Edward Gaming tryggði sér sæti í úrslitum gegn ríkjandi heimsmeisturum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2021 23:01 Edward Gaming mætir ríkjandi heimsmeisturum DWG KIA í úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends næstkomandi laugardag. Colin Young-Wolff/Riot Games Inc. via Getty Images Edward Gamning og Gen.G áttust við í seinni undanúrslitaviðureign Heimsmeistaramótsins í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll um þessar mundir. Eftir að hafa lent 2-1 undir snéru þeir taflinu við og unnu að lokum 3-2 eftir oddaleik. Edward Gaming hafði yfirhöndina lengst af í fyrstu viðureign liðanna. Eftir tæplega hálftíma leik voru liðsmenn Gen.G þó ansi nálægt því að snúa leiknum sér í hag, en Edward Gaming stóðst áhlaupið og kom sér í 1-0 eftir 37 mínútna leik. Edward Gaming hafði einnig smávægilega forystu í upphafi annars leiks liðanna, en eftir um 15 mínútna leik snéri Gen.G taflinu sér í hag. Hægt og rólega juku þeir það forskot sem þeir höfðu náð og eftir hálftíma leik reyndu liðsmenn Edward Gaming að taka Baron. Clid gerði sér lítið fyrir og stal Baron fyrir Gen.G af Edward Gaming og í kjölfarið af því var sigurinn þeirra. 1-1@GenG tie the series! #Worlds2021 pic.twitter.com/6PDtJl00Gl— LoL Esports (@lolesports) October 31, 2021 Gen.G hélt góðri frammistöðu sinni áfram í þriðja leik og voru komnir með nokkuð afgerandi forystu eftir tuttugu mínútna leik. Edward Gaming vann sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn, og rúmum tíu mínútum síðar var lítið sem ekkert sem skildi liðin að. Það var ekki fyrr en eftir tæplega 40 mínútna leik að Gen.G náði nægilega afgerandi forskoti og staðan var því orðin 2-1, Gen.G í vil og aðeins einn sigur sem vantaði upp á til að komast í úrslit. Edward Gaming þurfti því að næstu tvo leiki til að koma sér í úrslit. Þeir mættu óhærddir til leiks í fjórða leik og náðu nokkuð góðu forskoti eftir um tíu mínútur. Þeir héldu áfram að byggja ofan á forskot sitt, og ekki leið á löngu áður en „Mid-laner“ liðsins, Scout, gjörsamlega tók yfir leikinn á Zoe. Eftir rétt rúmlega hálftíma leik var sigurinn þeirra, og því þurfti oddaleik til að knýja fram sigurvegara. QUEUE SILVER SCRAPESWE ARE GOING TO GAME 5! #Worlds2021 pic.twitter.com/KmCCU0tq89— LoL Esports (@lolesports) October 31, 2021 Í oddaleiknum tóku liðsmenn Edward Gaming forystuna snemma og litu raunar aldrei um öxl. Liðið byggði hratt og örugglega ofan á forskot sitt og eftir tuttugu mínútna leik var brekkan orðin brött fyrir Gen.G. Eftir rúmlega háltíma leik voru liðsmenn Edward Gaming búnir að taka Baron og drekasál, og þá létu þeir til skara skríða og tryggðu sér sæti í úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends. FIRST WORLDS FINAL FOR @EDG_EDWARD! pic.twitter.com/gP8DMQUM34— LoL Esports (@lolesports) October 31, 2021 Edward Gaming mætir ríkjandi heimsmeisturum DWG KIA í úrslitum næstkomandi laugardag og hægt verður að fylgjast með viðureigninni í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport frá klukkan 12:00. Rafíþróttir League of Legends Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti
Edward Gaming hafði yfirhöndina lengst af í fyrstu viðureign liðanna. Eftir tæplega hálftíma leik voru liðsmenn Gen.G þó ansi nálægt því að snúa leiknum sér í hag, en Edward Gaming stóðst áhlaupið og kom sér í 1-0 eftir 37 mínútna leik. Edward Gaming hafði einnig smávægilega forystu í upphafi annars leiks liðanna, en eftir um 15 mínútna leik snéri Gen.G taflinu sér í hag. Hægt og rólega juku þeir það forskot sem þeir höfðu náð og eftir hálftíma leik reyndu liðsmenn Edward Gaming að taka Baron. Clid gerði sér lítið fyrir og stal Baron fyrir Gen.G af Edward Gaming og í kjölfarið af því var sigurinn þeirra. 1-1@GenG tie the series! #Worlds2021 pic.twitter.com/6PDtJl00Gl— LoL Esports (@lolesports) October 31, 2021 Gen.G hélt góðri frammistöðu sinni áfram í þriðja leik og voru komnir með nokkuð afgerandi forystu eftir tuttugu mínútna leik. Edward Gaming vann sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn, og rúmum tíu mínútum síðar var lítið sem ekkert sem skildi liðin að. Það var ekki fyrr en eftir tæplega 40 mínútna leik að Gen.G náði nægilega afgerandi forskoti og staðan var því orðin 2-1, Gen.G í vil og aðeins einn sigur sem vantaði upp á til að komast í úrslit. Edward Gaming þurfti því að næstu tvo leiki til að koma sér í úrslit. Þeir mættu óhærddir til leiks í fjórða leik og náðu nokkuð góðu forskoti eftir um tíu mínútur. Þeir héldu áfram að byggja ofan á forskot sitt, og ekki leið á löngu áður en „Mid-laner“ liðsins, Scout, gjörsamlega tók yfir leikinn á Zoe. Eftir rétt rúmlega hálftíma leik var sigurinn þeirra, og því þurfti oddaleik til að knýja fram sigurvegara. QUEUE SILVER SCRAPESWE ARE GOING TO GAME 5! #Worlds2021 pic.twitter.com/KmCCU0tq89— LoL Esports (@lolesports) October 31, 2021 Í oddaleiknum tóku liðsmenn Edward Gaming forystuna snemma og litu raunar aldrei um öxl. Liðið byggði hratt og örugglega ofan á forskot sitt og eftir tuttugu mínútna leik var brekkan orðin brött fyrir Gen.G. Eftir rúmlega háltíma leik voru liðsmenn Edward Gaming búnir að taka Baron og drekasál, og þá létu þeir til skara skríða og tryggðu sér sæti í úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends. FIRST WORLDS FINAL FOR @EDG_EDWARD! pic.twitter.com/gP8DMQUM34— LoL Esports (@lolesports) October 31, 2021 Edward Gaming mætir ríkjandi heimsmeisturum DWG KIA í úrslitum næstkomandi laugardag og hægt verður að fylgjast með viðureigninni í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport frá klukkan 12:00.
Rafíþróttir League of Legends Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti