Dagur segir næstu tíu ár verða áratug Reykjavíkur Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2021 14:27 Svona mun hluti hins nýja Borgarhöfðahverfis líta út, þar sem nú er alls kyns iðnaðarhúsnæði á Ártúnshöfða. Klasi Næstu tíu ár verða áratugur Reykjavíkur í uppbyggingu íbúðarhúsnæði að sögn borgarstjóra. Nægt framboð sé af lóðum og þúsundir íbúða verði byggðar á næstu mánuðum og árum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar nokkurra aðila sem eru að þróa ný hverfi í borginni kynntu stöðu mála og framtíðaráform í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í Ráðhúsinu í morgun. „Það er mikið í pípunum í Reykjavík og við erum að fara út með metfjölda lóða núna á næstu árum og samþykkja stórar deiliskipulagsáætlanir fyrir ný hverfi. Þannig að næsti áratugur getur orðið áratugur Reykjavíkur í uppbyggingu. Með grænum áherslum inn á við þar sem við sjáum gríðarlega skemmtilega borg í þróun,“ segir Dagur. Iðnaðarhverfið á Ártúnshöfða mun á næstu örfáum árum víkja fyrir blandaðri byggð. En um átta þúsund íbúðir munu rísa þar og í Elliðaárdal sem Klasi er að skipuleggja.Klasi Á fundinum voru áætlanir um uppbyggingu í Gufunesi, á Ártúnshöfða, í Skerjafirði og á Héðinsreit kynntar sérstaklega. Þar mun mikill fjöldi íbúða rísa á næstu árum ásamt smærri verkefnum víða um borgina. „Það eru tvö þúsund og sjö hundruð þegar í byggingu. Það eru þrjú þúsund til viðbótar í samþykktu deiliskipulagi. Síðan erum við að fara út með þúsund lóðir á næsta ári auk þess að samþiggja ný hverfi. Þannig að þetta er mjög umfangsmikið magn og ég treysti mér til að fullyrða að það muni ekki standa á Reykjavík,“ segir borgarstjóri. Svona lítur íbúðabyggðin út sem Spilda er að skipuleggja í Gufunesi.Spilda Auðvitað taki tíma að skipuleggja og hanna á nýjustu byggingasvæðunum. Hlutur lánastofnana sé líka mikilvægur því verktakar, óhagnaðardrifin byggingarfélög og aðrir aðilar þurfi að fjármagna verkefnin. „En það eru allar forsendur til þess að það geti byggst mjög hratt og mikið upp í Reykjavík til að mæta þeirri eftirspurn sem er núna og á næstu árum,“ segir Dagur B. Eggertsson. Hægt er að horfa á erindi hans frá því í morgun í spilaranum hér fyrir neðan en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Klippa: Kraftmikil uppbygging íbúða í borginni - Dagur B. Eggertsson Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Tengdar fréttir Bein útsending: Uppbygging íbúða í Reykjavík Árviss kynningarfundur borgarstjóra Reykjavíkur um uppbyggingu íbúða í borginni verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur milli klukkan 9 og 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum að neðan. 29. október 2021 07:30 Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26. október 2021 22:25 Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar nokkurra aðila sem eru að þróa ný hverfi í borginni kynntu stöðu mála og framtíðaráform í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í Ráðhúsinu í morgun. „Það er mikið í pípunum í Reykjavík og við erum að fara út með metfjölda lóða núna á næstu árum og samþykkja stórar deiliskipulagsáætlanir fyrir ný hverfi. Þannig að næsti áratugur getur orðið áratugur Reykjavíkur í uppbyggingu. Með grænum áherslum inn á við þar sem við sjáum gríðarlega skemmtilega borg í þróun,“ segir Dagur. Iðnaðarhverfið á Ártúnshöfða mun á næstu örfáum árum víkja fyrir blandaðri byggð. En um átta þúsund íbúðir munu rísa þar og í Elliðaárdal sem Klasi er að skipuleggja.Klasi Á fundinum voru áætlanir um uppbyggingu í Gufunesi, á Ártúnshöfða, í Skerjafirði og á Héðinsreit kynntar sérstaklega. Þar mun mikill fjöldi íbúða rísa á næstu árum ásamt smærri verkefnum víða um borgina. „Það eru tvö þúsund og sjö hundruð þegar í byggingu. Það eru þrjú þúsund til viðbótar í samþykktu deiliskipulagi. Síðan erum við að fara út með þúsund lóðir á næsta ári auk þess að samþiggja ný hverfi. Þannig að þetta er mjög umfangsmikið magn og ég treysti mér til að fullyrða að það muni ekki standa á Reykjavík,“ segir borgarstjóri. Svona lítur íbúðabyggðin út sem Spilda er að skipuleggja í Gufunesi.Spilda Auðvitað taki tíma að skipuleggja og hanna á nýjustu byggingasvæðunum. Hlutur lánastofnana sé líka mikilvægur því verktakar, óhagnaðardrifin byggingarfélög og aðrir aðilar þurfi að fjármagna verkefnin. „En það eru allar forsendur til þess að það geti byggst mjög hratt og mikið upp í Reykjavík til að mæta þeirri eftirspurn sem er núna og á næstu árum,“ segir Dagur B. Eggertsson. Hægt er að horfa á erindi hans frá því í morgun í spilaranum hér fyrir neðan en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Klippa: Kraftmikil uppbygging íbúða í borginni - Dagur B. Eggertsson
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Tengdar fréttir Bein útsending: Uppbygging íbúða í Reykjavík Árviss kynningarfundur borgarstjóra Reykjavíkur um uppbyggingu íbúða í borginni verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur milli klukkan 9 og 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum að neðan. 29. október 2021 07:30 Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26. október 2021 22:25 Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Bein útsending: Uppbygging íbúða í Reykjavík Árviss kynningarfundur borgarstjóra Reykjavíkur um uppbyggingu íbúða í borginni verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur milli klukkan 9 og 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum að neðan. 29. október 2021 07:30
Senda Seðlabankanum tóninn og hyggjast sækja hverja einustu krónu Verkalýðshreyfingin mun ekki veita neinn afslátt í komandi kjaraviðræðum og hyggst sækja hverja einustu viðbótarkrónu sem heimilin hafa greitt í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. 26. október 2021 22:25
Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51
Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41