Líkti tilraunum Kínverja við geimskot Spútnik á árum áður Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2021 13:01 Mark A. Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna. EPA/Rod Lamkey Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna segir fregnir af tilraunum Kínverja með sérstakar eldflaugar vera mikið áhyggjuefni. Líkti hann tilraununum við það þegar Sovétríkin skutu gervihnettinum Spútnik á loft. Fregnir hafa borist af því að í sumar hafi Kínverjar gert tilraunir með sérstakar eldflaugar og vopnaodda sem geti borið kjarnorkuvopn. Vopnaodda sem hægt sé að skjóta á braut um jörðu og láta svo falla til jarðar á miklum hraða úr hvaða átt sem er. Þannig gætu Kínverjar komist hjá hefðbundnum eldflaugavörnum Bandaríkjanna og annarra ríkja. Gætu komist hjá eldflaugavörnum Hefðbundnar hljóðfráar eldflaugar eru smærri eldflaugar sem geta flogið á miklum hraða með jörðinni og skipt um stefnu mjög hratt. Þannig eiga þær einnig að komast hjá hefðbundnum eldflaugavörnum. Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði í viðtali sem birt var af Bloomberg í dag að yfirvöld Bandaríkjanna fylgdust náið með þessum. Þetta væri mjög líkt því þegar Spútnik var skotið á loft. Kínverskir hermenn á Tiananmen-torgi í Peking.EPA/ROMAN PILIPEY Það geimskot kom Bandaríkjamönnum á óvart og sýndi fram á að Sovétríkin stóðu Bandaríkjunum framar í tækni til geimferða. Samanburðurinn þykir sýna að tilraunir Kína hafi varpað ljósi á sambærilega stöðu þeirra gagnvart Bandaríkjunum varðandi hljóðfráar eldflaugar og vopnaodda. Yfirvöld í Kína hafa neitað þessum fregnum og segjast hafa skotið hefðbundnu geimfari á braut um jörðu og lent því aftur á jörðinni. Kína helsti andstæðingur Bandaríkjanna Í viðtalinu sagði Milley að Kínverjar væru að auka getu sýna á öllum sviðum hernaðar, á láði og legi jafnt sem í lofti og í geimnum. Sömuleiðis hefðu Kínverjar aukið getu þeirra til að gera tölvuárásir. „Ef við horfum fram á við, yfir næstu tíu, tuttugu, tuttugu og fimm ár, er engin spurning að okkar helsti andstæðingur verður Kína. Þeir hafa þróað her sem er mjög öflugur,“ sagði Milley. Hann sagði einnig að uppbygging Kínverja væri meiri en fjárútlát til varnarmála gefi til kynna. Kostnaður við hvern kínverskan hermann sé töluvert minni en hver bandarískur hermaður kosti og þar að auki sé mikill rannsóknar- og þróunarkostnaður við nútímavæðingu hers Kína borinn af ríkisfyrirtækjum sem séu ekki talin með í opinberum tölum. Milley sagði að ef nánar væri litið kæmi í ljós að munurinn milli fjárútláta Bandaríkjanna og Kína til varnarmála væri minni en margir héldu. Mikil spenna vegna Taívans Samband Bandaríkjanna og Kína hefur versnað til muna að undanförnu. Þá spennu má að miklu leyti rekja til deilna Kínverja við Taívan. Frá stórskotaliðsæfingu í Taívan.EPA/RITCHIE B. TONGO Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Í svari við fyrirspurn Reuters sögðu talsmenn utanríkisráðuneytis Kína að Taívan yrði ekki leyft að lýsa yfir sjálfstæði og eyríkið yrði hluti af Kína. Þá sögðust þeir ekki ætla að heita því að valdi yrði ekki beitt gegn Taívan. Bandaríkin Kína Taívan Tengdar fréttir Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38 Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. 12. október 2021 15:06 Segir enga geta þvingað Taívan til sameiningar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, hét því fyrr í dag, á þjóðhátíðardegi landsins, að halda áfram varnaruppbyggingu í skugga ógnar frá Kína. 10. október 2021 07:30 Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. 9. október 2021 07:55 Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans. 1. september 2021 23:01 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Fregnir hafa borist af því að í sumar hafi Kínverjar gert tilraunir með sérstakar eldflaugar og vopnaodda sem geti borið kjarnorkuvopn. Vopnaodda sem hægt sé að skjóta á braut um jörðu og láta svo falla til jarðar á miklum hraða úr hvaða átt sem er. Þannig gætu Kínverjar komist hjá hefðbundnum eldflaugavörnum Bandaríkjanna og annarra ríkja. Gætu komist hjá eldflaugavörnum Hefðbundnar hljóðfráar eldflaugar eru smærri eldflaugar sem geta flogið á miklum hraða með jörðinni og skipt um stefnu mjög hratt. Þannig eiga þær einnig að komast hjá hefðbundnum eldflaugavörnum. Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði í viðtali sem birt var af Bloomberg í dag að yfirvöld Bandaríkjanna fylgdust náið með þessum. Þetta væri mjög líkt því þegar Spútnik var skotið á loft. Kínverskir hermenn á Tiananmen-torgi í Peking.EPA/ROMAN PILIPEY Það geimskot kom Bandaríkjamönnum á óvart og sýndi fram á að Sovétríkin stóðu Bandaríkjunum framar í tækni til geimferða. Samanburðurinn þykir sýna að tilraunir Kína hafi varpað ljósi á sambærilega stöðu þeirra gagnvart Bandaríkjunum varðandi hljóðfráar eldflaugar og vopnaodda. Yfirvöld í Kína hafa neitað þessum fregnum og segjast hafa skotið hefðbundnu geimfari á braut um jörðu og lent því aftur á jörðinni. Kína helsti andstæðingur Bandaríkjanna Í viðtalinu sagði Milley að Kínverjar væru að auka getu sýna á öllum sviðum hernaðar, á láði og legi jafnt sem í lofti og í geimnum. Sömuleiðis hefðu Kínverjar aukið getu þeirra til að gera tölvuárásir. „Ef við horfum fram á við, yfir næstu tíu, tuttugu, tuttugu og fimm ár, er engin spurning að okkar helsti andstæðingur verður Kína. Þeir hafa þróað her sem er mjög öflugur,“ sagði Milley. Hann sagði einnig að uppbygging Kínverja væri meiri en fjárútlát til varnarmála gefi til kynna. Kostnaður við hvern kínverskan hermann sé töluvert minni en hver bandarískur hermaður kosti og þar að auki sé mikill rannsóknar- og þróunarkostnaður við nútímavæðingu hers Kína borinn af ríkisfyrirtækjum sem séu ekki talin með í opinberum tölum. Milley sagði að ef nánar væri litið kæmi í ljós að munurinn milli fjárútláta Bandaríkjanna og Kína til varnarmála væri minni en margir héldu. Mikil spenna vegna Taívans Samband Bandaríkjanna og Kína hefur versnað til muna að undanförnu. Þá spennu má að miklu leyti rekja til deilna Kínverja við Taívan. Frá stórskotaliðsæfingu í Taívan.EPA/RITCHIE B. TONGO Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Í svari við fyrirspurn Reuters sögðu talsmenn utanríkisráðuneytis Kína að Taívan yrði ekki leyft að lýsa yfir sjálfstæði og eyríkið yrði hluti af Kína. Þá sögðust þeir ekki ætla að heita því að valdi yrði ekki beitt gegn Taívan.
Bandaríkin Kína Taívan Tengdar fréttir Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38 Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. 12. október 2021 15:06 Segir enga geta þvingað Taívan til sameiningar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, hét því fyrr í dag, á þjóðhátíðardegi landsins, að halda áfram varnaruppbyggingu í skugga ógnar frá Kína. 10. október 2021 07:30 Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. 9. október 2021 07:55 Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans. 1. september 2021 23:01 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38
Æfðu að lenda hermönnum á strönd skammt frá Taívan Her Kína hélt nýverið æfingar í að lenda hermönnum af sjó. Þær æfingar voru gerðar í héraðinu sem er andspænis Taívan. Æfingarnar hafa þó ekki verið beintengdar mjög aukinni spennu milli Kína og Taívans. 12. október 2021 15:06
Segir enga geta þvingað Taívan til sameiningar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, hét því fyrr í dag, á þjóðhátíðardegi landsins, að halda áfram varnaruppbyggingu í skugga ógnar frá Kína. 10. október 2021 07:30
Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný Xi Jinping forseti Kína hefur heitið því að Taívan muni „sameinast“ Alþýðulýðveldinu Kína að nýju. Forsetinn sagðist í dag, laugardag, vona að sameiningin takist án þess að beita þurfi valdi. 9. október 2021 07:55
Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans. 1. september 2021 23:01