Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 1. nóvember 2021 11:30 Ég fór í Borgarleikhúsið að sjá sýninguna 9 líf á dögunum og var upprifin. Í verkinu er rakin saga okkar ástsæla Bubba Morthens, þjóðareign að gefnu tilefni. Það er hvert mannsbarn hér á landi með tengingu við hann og þá sérstaklega tónlistina hans, hvort sem við erum aðdáendur eða ekki. En svo er líka önnur tenging sem stór hópur á við söguna hans Bubba, sú tenging er kannski heldur falin. Eða jafnvel týnd? Bubbi myndi nefnilega hæglega flokkast sem hluti af hinum svokölluðu týndu drengjum í skólakerfinu. Það er búið að vera að ræða um þennan hóp í mörg ár og þeir eru að mínu mati langt frá því að vera týndir fyrir vikið. Það eina sem finnst ekki er mögulega ástæðan fyrir því af hverju þeir eru flokkaðir í þennan hóp. Við eigum það nefnilega til að benda alltaf bara á það sem er að og spyrja: “Hvað er eiginlega að honum?” - en sjaldnar er rætt um “Hvað kom fyrir hann?”30% drengja geta ekki lesið sér til gagns - 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns - 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns - 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns Tónlistarmaðurinn Jónas Sig tjáði sig um þetta málefni í þættinum Okkar á milli á Rúv í febrúar 2020. Hann ræddi um skaðsemi þess að fá þennan stimpil á sig, stimpilinn að geta ekki lesið sér til gagns: „Ég var að horfa á umræðuþátt um daginn þar sem var talað um að 30% ungra drengja gætu ekki lesið til gagns. Þáttastjórnandi spurði þá hvort 30% væru á leið með að vera ónýtir þjóðfélagsþegnar,“ sagði Jónas. „Þetta var bara samþykkt viðhorf. Hugsaðu þér að þú sért ónýtur þjóðfélagsþegn því þú nærð ekki að lesa á tilteknum hraða.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók meira að segja svo sterklega til orða í kappræðum formanna fyrir kosningarnar í september sl. að “helmingur drengja er ólæs þegar þeir útskrifast úr grunnskóla”. Ekki lái ég henni það. Því oftar sem þú heyrir eitthvað því meira ferðu að trúa því og jafnvel býrð til þína útgáfu af því. Ég held að þessi lína um að stór hópur drengja sé týndur í skólakerfinu og geta ekki lesið sér til gagns sé orðin langt um skaðlegri en nokkurn tíma staðreyndin sem hún snýst um. Fyrir utan það að að það tiltekna læsi sem PISA er að mæla og þessar niðurstöður sem við fáum þaðan er bara ein gerð af læsi. Í sl viku hlustaði ég á viðtal við Hermund Sigmundsson, prófessor, í Morgunútvarpi Rásar 2. Honum er og hefur lengi verið hugleikið hverju sætir að svona stór hópur týndra drengja í skólakerfinu geta ekki lesið sér til gagns. Ástríða hans er hrein og hann hefur margt til sín máls og leggur til fjölmargar leiðir sem hann vill fara og geta verið árangursríkar. Hann virðist samt sem áður dvelja í vandanum sjálfum og viðbrögðum við honum. Hann nefnir aldrei möguleg orsök vandans. Er nausynlegt að skjóta þá? Bubbi var alinn upp á heimili þar sem alla jafna ríkti fárviðri og þegar hann var 14 ára varð hann fyrir áfalli sem kom með myrkrið og eitraði framtíðina, eins og hann segir sjálfur frá í ljóðabók sinni, Rof, sem kom út 2018. Þar með opinberaði hann að hann hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ofbeldi sem markaði og litaði allt líf Bubba. Hann passaði aldrei inn í ramma skólakerfisins og fékk aldrei tækifæri til að láta hæfileika sína, eða sína gerð af læsi, blómstra. Hann reyndi oft að segja frá því hvað það var sem gerði hann þjáðan en fékk ekki hlustun. Fyrir um það bil tveimur árum síðan fengum við fulltrúar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar kynntar tölur um hversu mörg börn búa við viðvarandi og tilkynnt heimilisofbeldi í Reykjavík. Þetta voru 378 börn þá og við vitum að heimilisofbeldi hefur aukist um ca. 20% á tímum kórónuveirufaraldurs. Ofan á þessar tölur bætast við svokallaðar skuggatölur (tilvik sem eru aldrei tilkynnt) og svo búa líka enn fleiri börn við öryggisleysi, vanrækslu og í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi. Ef þú rýnir inn í bergið - sérðu glitra tár Það þarf að mínu mati að fara að láta þessar tölur og staðreyndir um aðstæður barna ráða ferðinni þegar það kemur að því að ná upp árangri barna í læsi og skóla. Þetta helst allt í hendur. Við þurfum að byrja á því að grípa mun fyrr inn í þar sem börn búa við óásættanlegar aðstæður eða eiga í hvers konar vanda og þar með koma í veg fyrir afleiðingar. Það þarf að stytta ferla og útrýma biðlistum í kerfinu. Nú þegar erum við í Reykjavík komin af stað með verkefninu Betri borg fyrir börn - sem snýst um að færa þjónustuna nær börnunum sjálfum svo hægt sé að grípa fyrr inn í og veita einstaklingsmiðaðri þjónustu við þau sem þurfa helst á því að halda. Ég vona innilega að þessi vinna muni bera tiltækan árangur fyrir börnin okkar. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég fór í Borgarleikhúsið að sjá sýninguna 9 líf á dögunum og var upprifin. Í verkinu er rakin saga okkar ástsæla Bubba Morthens, þjóðareign að gefnu tilefni. Það er hvert mannsbarn hér á landi með tengingu við hann og þá sérstaklega tónlistina hans, hvort sem við erum aðdáendur eða ekki. En svo er líka önnur tenging sem stór hópur á við söguna hans Bubba, sú tenging er kannski heldur falin. Eða jafnvel týnd? Bubbi myndi nefnilega hæglega flokkast sem hluti af hinum svokölluðu týndu drengjum í skólakerfinu. Það er búið að vera að ræða um þennan hóp í mörg ár og þeir eru að mínu mati langt frá því að vera týndir fyrir vikið. Það eina sem finnst ekki er mögulega ástæðan fyrir því af hverju þeir eru flokkaðir í þennan hóp. Við eigum það nefnilega til að benda alltaf bara á það sem er að og spyrja: “Hvað er eiginlega að honum?” - en sjaldnar er rætt um “Hvað kom fyrir hann?”30% drengja geta ekki lesið sér til gagns - 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns - 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns - 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns Tónlistarmaðurinn Jónas Sig tjáði sig um þetta málefni í þættinum Okkar á milli á Rúv í febrúar 2020. Hann ræddi um skaðsemi þess að fá þennan stimpil á sig, stimpilinn að geta ekki lesið sér til gagns: „Ég var að horfa á umræðuþátt um daginn þar sem var talað um að 30% ungra drengja gætu ekki lesið til gagns. Þáttastjórnandi spurði þá hvort 30% væru á leið með að vera ónýtir þjóðfélagsþegnar,“ sagði Jónas. „Þetta var bara samþykkt viðhorf. Hugsaðu þér að þú sért ónýtur þjóðfélagsþegn því þú nærð ekki að lesa á tilteknum hraða.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók meira að segja svo sterklega til orða í kappræðum formanna fyrir kosningarnar í september sl. að “helmingur drengja er ólæs þegar þeir útskrifast úr grunnskóla”. Ekki lái ég henni það. Því oftar sem þú heyrir eitthvað því meira ferðu að trúa því og jafnvel býrð til þína útgáfu af því. Ég held að þessi lína um að stór hópur drengja sé týndur í skólakerfinu og geta ekki lesið sér til gagns sé orðin langt um skaðlegri en nokkurn tíma staðreyndin sem hún snýst um. Fyrir utan það að að það tiltekna læsi sem PISA er að mæla og þessar niðurstöður sem við fáum þaðan er bara ein gerð af læsi. Í sl viku hlustaði ég á viðtal við Hermund Sigmundsson, prófessor, í Morgunútvarpi Rásar 2. Honum er og hefur lengi verið hugleikið hverju sætir að svona stór hópur týndra drengja í skólakerfinu geta ekki lesið sér til gagns. Ástríða hans er hrein og hann hefur margt til sín máls og leggur til fjölmargar leiðir sem hann vill fara og geta verið árangursríkar. Hann virðist samt sem áður dvelja í vandanum sjálfum og viðbrögðum við honum. Hann nefnir aldrei möguleg orsök vandans. Er nausynlegt að skjóta þá? Bubbi var alinn upp á heimili þar sem alla jafna ríkti fárviðri og þegar hann var 14 ára varð hann fyrir áfalli sem kom með myrkrið og eitraði framtíðina, eins og hann segir sjálfur frá í ljóðabók sinni, Rof, sem kom út 2018. Þar með opinberaði hann að hann hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ofbeldi sem markaði og litaði allt líf Bubba. Hann passaði aldrei inn í ramma skólakerfisins og fékk aldrei tækifæri til að láta hæfileika sína, eða sína gerð af læsi, blómstra. Hann reyndi oft að segja frá því hvað það var sem gerði hann þjáðan en fékk ekki hlustun. Fyrir um það bil tveimur árum síðan fengum við fulltrúar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar kynntar tölur um hversu mörg börn búa við viðvarandi og tilkynnt heimilisofbeldi í Reykjavík. Þetta voru 378 börn þá og við vitum að heimilisofbeldi hefur aukist um ca. 20% á tímum kórónuveirufaraldurs. Ofan á þessar tölur bætast við svokallaðar skuggatölur (tilvik sem eru aldrei tilkynnt) og svo búa líka enn fleiri börn við öryggisleysi, vanrækslu og í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi. Ef þú rýnir inn í bergið - sérðu glitra tár Það þarf að mínu mati að fara að láta þessar tölur og staðreyndir um aðstæður barna ráða ferðinni þegar það kemur að því að ná upp árangri barna í læsi og skóla. Þetta helst allt í hendur. Við þurfum að byrja á því að grípa mun fyrr inn í þar sem börn búa við óásættanlegar aðstæður eða eiga í hvers konar vanda og þar með koma í veg fyrir afleiðingar. Það þarf að stytta ferla og útrýma biðlistum í kerfinu. Nú þegar erum við í Reykjavík komin af stað með verkefninu Betri borg fyrir börn - sem snýst um að færa þjónustuna nær börnunum sjálfum svo hægt sé að grípa fyrr inn í og veita einstaklingsmiðaðri þjónustu við þau sem þurfa helst á því að halda. Ég vona innilega að þessi vinna muni bera tiltækan árangur fyrir börnin okkar. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar