Lyon tryggði sér sigur í A-riðli | Napoli sigraði toppslaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2021 20:04 Lyon tryggði sér í kvöld sigur í A-riðli Evrópudeildarinnar. Marcio Machado/Eurasia Sport Images/Getty Images Af þeim 16 leikjum sem fara fram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld er nú átta þeirra lokið. Lyon tryggði sér sigur í A-riðli með 3-0 sigri gegn Sparta Prague og Napoli vann 4-1 útisigur gegn Legia Varsjá í toppslag C-riðils svo eitthvað sé nefnt. Það tók Lyon rétt rúman klukkutíma að brjóta ísinn er liðið tók á móti Sparta Prague. Á 61. mínútu kom Islam Slimani heimamönnum í 1-0, og tveimur mínútum síðar var hann búinn að tvöfalda forystuna. Það var svo varamaðurinn Karl Toko Ekambi sem tryggði heimamönnum öruggan 3-0 sigur með marki í uppbótartíma. Lyon er nú með 12 stig í efsta sæti A-riðils, átta stigum meira en næstu lið þegar tvær umferðir eru eftir, og eru því öruggir með sigur í riðlinum. 👌 𝐏𝐄𝐑𝐅𝐄𝐂𝐓!🦁Great performance sees us maintain our perfect @EuropaLeague league start and confirm first place!#OLSPA 3-0 pic.twitter.com/70vnxoXipt— Olympique Lyonnais 🇬🇧🇺🇸 (@OL_English) November 4, 2021 Mahir Emreli kom heimamönnum í Legia Varsjá í forystu strax á tíundu mínútu er liðið tók á móti Napoli í C-riðli, og staðan var 1-0 í hálfleik. Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir gestina af vítapunktinum á 51. mínútu, áður en Dries Mertens kom Napoli í 2-1 á 75. mínútu. Hirving Lozano breytti stöðunni í 3-1 fjórum mínútum síðar, og Adam Ounas gulltryggði 4-1 sigur gestanna á lokamínútu leiksins. Napoli lyftir sér í efsta sæti riðilsins með sigrinum. Liði hefur nú sjö stig, einu stigi meira en Legia frá Varsjá. ⏱ 90+5 | FULL TIME! 💪#LegiaNapoli 1-4#UEL 💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/HgcOyVE7WB— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) November 4, 2021 Úrslit kvöldsins A-riðill Bröndby 1-1 Rangers Lyon 3-0 Sparta Prague B-riðill Monaco 0-0 PSV Eindhoven Real Sociedad 1-1 Sturm Graz C-riðill Legia Varsjá 1-4 Napoli D-riðill Olympiacos 1-2 Eintracht Frankfurt E-riðill Galatasaray 1-1 Lokomotiv Moscow H-riðill Genk 2-2 West Ham Evrópudeild UEFA Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira
Það tók Lyon rétt rúman klukkutíma að brjóta ísinn er liðið tók á móti Sparta Prague. Á 61. mínútu kom Islam Slimani heimamönnum í 1-0, og tveimur mínútum síðar var hann búinn að tvöfalda forystuna. Það var svo varamaðurinn Karl Toko Ekambi sem tryggði heimamönnum öruggan 3-0 sigur með marki í uppbótartíma. Lyon er nú með 12 stig í efsta sæti A-riðils, átta stigum meira en næstu lið þegar tvær umferðir eru eftir, og eru því öruggir með sigur í riðlinum. 👌 𝐏𝐄𝐑𝐅𝐄𝐂𝐓!🦁Great performance sees us maintain our perfect @EuropaLeague league start and confirm first place!#OLSPA 3-0 pic.twitter.com/70vnxoXipt— Olympique Lyonnais 🇬🇧🇺🇸 (@OL_English) November 4, 2021 Mahir Emreli kom heimamönnum í Legia Varsjá í forystu strax á tíundu mínútu er liðið tók á móti Napoli í C-riðli, og staðan var 1-0 í hálfleik. Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir gestina af vítapunktinum á 51. mínútu, áður en Dries Mertens kom Napoli í 2-1 á 75. mínútu. Hirving Lozano breytti stöðunni í 3-1 fjórum mínútum síðar, og Adam Ounas gulltryggði 4-1 sigur gestanna á lokamínútu leiksins. Napoli lyftir sér í efsta sæti riðilsins með sigrinum. Liði hefur nú sjö stig, einu stigi meira en Legia frá Varsjá. ⏱ 90+5 | FULL TIME! 💪#LegiaNapoli 1-4#UEL 💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/HgcOyVE7WB— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) November 4, 2021 Úrslit kvöldsins A-riðill Bröndby 1-1 Rangers Lyon 3-0 Sparta Prague B-riðill Monaco 0-0 PSV Eindhoven Real Sociedad 1-1 Sturm Graz C-riðill Legia Varsjá 1-4 Napoli D-riðill Olympiacos 1-2 Eintracht Frankfurt E-riðill Galatasaray 1-1 Lokomotiv Moscow H-riðill Genk 2-2 West Ham
Úrslit kvöldsins A-riðill Bröndby 1-1 Rangers Lyon 3-0 Sparta Prague B-riðill Monaco 0-0 PSV Eindhoven Real Sociedad 1-1 Sturm Graz C-riðill Legia Varsjá 1-4 Napoli D-riðill Olympiacos 1-2 Eintracht Frankfurt E-riðill Galatasaray 1-1 Lokomotiv Moscow H-riðill Genk 2-2 West Ham
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira