Forstjóri Twitter stígur til hliðar Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 19:09 Jack Dorsey þegar hann kom fyrir bandaríska þingnefnd í gegnum fjarfundarbúnað fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Jack Dorsey, stofnandi samfélagsmiðilsins Twitter, steig til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins í dag. Parag Agrawal, tæknistjóri Twitter, tekur við stöðunni af Dorsey. CNBC-sjónvarpsstöðin greindi fyrst frá því að Dorsey ætlaði að láta af störfum. Dorsey staðfesti svo tíðindi í tísti í morgun. Washington Post segir að tilkynningin hafi jafnvel komið sumum stjórnendum Twitter að óvörum. Viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu voru stöðvuð tímabundið eftir fréttirnar. Dorsey var einn stofnenda Twitter árið 2006 en hætti sem forstjóri fyrirtækisins tveimur árum síðar. Hann var kallaður aftur að stjórnvelinum eftir að Dick Costolo sagði af sér árið 2015. Undanfarin ár hefur Dorsey ásamt öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja og samfélagsmiðla legið undir gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi og áróðri. Dorsey var upphaflega þeirrar skoðunar að ritstýring á Twitter ætti að vera í lágmarki en snerist síðar hugur. Þannig bannaði Twitter Donald Trump, þekktasta notanda miðilsins, eftir að hann hvatti stuðningsmenn sína til atlögu við Bandaríkjaþing í janúar. Í tilkynningu sinni sagði Dorsey að nú væri loks kominn tími til að hann hyrfi á braut. Hann verður áfram forstjóri greiðslufyrirtækisins Square sem hann stofnaði árið 2008. Twitter Samfélagsleg ábyrgð Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
CNBC-sjónvarpsstöðin greindi fyrst frá því að Dorsey ætlaði að láta af störfum. Dorsey staðfesti svo tíðindi í tísti í morgun. Washington Post segir að tilkynningin hafi jafnvel komið sumum stjórnendum Twitter að óvörum. Viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu voru stöðvuð tímabundið eftir fréttirnar. Dorsey var einn stofnenda Twitter árið 2006 en hætti sem forstjóri fyrirtækisins tveimur árum síðar. Hann var kallaður aftur að stjórnvelinum eftir að Dick Costolo sagði af sér árið 2015. Undanfarin ár hefur Dorsey ásamt öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja og samfélagsmiðla legið undir gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi og áróðri. Dorsey var upphaflega þeirrar skoðunar að ritstýring á Twitter ætti að vera í lágmarki en snerist síðar hugur. Þannig bannaði Twitter Donald Trump, þekktasta notanda miðilsins, eftir að hann hvatti stuðningsmenn sína til atlögu við Bandaríkjaþing í janúar. Í tilkynningu sinni sagði Dorsey að nú væri loks kominn tími til að hann hyrfi á braut. Hann verður áfram forstjóri greiðslufyrirtækisins Square sem hann stofnaði árið 2008.
Twitter Samfélagsleg ábyrgð Bandaríkin Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira