ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2021 10:31 Fólk bíður bólusetningar í Suður-Afríku. Vert er að hafa í huga að þar eru aðeins 24 prósent þjóðarinnar bólusett. AP/Denis Farrell Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. Stjórnvöld í Bretlandi voru fyrst að ríða á vaðið og banna flug frá Suður-Afríku, þar sem að minnsta kosti 77 tilfelli hafa verið staðfest. SARS-CoV-2 er kórónuveiran sem veldur Covid-19 en menn óttast að nýja afbrigðið, B.1.1.529, sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Hlutabréfamarkaðir og olíuverð hafa lækkað í morgun í kjölfar fregna af hinu nýja, mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2. Lækkunin nam 3,3 prósentum í Lundúnum og 2,5 prósentum í Tókýó. Enn sem komið er hefur afbrigðið aðeins verið greint í Suður-Afríku, Botswana, Ísrael og Hong Kong. Þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku og sá sem greindist í Ísrael var að koma frá Malawi. Tvö önnur möguleg tilvik eru til skoðunar í Ísrael en umræddir einstaklingar þar í landi eru allir bólusettir. Nýja afbrigðið hefur fjölmargar breytingar á svokölluðu bindiprótíni og er sagt afar ólíkt því afbrigði sem fyrst greindist í Wuhan.epa/Nic Bothma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til fundar í dag til að leggja mat á þau gögn sem liggja fyrir um B.1.1.529 og ákvarða hvort það verður flokkað sem afbrigði til að fylgjast með eða afbrigði til að hafa áhyggjur af. Japan, Indland og Ítalía hyggjst grípa til sérstakra aðgerða á landamærum sínum vegna afbrigðisins en utanríkisráðherra Suður-Afríku segir ótímabært að banna flug frá landinu, þar sem WHO hafi ekki enn tekið afstöðu til þess. Sérfræðingar á Bretlandseyjum hafa sagt í fjölmiðlum að bóluefnin sem nú er verið að nota gegn Covid-19 muni nær örugglega reynast minna virk gegn nýja afbrigðinu en að hægt yrði að breyta þeim til að verja gegn því. Þá segja þeir ekki ástæðu til að örvænta og benda á að nú séu ný lyf að koma fram gegn sjúkdómnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hvatt menn til að stíga varlega til jarðar í ályktunum um áhrif nýja afbrigðisins og Mike Tildesley, einn ráðgjafa breskra stjórnvalda, tekur í sama streng. Of snemmt sé að spegúlera um áhrif bóluefna á nýja afbrigðið og þá sé rétt að hafa í huga að möguleg hröð dreifing í Suður-Afríku ætti ekki að koma á óvart þar sem aðeins 24 prósent þjóðarinnar væru bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Suður-Afríka Tengdar fréttir Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15 Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi voru fyrst að ríða á vaðið og banna flug frá Suður-Afríku, þar sem að minnsta kosti 77 tilfelli hafa verið staðfest. SARS-CoV-2 er kórónuveiran sem veldur Covid-19 en menn óttast að nýja afbrigðið, B.1.1.529, sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Hlutabréfamarkaðir og olíuverð hafa lækkað í morgun í kjölfar fregna af hinu nýja, mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2. Lækkunin nam 3,3 prósentum í Lundúnum og 2,5 prósentum í Tókýó. Enn sem komið er hefur afbrigðið aðeins verið greint í Suður-Afríku, Botswana, Ísrael og Hong Kong. Þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku og sá sem greindist í Ísrael var að koma frá Malawi. Tvö önnur möguleg tilvik eru til skoðunar í Ísrael en umræddir einstaklingar þar í landi eru allir bólusettir. Nýja afbrigðið hefur fjölmargar breytingar á svokölluðu bindiprótíni og er sagt afar ólíkt því afbrigði sem fyrst greindist í Wuhan.epa/Nic Bothma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til fundar í dag til að leggja mat á þau gögn sem liggja fyrir um B.1.1.529 og ákvarða hvort það verður flokkað sem afbrigði til að fylgjast með eða afbrigði til að hafa áhyggjur af. Japan, Indland og Ítalía hyggjst grípa til sérstakra aðgerða á landamærum sínum vegna afbrigðisins en utanríkisráðherra Suður-Afríku segir ótímabært að banna flug frá landinu, þar sem WHO hafi ekki enn tekið afstöðu til þess. Sérfræðingar á Bretlandseyjum hafa sagt í fjölmiðlum að bóluefnin sem nú er verið að nota gegn Covid-19 muni nær örugglega reynast minna virk gegn nýja afbrigðinu en að hægt yrði að breyta þeim til að verja gegn því. Þá segja þeir ekki ástæðu til að örvænta og benda á að nú séu ný lyf að koma fram gegn sjúkdómnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hvatt menn til að stíga varlega til jarðar í ályktunum um áhrif nýja afbrigðisins og Mike Tildesley, einn ráðgjafa breskra stjórnvalda, tekur í sama streng. Of snemmt sé að spegúlera um áhrif bóluefna á nýja afbrigðið og þá sé rétt að hafa í huga að möguleg hröð dreifing í Suður-Afríku ætti ekki að koma á óvart þar sem aðeins 24 prósent þjóðarinnar væru bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Suður-Afríka Tengdar fréttir Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15 Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Sjá meira
Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58
Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15
Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59