessu meira. Þess vegna var ég bara: Ég þarf bara að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. „Þá fer ég að gera hreyfingar sem gerast bara ósjálfsrátt af því að þær eru í minninu og þú ert bara þannig leikmaður. Ég tók bara meðvitaða ákvörðun um að ég þyrfti að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi. Leikur Njarðvíkur og Vestra hefst klukkan 18.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur KR og Keflavíkur verður síðan sýndur klukkan 20.15 og á eftir verða leikir kvöldsins gerðir upp í Subway-Tilþrifunum. „Mér fannst gaman hérna síðast,“ sagði Haukur Helgi sem spilaði með Njarðvík tímabilið 2015-16. Hann var þá með 17,9 stig, 7,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik. Haukur talaði vel um tímann hjá Njarðvík en hann hefur spilað síðan sem atvinnumaður út í Evrópu. Fékk aftur gleðina í Njarðvík „Skemmtilegustu árin sem ég hef spilað eftir að ég fer út eru Nanterre 92 og Njarðvík. Allt hitt er reynsla. Fyrsta árið í Manresa var reyndar skemmtilegt en svo nýt ég mín ekki aftur að spila fyrr en í Njarðvík. Ég fékk aftur gleðina að spila körfubolta þegar ég kom í Njarðvík og það hefur dregið mig aftur inn í Njarðvík,“ sagði Haukur. Haukur segist vilja breyta því viðhorfi að Njarðvík lifi á fornri frægð og búa í staðinn til sigurhefð að nýju hjá félaginu. Hann hefur fest kaup á fasteign í Innri-Njarðvík og starfar hjá rótgróna Njarðvíkurfyrirtækinu Icemar þar sem heimasíða Njarvíkur tók hús á landsliðsmanninum. Eigum að vinna þetta Haukur sér Íslandsmeistaratitilinn í hillingum. „Ég er bara á því að við eigum að vinna þetta. Þegar ég er kominn aftur og er orðinn heill. Það sem við erum að vinna að og leikmannhópinn sem við erum með þá erum við með lið til að gera það. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að skerpa á og menn þurfa að vera á sömu blaðsíðu og annað,“ sagði Haukur Helgi. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira
Haukur hefur verið að ná sér eftir stóra ökklaaðgerð í sumar og hefur misst af fyrstu sjö deildarleikjum liðsins auk bikarkeppninnar í haust. Subway-deildin er að byrja á ný í kvöld eftir landsleikjahlé og Njarðvík hefur gefið það út að landsliðsmaðurinn mæti aftur á gólfið. Haukur ræddi þessa ákvörðun í viðtali við heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Andlegi hlutinn „Þú ferð að treysta löppinni hundrað prósent og ert orðinn sterkur og allt það. Sprengjan er kannski komin en þú ert ennþá að hugsa um andlegu hliðina því þú þarft að fara að treysta þessu meira. Þess vegna var ég bara: Ég þarf bara að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. „Þá fer ég að gera hreyfingar sem gerast bara ósjálfsrátt af því að þær eru í minninu og þú ert bara þannig leikmaður. Ég tók bara meðvitaða ákvörðun um að ég þyrfti að fara að byrja,“ sagði Haukur Helgi. Leikur Njarðvíkur og Vestra hefst klukkan 18.15 og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur KR og Keflavíkur verður síðan sýndur klukkan 20.15 og á eftir verða leikir kvöldsins gerðir upp í Subway-Tilþrifunum. „Mér fannst gaman hérna síðast,“ sagði Haukur Helgi sem spilaði með Njarðvík tímabilið 2015-16. Hann var þá með 17,9 stig, 7,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik. Haukur talaði vel um tímann hjá Njarðvík en hann hefur spilað síðan sem atvinnumaður út í Evrópu. Fékk aftur gleðina í Njarðvík „Skemmtilegustu árin sem ég hef spilað eftir að ég fer út eru Nanterre 92 og Njarðvík. Allt hitt er reynsla. Fyrsta árið í Manresa var reyndar skemmtilegt en svo nýt ég mín ekki aftur að spila fyrr en í Njarðvík. Ég fékk aftur gleðina að spila körfubolta þegar ég kom í Njarðvík og það hefur dregið mig aftur inn í Njarðvík,“ sagði Haukur. Haukur segist vilja breyta því viðhorfi að Njarðvík lifi á fornri frægð og búa í staðinn til sigurhefð að nýju hjá félaginu. Hann hefur fest kaup á fasteign í Innri-Njarðvík og starfar hjá rótgróna Njarðvíkurfyrirtækinu Icemar þar sem heimasíða Njarvíkur tók hús á landsliðsmanninum. Eigum að vinna þetta Haukur sér Íslandsmeistaratitilinn í hillingum. „Ég er bara á því að við eigum að vinna þetta. Þegar ég er kominn aftur og er orðinn heill. Það sem við erum að vinna að og leikmannhópinn sem við erum með þá erum við með lið til að gera það. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að skerpa á og menn þurfa að vera á sömu blaðsíðu og annað,“ sagði Haukur Helgi. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira