Heimsókn í óþekkjanlegt Kolaport Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. október 2021 21:31 Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. Og þannig var Kolaportið nánast óþekkjanlegt þann 7. október síðastliðinn þegar árshátíð fór þar fram eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: Viðburðurinn var sá fyrsti af mörgum sem haldnir verða í þessu sögufræga húsnæði, sem hefur í gegn um árin hýst fátt annað en gamla sölubása. Fyrsta verk að losna við fiskifýluna Nú er verið að taka til í málefnum Kolaportsins og nútímavæða það eins og einn framkvæmdaaðilinn kemst að orði. Kolaportið verður óþekkjanlegt á kvöldin þegar salurinn er leigður undir veislur.Sigurjón Ragnar „Það sem við erum búin að gera nú þegar, heyrum við allavega, er að gamla fiskilyktin er farin og það er allt mun snyrtilegra,“ segir Ívar Trausti Jósafatsson, annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins, eða Hafnarþorpsins eins og allt rýmið heitir nú. Og fréttamaður getur vottað fyrir það að fiskilyktin sé varla greinanleg í rýminu lengur. „En við erum að breyta þessu í það sem við köllum markaðstorg, með viðburðatorgi og verslun og þjónustu,“ segir Ívar Trausti. Vilja breyta ímyndinni en halda í gömul gildi Hingað til hefur Kolaportið aðeins verið opið um helgar en það er í kortunum að opna einnig á virkum dögum. En hvers vegna hefur farið svona lítið fyrir öllum þessum breytingum? Ívar Trausti er annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins.vísir/arnar „Okkar álit er einfaldlega það að gamla góða Kolaportið var með ímynd á sér að vera með fiskilykt og ekki alveg nógu hreint og allt það. Og við erum að breyta þessu. Þetta er ekki búið,“ segir Ívar Trausti. „Þá er betra að þegja og lofa ekki neinu en það er mjög gaman þá að fá fólk í húsið sem bjóst ekki við neinu en fær þá óvænta jákvæða upplifun.“ Áfram verða starfræktir sölubásar í hluta salarins en við bætast frumlegir matsölustaðir og segir Ívar Trausti að áherslan verði á að selja ferskar vörur beint frá býli. Allir þessir sölubásar verða á hjólum og þegar salurinn verður bókaður undir viðburð er básunum einfaldlega rúllað burt í bakherbergi og sviði komið fyrir á þeim stað sem hentar. Verslun Matur Tónlist Næturlíf Reykjavík Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Og þannig var Kolaportið nánast óþekkjanlegt þann 7. október síðastliðinn þegar árshátíð fór þar fram eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: Viðburðurinn var sá fyrsti af mörgum sem haldnir verða í þessu sögufræga húsnæði, sem hefur í gegn um árin hýst fátt annað en gamla sölubása. Fyrsta verk að losna við fiskifýluna Nú er verið að taka til í málefnum Kolaportsins og nútímavæða það eins og einn framkvæmdaaðilinn kemst að orði. Kolaportið verður óþekkjanlegt á kvöldin þegar salurinn er leigður undir veislur.Sigurjón Ragnar „Það sem við erum búin að gera nú þegar, heyrum við allavega, er að gamla fiskilyktin er farin og það er allt mun snyrtilegra,“ segir Ívar Trausti Jósafatsson, annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins, eða Hafnarþorpsins eins og allt rýmið heitir nú. Og fréttamaður getur vottað fyrir það að fiskilyktin sé varla greinanleg í rýminu lengur. „En við erum að breyta þessu í það sem við köllum markaðstorg, með viðburðatorgi og verslun og þjónustu,“ segir Ívar Trausti. Vilja breyta ímyndinni en halda í gömul gildi Hingað til hefur Kolaportið aðeins verið opið um helgar en það er í kortunum að opna einnig á virkum dögum. En hvers vegna hefur farið svona lítið fyrir öllum þessum breytingum? Ívar Trausti er annar eigandi og framkvæmdaaðili Kolaportsins.vísir/arnar „Okkar álit er einfaldlega það að gamla góða Kolaportið var með ímynd á sér að vera með fiskilykt og ekki alveg nógu hreint og allt það. Og við erum að breyta þessu. Þetta er ekki búið,“ segir Ívar Trausti. „Þá er betra að þegja og lofa ekki neinu en það er mjög gaman þá að fá fólk í húsið sem bjóst ekki við neinu en fær þá óvænta jákvæða upplifun.“ Áfram verða starfræktir sölubásar í hluta salarins en við bætast frumlegir matsölustaðir og segir Ívar Trausti að áherslan verði á að selja ferskar vörur beint frá býli. Allir þessir sölubásar verða á hjólum og þegar salurinn verður bókaður undir viðburð er básunum einfaldlega rúllað burt í bakherbergi og sviði komið fyrir á þeim stað sem hentar.
Verslun Matur Tónlist Næturlíf Reykjavík Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira