Íslendingar eignast stórmeistara í bridge Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2021 22:29 Hjördís hefur farið um heim allan og keppt í Bridge. Þarna er hún stödd á Bali á heimsmeistaramótinu 2013. Hún náði nýverið stórmeistaratitli í íþróttinni, fyrst Íslendinga. World Bridge Federation Hjördís Eyþórsdóttir, sem hefur verið atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum síðastliðin 28 ár, náði stórmeistaratitli kvenna i síðustu viku (Women World Grand Master). Þetta var tilkynnt af World Bridge Federation í Sviss. Hjördís er fyrsti Íslendingurinn til að ná stórmeistaratitli í bridge. Aðeins 75 konur bera þennan eftirsótta titil, þó þátttaka kvenna í bridge sé mjög mikil. Í karlaflokki eru 93 stórmeistarar. „Þetta er árangur sem mjög fáir ná að verða stórmeistari. Þannig að ég er í skýjunum með þetta. Fyrsti Íslendingurinn,“ segir Hjördís í stuttu samtali við Vísi. Hélt hún yrði í USA í eitt ár en síðan eru liðnir þrír áratugir Hún segir það góða spurningu, hvernig það kom til að hún varð atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum. „Bridge-spilari nokkur hringdi í mig og bað mig í ársbyrjun 1994 að koma til Bandaríkjanna að spila. Ég hélt ég yrði í ár og kæmi svo aftur til Íslands. En síðan eru liðin þrjátíu ár.“ Annars fer Hjördís yfir ferilinn og spilamennskuna í podcastþætti sem helgaður er bridge og nálgast má hér neðar. Þó áhugi Íslendinga á bridge hafi dalað nokkuð síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar í spilinu fyrir um þrjátíu árum síðar. En milljónir karla og kvenna spila keppnisbridge reglubundið út um alla veröld. Til samanburðar má nefna að það eru nær 1800 stórmeistarar í skák. Það er gríðarlega erfitt að ná þessum titli, því aðeins heimsmeistaramót (undan- og aðalkeppnir) telja til stiga í þeim ferli. Aldrei betri Hjördís náði síðasta áfanganum að titlinum með því að vinna sér sæti í bandaríska kvennalandsliðinu í síðasta mánuði. Reyndar vann hún einnig það einstaka afrek að vinna líka sæti í landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki (þar sem hvert par stendur saman af konu og karli). Hjördís verður í sex manna landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki á heimsmeistaramótinu á Ítalíu í mars-apríl á næsta ári. Hjördís varð heimsmeistari kvenna á Bali í Indónesíu árið 2013. Hún hefur unnið 14 Norður Ameríku titla. Það er eftirtektarvert við þennan mikla árangur, að næstum allir titlarnir hafa verið unnir með viðskiptavini, sem eru yfirleitt ekki mjög sterkir í spilinu, en borga laun atvinnumannsins. Sveitin, sem fer til Ítalíu í vor er með tvo áhugamenn sem borga sérstaklega fyrir að fá að spila. Bridge er ólíkt skákinni í því að spilararnir styrkjast með hækkandi aldri; og eftir því sem Vísir kemst næst hefur Hjördís aldrei haft betri tök á þessu mjög flókna spili en einmitt núna. Bridge Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira
Þetta var tilkynnt af World Bridge Federation í Sviss. Hjördís er fyrsti Íslendingurinn til að ná stórmeistaratitli í bridge. Aðeins 75 konur bera þennan eftirsótta titil, þó þátttaka kvenna í bridge sé mjög mikil. Í karlaflokki eru 93 stórmeistarar. „Þetta er árangur sem mjög fáir ná að verða stórmeistari. Þannig að ég er í skýjunum með þetta. Fyrsti Íslendingurinn,“ segir Hjördís í stuttu samtali við Vísi. Hélt hún yrði í USA í eitt ár en síðan eru liðnir þrír áratugir Hún segir það góða spurningu, hvernig það kom til að hún varð atvinnumaður í bridge í Bandaríkjunum. „Bridge-spilari nokkur hringdi í mig og bað mig í ársbyrjun 1994 að koma til Bandaríkjanna að spila. Ég hélt ég yrði í ár og kæmi svo aftur til Íslands. En síðan eru liðin þrjátíu ár.“ Annars fer Hjördís yfir ferilinn og spilamennskuna í podcastþætti sem helgaður er bridge og nálgast má hér neðar. Þó áhugi Íslendinga á bridge hafi dalað nokkuð síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar í spilinu fyrir um þrjátíu árum síðar. En milljónir karla og kvenna spila keppnisbridge reglubundið út um alla veröld. Til samanburðar má nefna að það eru nær 1800 stórmeistarar í skák. Það er gríðarlega erfitt að ná þessum titli, því aðeins heimsmeistaramót (undan- og aðalkeppnir) telja til stiga í þeim ferli. Aldrei betri Hjördís náði síðasta áfanganum að titlinum með því að vinna sér sæti í bandaríska kvennalandsliðinu í síðasta mánuði. Reyndar vann hún einnig það einstaka afrek að vinna líka sæti í landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki (þar sem hvert par stendur saman af konu og karli). Hjördís verður í sex manna landsliði Bandaríkjanna í blönduðum flokki á heimsmeistaramótinu á Ítalíu í mars-apríl á næsta ári. Hjördís varð heimsmeistari kvenna á Bali í Indónesíu árið 2013. Hún hefur unnið 14 Norður Ameríku titla. Það er eftirtektarvert við þennan mikla árangur, að næstum allir titlarnir hafa verið unnir með viðskiptavini, sem eru yfirleitt ekki mjög sterkir í spilinu, en borga laun atvinnumannsins. Sveitin, sem fer til Ítalíu í vor er með tvo áhugamenn sem borga sérstaklega fyrir að fá að spila. Bridge er ólíkt skákinni í því að spilararnir styrkjast með hækkandi aldri; og eftir því sem Vísir kemst næst hefur Hjördís aldrei haft betri tök á þessu mjög flókna spili en einmitt núna.
Bridge Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira