Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í næstu viku Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. nóvember 2021 07:00 Skilti sem varar við eftirlitinu. Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á hádegi á þriðjudag samkvæmt frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem meðalhraði á milli tveggja punkta er mældur á sjálfvirkan hátt. Samkvæmt því sem fram kemur á vef vegagerðarinnar hafa rannsóknir sýnt að sjálfvirkt hraðaeftirlit virkar vel til að halda niðri umferðarhraða og fækka slysum. Meðalhraðaeftirlit er enn áhrifaríkara samkvæmt Vegagerðinni. Til stendur að fjölga meðalhraðaköflum á næstu misserum. Eftirlitið mun hefjast á Grindavíkurvegi á milli Bláalónsvegar og Grindavíkur annars vegar og í Norðfjarðargöngum hins vegar. Undirbúningur hefur verið í gangi síðan árið 2017. Vegagerðin mun bera ábyrgð á tæknilegri framkvæmd eftirlitsins. Ríkislögreglustjóri er ábyrgur fyrir úrvinnslu og innheimtu sekta sem kerfið mun leiða af sér. Meðalhraðamyndavél á Grindavíkurvegi. Hvernig virkar eftirlitið „Sjálfvirkt punkthraðaeftirlit virkar þannig að hraði ökutækja er mældur á ákveðnum stað á vegi og mynd tekin af þeim ökutækjum sem ekið er hraðar en leyfilegt er. Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit byggir hins vegar á því að meðalhraði ökutækis sem fer tiltekna vegalengd er reiknaður út með því að deila í vegalengd með tíma. Þá vinna tvær myndavélar saman fyrir hvora akstursstefnu, þar sem önnur er staðsett í byrjun kaflans en hin í enda kaflans. Teknar eru myndir af öllum ökutækjum og búnaðurinn greinir hversu lengi ökumaður var að aka á milli myndavélanna og reiknar þannig út meðalhraða ökutækisins á kaflanum. Ef útreiknaður hraði er meiri en leyfilegt er telst viðkomandi ökumaður brotlegur og eftir það sér lögregla um frekari úrvinnslu og sektarboð. Öll gögn eru dulkóðuð og myndir af þeim sem ekki eru brotlegir eyðast sjálfkrafa í myndavélunum. Eftirlitskaflarnir hafa verið merktir með skiltum sem gefa eftirlitið til kynna,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Þá segir enn frekar á vef Vegagerðarinnar frá skýrslu Transportøkonomisk institutt í Noregi frá 2014 þar sem slysum sem leiddu af sér meiðsli á fólki fækkaði um 12-22% og alvarlegum slysum og dauðsföllum fækkaði um 49-54% á köflum þar sem meðalhraðaeftirlit hafði verið sett upp. Samgöngur Lögreglan Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent
Samkvæmt því sem fram kemur á vef vegagerðarinnar hafa rannsóknir sýnt að sjálfvirkt hraðaeftirlit virkar vel til að halda niðri umferðarhraða og fækka slysum. Meðalhraðaeftirlit er enn áhrifaríkara samkvæmt Vegagerðinni. Til stendur að fjölga meðalhraðaköflum á næstu misserum. Eftirlitið mun hefjast á Grindavíkurvegi á milli Bláalónsvegar og Grindavíkur annars vegar og í Norðfjarðargöngum hins vegar. Undirbúningur hefur verið í gangi síðan árið 2017. Vegagerðin mun bera ábyrgð á tæknilegri framkvæmd eftirlitsins. Ríkislögreglustjóri er ábyrgur fyrir úrvinnslu og innheimtu sekta sem kerfið mun leiða af sér. Meðalhraðamyndavél á Grindavíkurvegi. Hvernig virkar eftirlitið „Sjálfvirkt punkthraðaeftirlit virkar þannig að hraði ökutækja er mældur á ákveðnum stað á vegi og mynd tekin af þeim ökutækjum sem ekið er hraðar en leyfilegt er. Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit byggir hins vegar á því að meðalhraði ökutækis sem fer tiltekna vegalengd er reiknaður út með því að deila í vegalengd með tíma. Þá vinna tvær myndavélar saman fyrir hvora akstursstefnu, þar sem önnur er staðsett í byrjun kaflans en hin í enda kaflans. Teknar eru myndir af öllum ökutækjum og búnaðurinn greinir hversu lengi ökumaður var að aka á milli myndavélanna og reiknar þannig út meðalhraða ökutækisins á kaflanum. Ef útreiknaður hraði er meiri en leyfilegt er telst viðkomandi ökumaður brotlegur og eftir það sér lögregla um frekari úrvinnslu og sektarboð. Öll gögn eru dulkóðuð og myndir af þeim sem ekki eru brotlegir eyðast sjálfkrafa í myndavélunum. Eftirlitskaflarnir hafa verið merktir með skiltum sem gefa eftirlitið til kynna,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Þá segir enn frekar á vef Vegagerðarinnar frá skýrslu Transportøkonomisk institutt í Noregi frá 2014 þar sem slysum sem leiddu af sér meiðsli á fólki fækkaði um 12-22% og alvarlegum slysum og dauðsföllum fækkaði um 49-54% á köflum þar sem meðalhraðaeftirlit hafði verið sett upp.
Samgöngur Lögreglan Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent