1. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lokið: Staðan, liðin og spáin Snorri Rafn Hallsson skrifar 9. október 2021 17:01 Fyrstu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO 2021-2021 lauk í gær þegar ríkjandi meistarar Dusty unnu stórsigur á Ármanni. Leikir vikunnar Fjórir leikir fóru fram í vikunni. Á þriðjudagskvöldið mættust XY og Kórdrengir í spennandi leik sem framan af virtist ætla að falla með Kórdrengjum. Lið XY sneri þó vörn í sókn og hafði betur að lokum 16-12 eftir glæsilega endurkomu inn í leikinn. Sama kvöld tókust Þór og Vallea á, en það reyndist leikur einn fyrir Þór að valta 16-3 yfir Vallea og fór þar StebbiC0C0 fremstur í flokki með nýjum liðsfélögum. Í gærkvöldi lék XY annan leik í fyrstu umferð gegn Sögu, en XY mun sitja hjá í annarri umferð þegar Fylkir leikur tvo leiki. KeliTURBO lék á als oddi í gífurlega spennandi leik þar sem Saga sýndi á sér nýja hlið og gaf XY ekkert eftir. Úrslitin urðu ekki ljós fyrr en í þrítugustu lotu og vann XY 16-14. Loks léku Ármann og Dusty í hinu nýja korti Ancient og fóru ríkjandi meistarar létt með að pakka óæfðu liði Ármanns saman 16-3. XY, Dusty og Þór nældu sér því öll í stig í fyrstu umferðinni og er staðan svona: Breytt fyrirkomulag Vodafonedeildin 2021-2022 fer fram með örlítið breyttu fyrirkomulagi. Leiknar verða þrjár umferðir og sýnt verður frá öllum leikjum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Leikið er á þriðjudags- og föstudagskvöldum frá klukkan 20:15 og verður einungis ein umferð spiluð í hverri viku í stað tveggja. Breytingar hafa einnig orðið á kortaúrvali deildarinnar en eins og áður segir hefur Ancient bæst í hópinn og kemur í stað Train, sem lagt hefur verið á hilluna í keppnisleikjum í Counter-Strike: Global Offensive. Kortaval fyrir leiki fer nú fram þannig að liðin skiptast á að banna kort þar til eitt stendur eftir, en áður var sá háttur hafður á að útilið fékk að banna eitt kort, heimaliðið fékk að velja kort, en útilið valdi hver byrjaði í sókn. Þessi breyting gerir það að verkum að nú skiptir minna máli hvort liðið er á heimavelli og er leikinn hnífalota til að skera úr um hver fær að byrja í vörn og hver byrjar í sókn. Örlitlar breytingar hafa einnig verið gerðar á leiknum sjálfum, Deagle skammbyssan veldur ekki eins miklum skaða og áður og nú geta leikmenn fært hvorum öðrum sprengjur og annan búnað, en áður var einungis hægt að skiptast á vopnum. Enn á eftir að koma í ljós hvernig þetta mun hafa áhrif á leikstíl liða en spennandi verður að sjá hvernig þetta mun nýtast liðum á tímabilinu. Spáin Nokkuð hefur borið á leikmannaskiptum fyrir þetta tímabil, en einnig hafa heilu leikmannahóparnir tekið að spila undir nýju nafni. Áður en tímabilið hófst voru liðin fengin til að spá fyrir um stöðuna í lok tímabilsins. Röðuðu þau andstæðingum sínum upp og lítur spáin svona út: Dusty er spáð efsta sætinu en það kemur ekki á óvart enda liðið margfaldur meistari bæði í CS:GO og League of Legends. Leikmannahópurinn er sá sami og hampaði titlinum á síðasta tímabili fyrir utan að Miðgarðsormur hefur komið í stað StebbaC0C0 sem nú leikur með Þór. Auk þess hefur Clvr bæst í hópinn sem þjálfari og hefur Dusty því alla burði til að gera vel í mótinu nú. Leikmenn: Bjarni, EddezeNN, TH0R, LeFluff, Midgard, Clvr. Vallea er spáð öðru sætinu en það er einmitt sætið sem þessi leikmannahópur lenti í á Stórmeistaramótinu, en á síðasta tímabili lék liðið undir merkjum XY Esports. Fáir veikleikar eru á liðinu sem stjórnað er af Denos og er við því að búast að Vallea geri sterkt tilkall til titilsins í vetur ef allt gengur upp. Leikmenn: Narfi, Goa7er, Spike, Denos, Stalz, Tight. Þriðja sætið vermir Þór Akureyri með svo gott sem glænýjan leikmannahóp. Rean situr einn eftir sem fastast frá því í fyrra, en með honum er gamla Hafið auk StebbaC0C0 sem mun fá mikið pláss til að leika sinn stjörnuleik. Efstu þrjú liðin í spánni eru nokkuð jöfn að stigum og ljóst að hert verður barist um efstu sætin. Leikmenn: Rean, StebbiC0C0, Dell1, Allee, Detinate, Instant Næst á blaði er Ármann sem samanstendur af fyrrum leikmönnum KR sem tekur ekki þátt í ár. Auk Kruzer, Ofvirks, Hundza og 7homsen hefur Ármann fengið til sín leikmenn sem allir hafa verið með þeim bestu á landinu á einhverjum tímapunkti. Peterr, Vargur og Pallibóndi eru því snúnir aftur í CS:GO keppnissamfélagið og aldrei að vita hvað kemur úr því. Í viðtali hafði 7homsen orð á að liðið ætti eftir að spila sig saman og því spurning hvort upphaf tímabilsins geti reynst þeim erfitt. Leikmenn: Kruzer, Ofvirkur, Hundzi, Vargur, 7homsen, Peterr, Dozen, Pallib0ndi XY Esports er spáð fimmta sæti og er í raun lið Tindastóls frá því á síðasta tímabili að fratöldum Criis en viðbættum Minidegreez. Minidegreez er liðtækur á vappanum og hefur leikið mikið í neðri deildunum en gæti reynst góð viðbót í hópinn sem átti nokkuð erfitt uppdráttar á síðasta tímabili. Ef eitthvað er að marka hvernig deildin hefur farið af stað munum við sjá góða hluti hjá XY í vetur. Leikmenn: Hoz1d3r, J0n, KeliTURBO, Minidegreez, TripleG Kórdrengir verma sjötta sætið en liðið er mikið stemningslið sem kemur úr fyrstu deildinni. Leikmenn liðsins eru afar hæfileikaríkir og hittnir með byssunum og gætu Kórdrengir því komið skemmtilega á óvart. Leikmenn: Demantur, Hyperactive, Xenyy, Blazter, Snky, Klassy, Xate Saga Esports er spáð sjöunda sætinu sem er umspilssæti. Uppistaðan er fyrrum leikmannahópur Þórs auk Criis sem kemur frá Tindastóli. Liðinu gekk illa á síðasta tímabili að skapa sér færi og pláss fyrir leikmenn eins DOM og þurfti ADHD því að draga vagninn. Sú uppstokkun sem átti sér stað gæti þó verið einmitt það sem liðið þarf til að gera betur í vetur. Leikmenn: ADHD, Dom, Pandaz, Criis, Brnr, TurboDrake Neðsta sætið í spánni féll í hlut Fylkis. Jolli fer fyrir leikmannahópnum sem áður kallaði sig 7AM og lék í fyrstu deildinni. Jolli hefur gott orð á sér fyrir að setja saman sterk lið og koma upp í efstu deild, en hvort honum takist að halda liðinu þar veltur á því hvernig hópurinn kemur til með að þróast saman. Leikmenn: Jolli, Pat, xZerq, Andri2k, K-DOT Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir Vodafonedeildin í beinni: Tveir hörkuleikir í kvöld Vodafone-deildin í Counter Strike: Global Offensive, eða einfaldlega CS:GO, heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum. 8. október 2021 20:11 Skipulagt lið XY lagði árásargjarna Kórdrengi XY lagði Kórdrengi í fyrsta leik tímabilsins í Vodafone deildinni í CS:GO. Eftir frábæran fyrri hálfleik fór að síga undan fæti hjá Kórdrengjum sem réðu ekkert við sterka sókn XY og töpuðu því 16-12. 6. október 2021 13:04 Í beinni: Vodafone-deildin hefst á ný Vodafone-deildin í Counter Strike: Global Offensive, eða einfaldlega CS:GO, hefst á nýjan leik í kvöld með tveimur leikjum. 5. október 2021 20:16 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn
Leikir vikunnar Fjórir leikir fóru fram í vikunni. Á þriðjudagskvöldið mættust XY og Kórdrengir í spennandi leik sem framan af virtist ætla að falla með Kórdrengjum. Lið XY sneri þó vörn í sókn og hafði betur að lokum 16-12 eftir glæsilega endurkomu inn í leikinn. Sama kvöld tókust Þór og Vallea á, en það reyndist leikur einn fyrir Þór að valta 16-3 yfir Vallea og fór þar StebbiC0C0 fremstur í flokki með nýjum liðsfélögum. Í gærkvöldi lék XY annan leik í fyrstu umferð gegn Sögu, en XY mun sitja hjá í annarri umferð þegar Fylkir leikur tvo leiki. KeliTURBO lék á als oddi í gífurlega spennandi leik þar sem Saga sýndi á sér nýja hlið og gaf XY ekkert eftir. Úrslitin urðu ekki ljós fyrr en í þrítugustu lotu og vann XY 16-14. Loks léku Ármann og Dusty í hinu nýja korti Ancient og fóru ríkjandi meistarar létt með að pakka óæfðu liði Ármanns saman 16-3. XY, Dusty og Þór nældu sér því öll í stig í fyrstu umferðinni og er staðan svona: Breytt fyrirkomulag Vodafonedeildin 2021-2022 fer fram með örlítið breyttu fyrirkomulagi. Leiknar verða þrjár umferðir og sýnt verður frá öllum leikjum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Leikið er á þriðjudags- og föstudagskvöldum frá klukkan 20:15 og verður einungis ein umferð spiluð í hverri viku í stað tveggja. Breytingar hafa einnig orðið á kortaúrvali deildarinnar en eins og áður segir hefur Ancient bæst í hópinn og kemur í stað Train, sem lagt hefur verið á hilluna í keppnisleikjum í Counter-Strike: Global Offensive. Kortaval fyrir leiki fer nú fram þannig að liðin skiptast á að banna kort þar til eitt stendur eftir, en áður var sá háttur hafður á að útilið fékk að banna eitt kort, heimaliðið fékk að velja kort, en útilið valdi hver byrjaði í sókn. Þessi breyting gerir það að verkum að nú skiptir minna máli hvort liðið er á heimavelli og er leikinn hnífalota til að skera úr um hver fær að byrja í vörn og hver byrjar í sókn. Örlitlar breytingar hafa einnig verið gerðar á leiknum sjálfum, Deagle skammbyssan veldur ekki eins miklum skaða og áður og nú geta leikmenn fært hvorum öðrum sprengjur og annan búnað, en áður var einungis hægt að skiptast á vopnum. Enn á eftir að koma í ljós hvernig þetta mun hafa áhrif á leikstíl liða en spennandi verður að sjá hvernig þetta mun nýtast liðum á tímabilinu. Spáin Nokkuð hefur borið á leikmannaskiptum fyrir þetta tímabil, en einnig hafa heilu leikmannahóparnir tekið að spila undir nýju nafni. Áður en tímabilið hófst voru liðin fengin til að spá fyrir um stöðuna í lok tímabilsins. Röðuðu þau andstæðingum sínum upp og lítur spáin svona út: Dusty er spáð efsta sætinu en það kemur ekki á óvart enda liðið margfaldur meistari bæði í CS:GO og League of Legends. Leikmannahópurinn er sá sami og hampaði titlinum á síðasta tímabili fyrir utan að Miðgarðsormur hefur komið í stað StebbaC0C0 sem nú leikur með Þór. Auk þess hefur Clvr bæst í hópinn sem þjálfari og hefur Dusty því alla burði til að gera vel í mótinu nú. Leikmenn: Bjarni, EddezeNN, TH0R, LeFluff, Midgard, Clvr. Vallea er spáð öðru sætinu en það er einmitt sætið sem þessi leikmannahópur lenti í á Stórmeistaramótinu, en á síðasta tímabili lék liðið undir merkjum XY Esports. Fáir veikleikar eru á liðinu sem stjórnað er af Denos og er við því að búast að Vallea geri sterkt tilkall til titilsins í vetur ef allt gengur upp. Leikmenn: Narfi, Goa7er, Spike, Denos, Stalz, Tight. Þriðja sætið vermir Þór Akureyri með svo gott sem glænýjan leikmannahóp. Rean situr einn eftir sem fastast frá því í fyrra, en með honum er gamla Hafið auk StebbaC0C0 sem mun fá mikið pláss til að leika sinn stjörnuleik. Efstu þrjú liðin í spánni eru nokkuð jöfn að stigum og ljóst að hert verður barist um efstu sætin. Leikmenn: Rean, StebbiC0C0, Dell1, Allee, Detinate, Instant Næst á blaði er Ármann sem samanstendur af fyrrum leikmönnum KR sem tekur ekki þátt í ár. Auk Kruzer, Ofvirks, Hundza og 7homsen hefur Ármann fengið til sín leikmenn sem allir hafa verið með þeim bestu á landinu á einhverjum tímapunkti. Peterr, Vargur og Pallibóndi eru því snúnir aftur í CS:GO keppnissamfélagið og aldrei að vita hvað kemur úr því. Í viðtali hafði 7homsen orð á að liðið ætti eftir að spila sig saman og því spurning hvort upphaf tímabilsins geti reynst þeim erfitt. Leikmenn: Kruzer, Ofvirkur, Hundzi, Vargur, 7homsen, Peterr, Dozen, Pallib0ndi XY Esports er spáð fimmta sæti og er í raun lið Tindastóls frá því á síðasta tímabili að fratöldum Criis en viðbættum Minidegreez. Minidegreez er liðtækur á vappanum og hefur leikið mikið í neðri deildunum en gæti reynst góð viðbót í hópinn sem átti nokkuð erfitt uppdráttar á síðasta tímabili. Ef eitthvað er að marka hvernig deildin hefur farið af stað munum við sjá góða hluti hjá XY í vetur. Leikmenn: Hoz1d3r, J0n, KeliTURBO, Minidegreez, TripleG Kórdrengir verma sjötta sætið en liðið er mikið stemningslið sem kemur úr fyrstu deildinni. Leikmenn liðsins eru afar hæfileikaríkir og hittnir með byssunum og gætu Kórdrengir því komið skemmtilega á óvart. Leikmenn: Demantur, Hyperactive, Xenyy, Blazter, Snky, Klassy, Xate Saga Esports er spáð sjöunda sætinu sem er umspilssæti. Uppistaðan er fyrrum leikmannahópur Þórs auk Criis sem kemur frá Tindastóli. Liðinu gekk illa á síðasta tímabili að skapa sér færi og pláss fyrir leikmenn eins DOM og þurfti ADHD því að draga vagninn. Sú uppstokkun sem átti sér stað gæti þó verið einmitt það sem liðið þarf til að gera betur í vetur. Leikmenn: ADHD, Dom, Pandaz, Criis, Brnr, TurboDrake Neðsta sætið í spánni féll í hlut Fylkis. Jolli fer fyrir leikmannahópnum sem áður kallaði sig 7AM og lék í fyrstu deildinni. Jolli hefur gott orð á sér fyrir að setja saman sterk lið og koma upp í efstu deild, en hvort honum takist að halda liðinu þar veltur á því hvernig hópurinn kemur til með að þróast saman. Leikmenn: Jolli, Pat, xZerq, Andri2k, K-DOT
Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir Vodafonedeildin í beinni: Tveir hörkuleikir í kvöld Vodafone-deildin í Counter Strike: Global Offensive, eða einfaldlega CS:GO, heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum. 8. október 2021 20:11 Skipulagt lið XY lagði árásargjarna Kórdrengi XY lagði Kórdrengi í fyrsta leik tímabilsins í Vodafone deildinni í CS:GO. Eftir frábæran fyrri hálfleik fór að síga undan fæti hjá Kórdrengjum sem réðu ekkert við sterka sókn XY og töpuðu því 16-12. 6. október 2021 13:04 Í beinni: Vodafone-deildin hefst á ný Vodafone-deildin í Counter Strike: Global Offensive, eða einfaldlega CS:GO, hefst á nýjan leik í kvöld með tveimur leikjum. 5. október 2021 20:16 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn
Vodafonedeildin í beinni: Tveir hörkuleikir í kvöld Vodafone-deildin í Counter Strike: Global Offensive, eða einfaldlega CS:GO, heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum. 8. október 2021 20:11
Skipulagt lið XY lagði árásargjarna Kórdrengi XY lagði Kórdrengi í fyrsta leik tímabilsins í Vodafone deildinni í CS:GO. Eftir frábæran fyrri hálfleik fór að síga undan fæti hjá Kórdrengjum sem réðu ekkert við sterka sókn XY og töpuðu því 16-12. 6. október 2021 13:04
Í beinni: Vodafone-deildin hefst á ný Vodafone-deildin í Counter Strike: Global Offensive, eða einfaldlega CS:GO, hefst á nýjan leik í kvöld með tveimur leikjum. 5. október 2021 20:16