Tryggingagjaldið er barn síns tíma! Bergvin Eyþórsson skrifar 15. nóvember 2021 10:01 Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði. Við getum öll verið sammála um að þessa þætti verður að tryggja örugga fjármögnun því að í siðuðu samélagi er samstaða um að styðja verði við fólk sem fellur út af vinnumarkaði, hvort sem það er vegna heilsuleysis, fæðingar barns eða atvinnuleysis. Tilgangur atvinnulífsins fyrir þjóðfélagið Lífskjör okkar byggjast á framleiðslu og verðmætasköpun og hlutverk atvinnulífsins er að tryggja öllum landsmönnum mannsæmandi kjör og ekki bara sumum, heldur öllum. Eflaust hefur það verið þess vegna sem tryggingagjaldið var lagt á fyrirtækin sem skattstofn byggður á launagreiðslum, enda þurftu öll fyrirtæki mannafl til að geta þrifist og dafnað. Afleiðingar tækniþróunar undanfarinna ára Með aukinni tæknivæðingu hafa störf verið að breytast og sjálfvirknivæðing tekið við mörgum verkþáttum sem mannshöndin hefur unnið. Þessi þróun er í fullum gangi. Fjársterkir aðilar í atvinnurekstri kaupa dýran búnaði til að leysa mannaflið af og ná oft fram mikilli hagræðingu í rekstri með því, meðan minni fyrirtæki hafa ekki burði til þess og byggja rekstur sinn áfram fyrst og fremst á mannafli. Afleiðingin er sú að fjársterkari fyrirtækin „kaupa sér leið“ fram hjá mannaflaþörf og um leið undan greiðslu fulls tryggingagjalds. Eru þessar byrðar lagðar á réttar herðar? Á vef skattsins stendur að tryggingagjald teljist til launatengdra gjalda. Það veldur því að vegna kostnaðar verður letjandi fyrir atvinnurekendur að vera með margt fólk í vinnu. En hvers vegna er tryggingagjaldið lagt á launatengd gjöld? Eflaust hefur, þegar ákveðið var að hafa það þannig, verið litið svo á að um réttláta skiptingu skattbyrði væri að ræða. En það er það svo sannarlega ekki lengur. Lagfærum skekkjuna Eins og fram hefur komið greiða stóru fyrirtækin í raun lægri skatt vegna fjárhagslegs styrkleika síns og sjálfvirknivæðingar og byrðunum er þannig velt á minni fyrirtækin sem þurfa á mannafli að halda og mega ekki við auknum álögum. Ef við leggjum tryggingagjaldið niður í núverandi mynd breytist staða fyrirtækja þannig að launakostnaður verður raun-launakostnaður í stað þess að vera launakostnaður auk skatts eins og það er í dag. Við verðum að létta álögum á minni fyrirtækin. Tryggingagjaldið þarf að leggja niður í núverandi mynd og fjármagna þá þætti sem tryggingagjaldið stendur undir með annars konar skattheimtu, sem á að vera og verður að vera þannig að þannig að þeir sem hafa til þess mesta fjárhagslega burði greiði skattinn. Gerum skattheimtuna réttlátari! Leggjum tryggingagjaldið niður! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði. Við getum öll verið sammála um að þessa þætti verður að tryggja örugga fjármögnun því að í siðuðu samélagi er samstaða um að styðja verði við fólk sem fellur út af vinnumarkaði, hvort sem það er vegna heilsuleysis, fæðingar barns eða atvinnuleysis. Tilgangur atvinnulífsins fyrir þjóðfélagið Lífskjör okkar byggjast á framleiðslu og verðmætasköpun og hlutverk atvinnulífsins er að tryggja öllum landsmönnum mannsæmandi kjör og ekki bara sumum, heldur öllum. Eflaust hefur það verið þess vegna sem tryggingagjaldið var lagt á fyrirtækin sem skattstofn byggður á launagreiðslum, enda þurftu öll fyrirtæki mannafl til að geta þrifist og dafnað. Afleiðingar tækniþróunar undanfarinna ára Með aukinni tæknivæðingu hafa störf verið að breytast og sjálfvirknivæðing tekið við mörgum verkþáttum sem mannshöndin hefur unnið. Þessi þróun er í fullum gangi. Fjársterkir aðilar í atvinnurekstri kaupa dýran búnaði til að leysa mannaflið af og ná oft fram mikilli hagræðingu í rekstri með því, meðan minni fyrirtæki hafa ekki burði til þess og byggja rekstur sinn áfram fyrst og fremst á mannafli. Afleiðingin er sú að fjársterkari fyrirtækin „kaupa sér leið“ fram hjá mannaflaþörf og um leið undan greiðslu fulls tryggingagjalds. Eru þessar byrðar lagðar á réttar herðar? Á vef skattsins stendur að tryggingagjald teljist til launatengdra gjalda. Það veldur því að vegna kostnaðar verður letjandi fyrir atvinnurekendur að vera með margt fólk í vinnu. En hvers vegna er tryggingagjaldið lagt á launatengd gjöld? Eflaust hefur, þegar ákveðið var að hafa það þannig, verið litið svo á að um réttláta skiptingu skattbyrði væri að ræða. En það er það svo sannarlega ekki lengur. Lagfærum skekkjuna Eins og fram hefur komið greiða stóru fyrirtækin í raun lægri skatt vegna fjárhagslegs styrkleika síns og sjálfvirknivæðingar og byrðunum er þannig velt á minni fyrirtækin sem þurfa á mannafli að halda og mega ekki við auknum álögum. Ef við leggjum tryggingagjaldið niður í núverandi mynd breytist staða fyrirtækja þannig að launakostnaður verður raun-launakostnaður í stað þess að vera launakostnaður auk skatts eins og það er í dag. Við verðum að létta álögum á minni fyrirtækin. Tryggingagjaldið þarf að leggja niður í núverandi mynd og fjármagna þá þætti sem tryggingagjaldið stendur undir með annars konar skattheimtu, sem á að vera og verður að vera þannig að þannig að þeir sem hafa til þess mesta fjárhagslega burði greiði skattinn. Gerum skattheimtuna réttlátari! Leggjum tryggingagjaldið niður! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun