„Þörfin fyrir að standa á sviði hefur alltaf verið mikil“ Ritstjórn Albúmm.is skrifar 16. október 2021 15:21 Popp Tónlistarmaðurinn Benedikt gaf út sitt annað lag, With My Girls, föstudaginn 15. október. Lagið er óður til allra frábæru vinkvenna hans, er hreint og grípandi popp sem er skemmtilegt að syngja hátt með í bílnum eða dansa við. Benedikt hefur verið sagður minna á Troye Sivan. Benedikt Gylfason er 19 ára söngvari, lagahöfundur og pródúsent úr Reykjavík. Hann stundar nám við MH og er í söngnámi í Menntaskóla í Tónlist sem og námi í jazzpíanó leik. Þörfin fyrir að standa á sviði hefur alltaf verið mikil. Benedikt byrjaði ungur að semja tónlist, bæði klassíska sem og popp. Hann kom mikið fram opinberlega þegar hann var yngri. Hann hefur verið í leikhúsi, óperum, var í klassísku listdansnámi og hefur verið virkur í kórastarfi, fyrst í Drengjakór Reykjavíkur og nú í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Síðastliðið vor keppti Benedikt til úrslita í Músíktilraunum og var hann eina einstaklingsatriðið sem komst áfram í úrslitin. Lagasmíðum Benedikts lýsti tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen í Morgunblaðinu sem skammlausu og haganlega sömdu epísku poppi. Í þættinum Ólátagarði á Rás 2 var einnig sagt um Benedikt að „svo lengi sem hann heldur áfram að semja munum við halda áfram að hlusta. Fyrr en varir – öll þjóðin líka.“ With My Girls er önnur smáskífa Benedikts. Lagið er fjörugt, grípandi og takturinn hvetur mann til að dansa. Textinn fjallar um hvernig best sé að komast yfir ástarsorg en það er að leggja símann frá sér og hitta góðar vinkonur. Þá líður manni betur með sjálfan sig því þær vita alltaf hvað er best að segja og gera. Benedikt gaf út lagið Diamond í júlí síðastliðnum við góðar undirtektir. Stuttskífa með Diamond, With My Girls og tveimur öðrum lögum er væntanleg í nóvember en það verkefni er styrkt af bæði Upptökusjóði STEFs sem og Tónskáldasjóði RÚV og STEFs. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected]. Tónlist Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið
Benedikt Gylfason er 19 ára söngvari, lagahöfundur og pródúsent úr Reykjavík. Hann stundar nám við MH og er í söngnámi í Menntaskóla í Tónlist sem og námi í jazzpíanó leik. Þörfin fyrir að standa á sviði hefur alltaf verið mikil. Benedikt byrjaði ungur að semja tónlist, bæði klassíska sem og popp. Hann kom mikið fram opinberlega þegar hann var yngri. Hann hefur verið í leikhúsi, óperum, var í klassísku listdansnámi og hefur verið virkur í kórastarfi, fyrst í Drengjakór Reykjavíkur og nú í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Síðastliðið vor keppti Benedikt til úrslita í Músíktilraunum og var hann eina einstaklingsatriðið sem komst áfram í úrslitin. Lagasmíðum Benedikts lýsti tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen í Morgunblaðinu sem skammlausu og haganlega sömdu epísku poppi. Í þættinum Ólátagarði á Rás 2 var einnig sagt um Benedikt að „svo lengi sem hann heldur áfram að semja munum við halda áfram að hlusta. Fyrr en varir – öll þjóðin líka.“ With My Girls er önnur smáskífa Benedikts. Lagið er fjörugt, grípandi og takturinn hvetur mann til að dansa. Textinn fjallar um hvernig best sé að komast yfir ástarsorg en það er að leggja símann frá sér og hitta góðar vinkonur. Þá líður manni betur með sjálfan sig því þær vita alltaf hvað er best að segja og gera. Benedikt gaf út lagið Diamond í júlí síðastliðnum við góðar undirtektir. Stuttskífa með Diamond, With My Girls og tveimur öðrum lögum er væntanleg í nóvember en það verkefni er styrkt af bæði Upptökusjóði STEFs sem og Tónskáldasjóði RÚV og STEFs. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Tónlist Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið