Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2021 13:51 Davíð Helgason, einn stofnenda Unity Technology, og Peter Jackson, einn stofnenda Weta. Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. Unity Technologies var stofnað af Davíð Helgasyni, Joachim Ante og Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð situr nú í stjórn Unity. Sjá einnig: Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins 275 starfsmenn Weta munu færa sig yfir til Unity auk fjölmargra hugbúnaðartóla fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu frá Unity og Weta. Þeir starfsmenn Weta Digital sem vinna við gerð tæknibrellna fyrir kvikmyndir munu starfa hjá Weta VFX, nýju fyrirtæki sem Jakcson mun áfram eiga meirihluta í. Verðmiði kaupanna er 1,6 milljarðar dala sem samsvarar meira en tvö hundruð milljörðum króna, lauslega reiknað. Greitt verður fyrir kaupin með peningum og hlutafé. Búist er við því að samningar náist fyrir árslok. Haft er eftir Peter Jackson í tilkynningunni að forrit og tól Weta Digital hafi gefið fólki tækifæri á að gefa heimum og skepnum sem lifi í ímyndunarafli fólks líf. Saman muni Unity og Weta gera miklar og jákvæðar breytingar á starfsumhverfi listamanna í öllum geirum. Tæknimiðillinn The Verge segir kaupsamninginn til marks um vilja forsvarsmanna Unity til að keppa við Epic Games, sem framleiðir Unreal-grafíkvélina. Sú vél nýtur mikilla vinsælda og er notuð víða um heim. Meðal annars við tökur Mandalorian þáttanna. Tækni Bíó og sjónvarp Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Unity Technologies var stofnað af Davíð Helgasyni, Joachim Ante og Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð situr nú í stjórn Unity. Sjá einnig: Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins 275 starfsmenn Weta munu færa sig yfir til Unity auk fjölmargra hugbúnaðartóla fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu frá Unity og Weta. Þeir starfsmenn Weta Digital sem vinna við gerð tæknibrellna fyrir kvikmyndir munu starfa hjá Weta VFX, nýju fyrirtæki sem Jakcson mun áfram eiga meirihluta í. Verðmiði kaupanna er 1,6 milljarðar dala sem samsvarar meira en tvö hundruð milljörðum króna, lauslega reiknað. Greitt verður fyrir kaupin með peningum og hlutafé. Búist er við því að samningar náist fyrir árslok. Haft er eftir Peter Jackson í tilkynningunni að forrit og tól Weta Digital hafi gefið fólki tækifæri á að gefa heimum og skepnum sem lifi í ímyndunarafli fólks líf. Saman muni Unity og Weta gera miklar og jákvæðar breytingar á starfsumhverfi listamanna í öllum geirum. Tæknimiðillinn The Verge segir kaupsamninginn til marks um vilja forsvarsmanna Unity til að keppa við Epic Games, sem framleiðir Unreal-grafíkvélina. Sú vél nýtur mikilla vinsælda og er notuð víða um heim. Meðal annars við tökur Mandalorian þáttanna.
Tækni Bíó og sjónvarp Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira