Dómsmál gegn Macchiarini þingfest í Svíþjóð á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 16:13 Paolo Macchiarini starfaði við Karolinska í Stokkhólmi. Vísir/EPA Mál sænska ákæruvaldsins gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini verður þingfest í héraðsdómstólnum í Solna á morgun. Macchiarini er ákærður í plastbarkamálinu svokallaða en hann er ákærður fyrir gróft ofbeldi. Til viðbótar höfðu þrír fyrrverandi yfirmenn skurðlækninga við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi verið látnir vita, við rannsókn málsins, að þeir væru grunaðir um að hafa hylmt yfir og hjálpað Macchiarini við ofbeldið. Málið gegn þeim var þó látið falla niður að ákvörðun Mikaels Björk, yfirsaskóknara, í apríl í fyrra. Verjandi Macchiarinis segir í samtali við Dagens Medicin að ljóst sé að auðveldast hafi verið fyrir saksóknara að sækja málið ekki gegn yfirmönnunum. „Það er mjög auðvelt að setja ábyrgðina á herðar læknanna eða hjúkrunarfræðinganna sem koma að aðgeðrinni sjálfri og það þykir mér mjög ámælisvert,“ segir Björn Hurtig, lögmaður Macchiarinis. Sjö af átta sjúklingum dóu í kjölfar ígræðslu Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2010 þegar Macchiarini hóf störf við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Það var á sjúkrahúsinu sem hann í fyrsta sinn í sögunni græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene ári síðar. Beyene var við nám í Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi en að meðferð hans komu tveir íslenskir læknar sem síðar vísuðu honum til meðferðar hjá Macchiarini. Á árunum 2011 til 2014 framkvæmdi Macchiarini átta plastbarkaígræðslur: þrjár við Karolinska og hinar fimm í Rússlandi. Sjö sjúklinganna dóu í kjölfarið vegna ýmissa ástæðna og var sá yngsti þriggja ára þegar hann dó. Málið hefur áður verið til rannsóknar hjá lögrelgunni í Svíþjóð en saksóknarar komust þá að þeirri niðurstöðu að fella skyldi málið gegn skurðlækninum niður. Ekki taldist hægt að sanna, þá, með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Gerðu athugasemdir við aðgerðirnar en sagðir ábyrgir Fljótlega eftir að Macchiarini fór af stað með plastbarkaígræðslurnar vöknuðu ýmsar spurningar um aðferðirnar. Margir sérfræðingar töldu að þær væru of áhættusamar og minnst einn sjúklinganna hafi ekki verið í lífshættu þegar aðgerðin var gerð á honum. Árið 2013 stöðvaði Karolinska aðgerðirnar og var starfssamningur Macchiarinis ekki endurnýjaður. Ári síðar kvörtuðu nokkrir læknar við sjúkrahúsið undan Macchiarini og héldu því fram að hann hafi ekki greint frá öllum hættum sem fælust í aðgerðinni. Þá væri grunur um að ígræðslan hafi verið prófuð á dýrum áður en farið var í að græða plastbarkana í mannfólk. Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Þá voru fleiri sagðir ábyrgir, þar á meðal læknarnir sem höfðu kvartað undan Macchiarini en þeir hafa mótmælt því harðlega, meðal annars í þriðju seríu hlaðvarpsins Dr. Death, sem fjallar um plastbarkamálið. Dæmdur fyrir gagnafals og að hafa misnotað aðstöðu sína Macchiarini var árið 2019 dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu og var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Hann var sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn þegar hann framkvæmdi barkaagerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var hann sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þegar hann starfaði í Flórens. Svíþjóð Plastbarkamálið Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Til viðbótar höfðu þrír fyrrverandi yfirmenn skurðlækninga við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi verið látnir vita, við rannsókn málsins, að þeir væru grunaðir um að hafa hylmt yfir og hjálpað Macchiarini við ofbeldið. Málið gegn þeim var þó látið falla niður að ákvörðun Mikaels Björk, yfirsaskóknara, í apríl í fyrra. Verjandi Macchiarinis segir í samtali við Dagens Medicin að ljóst sé að auðveldast hafi verið fyrir saksóknara að sækja málið ekki gegn yfirmönnunum. „Það er mjög auðvelt að setja ábyrgðina á herðar læknanna eða hjúkrunarfræðinganna sem koma að aðgeðrinni sjálfri og það þykir mér mjög ámælisvert,“ segir Björn Hurtig, lögmaður Macchiarinis. Sjö af átta sjúklingum dóu í kjölfar ígræðslu Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2010 þegar Macchiarini hóf störf við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Það var á sjúkrahúsinu sem hann í fyrsta sinn í sögunni græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene ári síðar. Beyene var við nám í Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi en að meðferð hans komu tveir íslenskir læknar sem síðar vísuðu honum til meðferðar hjá Macchiarini. Á árunum 2011 til 2014 framkvæmdi Macchiarini átta plastbarkaígræðslur: þrjár við Karolinska og hinar fimm í Rússlandi. Sjö sjúklinganna dóu í kjölfarið vegna ýmissa ástæðna og var sá yngsti þriggja ára þegar hann dó. Málið hefur áður verið til rannsóknar hjá lögrelgunni í Svíþjóð en saksóknarar komust þá að þeirri niðurstöðu að fella skyldi málið gegn skurðlækninum niður. Ekki taldist hægt að sanna, þá, með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna. Gerðu athugasemdir við aðgerðirnar en sagðir ábyrgir Fljótlega eftir að Macchiarini fór af stað með plastbarkaígræðslurnar vöknuðu ýmsar spurningar um aðferðirnar. Margir sérfræðingar töldu að þær væru of áhættusamar og minnst einn sjúklinganna hafi ekki verið í lífshættu þegar aðgerðin var gerð á honum. Árið 2013 stöðvaði Karolinska aðgerðirnar og var starfssamningur Macchiarinis ekki endurnýjaður. Ári síðar kvörtuðu nokkrir læknar við sjúkrahúsið undan Macchiarini og héldu því fram að hann hafi ekki greint frá öllum hættum sem fælust í aðgerðinni. Þá væri grunur um að ígræðslan hafi verið prófuð á dýrum áður en farið var í að græða plastbarkana í mannfólk. Opinber siðanefnd í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Þá voru fleiri sagðir ábyrgir, þar á meðal læknarnir sem höfðu kvartað undan Macchiarini en þeir hafa mótmælt því harðlega, meðal annars í þriðju seríu hlaðvarpsins Dr. Death, sem fjallar um plastbarkamálið. Dæmdur fyrir gagnafals og að hafa misnotað aðstöðu sína Macchiarini var árið 2019 dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu og var hann meðal annars sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Hann var sakfelldur fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og falsað gögn þegar hann framkvæmdi barkaagerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var hann sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þegar hann starfaði í Flórens.
Svíþjóð Plastbarkamálið Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira