Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2021 23:30 Mynd frá Nasa sem sýnir Alþjóðageimstöðina. NASA via AP Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt nýlega vopnatilraun Rússa í geimnum sem varð þess valdandi að geimruslahaugur varð til, ef svo má að orði komast. Rússar eru sakaðir um að hafa sprengt gervitungl í tætlur með flugskeyti. Geimruslið er sagt ógna Alþjóðlegu geimstöðinni. CNN greindi fyrst frá og hafði eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Í frétt CNN sagði einnig að stjórnstöð geimmála í Bandaríkjunum hafi staðfest að sjaldgæfur og mögulega hættulegur „ruslskapandi viðburður“ hafi átt sér stað, án þess að farið hafi verið út í smáatriði. Skömmu síðar gaf bandaríska utanríkisráðuneytið út yfirlýsingu þar sem vopnatilraunin var fordæmd og sögð ógna Alþjóðageimstöðinni og annarri starfsemi í geimnum. Var tilraunin sögð hættuleg og óábyrg. Ítarlega var fjallað um geimrusl og þá hættu sem því fylgir, á Vísi fyrr á árinu. Talið er að Rússar hafi skotið flugskeyti frá jörðu niðri í átt að gervitungli á braut um jörðu, með þeim afleiðingum að það splundraðist í tætlur, í minnst 1.500 stykki og líklega mun fleiri. Við það skapaðist svokallað geimrusl sem getur verið hættulegt rekist manngerðir hlutir á braut um jörðu á ruslið á ferð. Þannig segir CNN einnig frá því að geimfarar í Alþjóðageimstöðinni hafi í dag þurft að klæða sig í geimbúninga sína í flýti, svo þeir gætu rýmt geimstöðina ef ske kynni að hún yrði fyrir geimrusli. Hér má sjá stutt myndband frá ESA þar sem geimrusl er útskýrt á myndrænan hátt. Bandaríkin Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. 9. maí 2021 08:25 Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. 6. maí 2021 22:00 Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. apríl 2019 09:15 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Erlent Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Innlent Fleiri fréttir Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Sjá meira
CNN greindi fyrst frá og hafði eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Í frétt CNN sagði einnig að stjórnstöð geimmála í Bandaríkjunum hafi staðfest að sjaldgæfur og mögulega hættulegur „ruslskapandi viðburður“ hafi átt sér stað, án þess að farið hafi verið út í smáatriði. Skömmu síðar gaf bandaríska utanríkisráðuneytið út yfirlýsingu þar sem vopnatilraunin var fordæmd og sögð ógna Alþjóðageimstöðinni og annarri starfsemi í geimnum. Var tilraunin sögð hættuleg og óábyrg. Ítarlega var fjallað um geimrusl og þá hættu sem því fylgir, á Vísi fyrr á árinu. Talið er að Rússar hafi skotið flugskeyti frá jörðu niðri í átt að gervitungli á braut um jörðu, með þeim afleiðingum að það splundraðist í tætlur, í minnst 1.500 stykki og líklega mun fleiri. Við það skapaðist svokallað geimrusl sem getur verið hættulegt rekist manngerðir hlutir á braut um jörðu á ruslið á ferð. Þannig segir CNN einnig frá því að geimfarar í Alþjóðageimstöðinni hafi í dag þurft að klæða sig í geimbúninga sína í flýti, svo þeir gætu rýmt geimstöðina ef ske kynni að hún yrði fyrir geimrusli. Hér má sjá stutt myndband frá ESA þar sem geimrusl er útskýrt á myndrænan hátt.
Bandaríkin Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. 9. maí 2021 08:25 Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. 6. maí 2021 22:00 Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. apríl 2019 09:15 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu Erlent Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Innlent Fleiri fréttir Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Sjá meira
Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47
Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. 9. maí 2021 08:25
Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. 6. maí 2021 22:00
Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. apríl 2019 09:15