Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 08:22 Bjarni Benediktsson kynnir frumvarp til fjárlaga í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. Fundurinn fer fram í húsakynnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Lindargötu og hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður honum lýst í beinni textalýsingu. Fjárlagafrumvarpið er óvanalega seint á ferðinni þetta árið en það hefur jafnan verið gefið út við upphaf nýs þings í september. Alþingi var sett síðasta þriðjudag eftir kosningar í september en tafir voru á þingsetningu vegna starfa undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem rannsakaði framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á sunnudag. Þá tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í sínum ráðuneytum í gær. Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 138 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og 51 milljarða króna betri en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs en að sögn Fjársýslu ríkisins skýrist bætt afkoma af sterkari tekjuvexti en gert var ráð fyrir. Heimir Már Pétursson ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra að lokinni kynningunni. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan og textalýsingu hér að neðan.
Fundurinn fer fram í húsakynnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Lindargötu og hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður honum lýst í beinni textalýsingu. Fjárlagafrumvarpið er óvanalega seint á ferðinni þetta árið en það hefur jafnan verið gefið út við upphaf nýs þings í september. Alþingi var sett síðasta þriðjudag eftir kosningar í september en tafir voru á þingsetningu vegna starfa undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem rannsakaði framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á sunnudag. Þá tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í sínum ráðuneytum í gær. Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 138 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og 51 milljarða króna betri en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs en að sögn Fjársýslu ríkisins skýrist bætt afkoma af sterkari tekjuvexti en gert var ráð fyrir. Heimir Már Pétursson ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra að lokinni kynningunni. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan og textalýsingu hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Efnahagsmál Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira