Seldist upp á 90 mínútum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 18:31 SIGN OG X977 standa fyrir tónleikum í Iðnó. Aðsent Hljómsveitin Sign fagnar tuttugu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Vindar og Breytingar, í Iðnó þann 27. nóvember í samstarfi við X977. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi plata kom út en sveitin gaf út fimm plötur allt í allt og urðu að einu af stærri nöfnum íslenskrar rokktónlistar. Ragnar Sólberg söngvari sveitarinnar átti svo seinna eftir að ganga til liðs við sænsku hljómsveitina Pain Of Salvation og gerði þar gott mót. Sign for á sinni tíð á tónleikaferðir með hljómsveitum eins og Skid Row, Wednesday 13 og The Answer ásamt því að spila á hátíðum um allan heim, og þar má nefna Download hátíðina árið 2008. Það er vert að nefna aldur hljómsveitarmeðlima þegar platan kemur út en Ragnar sjálfur var fimmtán ára þegar að Vindar og Breytingar kemur út. Það er með miklum auðveldum hægt að segja að Sign hafi verið fyrsta íslenska „emo“ bandið sem að sprakk en þessi kynslóð fólks þekkir Sign eins og gamlan vin og því er mjög auðvelt að búast við mikið af vatnsheldum maskara sem og eyeliner í Iðnó þann 27. nóvember. „Okkur finnst alveg æðislegt að halda uppá fyrstu plötuna okkar og mér þykir mjög vænt um að sjá hvað hún á stað í mörgum hjörtum,“ segir Ragnar Sólberg, söngvari sveitarinnar. „Settir voru 270 miðar í sölu þann fyrsta nóvember á slaginu 12:00 en 90 mínútum síðar voru þeir allir seldir og því má segja að þessir miðar hafi selst töluvert betur en heitar lummur.“ Þegar hann var spurður um miðasöluna og þann örstutta tíma sem hún stóð svaraði hann; „Við vorum búnir að ákveða fyrir fram að hafa bara eina tónleika og setja allt okkar púður í þá, það var svo mjög skemmtilegt hvað það seldist upp á stuttum tíma og erum við alveg ótrúlega þakklátir fyrir það. Við þurfum kannski stærri stað fyrir næsta afmæli.“ Tónlist X977 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi plata kom út en sveitin gaf út fimm plötur allt í allt og urðu að einu af stærri nöfnum íslenskrar rokktónlistar. Ragnar Sólberg söngvari sveitarinnar átti svo seinna eftir að ganga til liðs við sænsku hljómsveitina Pain Of Salvation og gerði þar gott mót. Sign for á sinni tíð á tónleikaferðir með hljómsveitum eins og Skid Row, Wednesday 13 og The Answer ásamt því að spila á hátíðum um allan heim, og þar má nefna Download hátíðina árið 2008. Það er vert að nefna aldur hljómsveitarmeðlima þegar platan kemur út en Ragnar sjálfur var fimmtán ára þegar að Vindar og Breytingar kemur út. Það er með miklum auðveldum hægt að segja að Sign hafi verið fyrsta íslenska „emo“ bandið sem að sprakk en þessi kynslóð fólks þekkir Sign eins og gamlan vin og því er mjög auðvelt að búast við mikið af vatnsheldum maskara sem og eyeliner í Iðnó þann 27. nóvember. „Okkur finnst alveg æðislegt að halda uppá fyrstu plötuna okkar og mér þykir mjög vænt um að sjá hvað hún á stað í mörgum hjörtum,“ segir Ragnar Sólberg, söngvari sveitarinnar. „Settir voru 270 miðar í sölu þann fyrsta nóvember á slaginu 12:00 en 90 mínútum síðar voru þeir allir seldir og því má segja að þessir miðar hafi selst töluvert betur en heitar lummur.“ Þegar hann var spurður um miðasöluna og þann örstutta tíma sem hún stóð svaraði hann; „Við vorum búnir að ákveða fyrir fram að hafa bara eina tónleika og setja allt okkar púður í þá, það var svo mjög skemmtilegt hvað það seldist upp á stuttum tíma og erum við alveg ótrúlega þakklátir fyrir það. Við þurfum kannski stærri stað fyrir næsta afmæli.“
Tónlist X977 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira