Samdi lagið í kjölfar me too frásagnanna Ritstjórn Albúmm.is skrifar 6. október 2021 18:31 Tónlistarkonan MIMRA gaf út lagið Sister nú á dögunum. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri stuttskífu sem lítur dagsins ljós snemma á næsta ári. Platan er unnin með og af Stefáni Erni Gunnlaugssyni og koma nokkrir frábærir tónlistarmenn þar við sögu líka. „Á plötunni má finna lög sem ég samdi á árunum 2017-18, þá nýflutt heim til Íslands eftir sex ára dvöl í námi erlendis. Rótleysi og ég svolítið að reyna að finna minn stað fær svolítið að skína í gegn í lögunum. En platan mun einmitt bera heitið Finding Place.“ „Sister er lag sem ég samdi beint í kjölfar me too frásagnanna árið 2017 sem flæddu um netheima og snertu mig djúpt. Sister er þannig samstöðulag.“ Eins og áður fer MIMRA ekki troðnar slóðir í tónsköpun. „Það kemur bara það sem kemur hverju sinni, í þetta sinn er tónlistin dekkri og meira í átt að cinematic poppi undir jazzáhrifum. Byrjar með mjúku felt píanói en fer út í næstum orchestral kafla og flæðir svo áfram.“ Um production og flestan hljóðfæraleik sá Stefán Örn Gunnlaugsson, oft kallaður Stebbi Íkorni. MIMRA er tónlistarsjálf Maríu Magnúsdóttur sem söng og spilaði á píanó ásamt því að vera höfundur lags og texta. Magnús Trygvason Elíassen sá um trommuleik og Sylvía Hlynsdóttir spilaði á trompet. Einnig var María nýlega gestur í hlaðvarpsþáttunum Snæbjörn talar við fólk. Hér má hlýða á það viðtal fyrir áhugasama, hlustaðu HÉR Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected]. Tónlist Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið
Platan er unnin með og af Stefáni Erni Gunnlaugssyni og koma nokkrir frábærir tónlistarmenn þar við sögu líka. „Á plötunni má finna lög sem ég samdi á árunum 2017-18, þá nýflutt heim til Íslands eftir sex ára dvöl í námi erlendis. Rótleysi og ég svolítið að reyna að finna minn stað fær svolítið að skína í gegn í lögunum. En platan mun einmitt bera heitið Finding Place.“ „Sister er lag sem ég samdi beint í kjölfar me too frásagnanna árið 2017 sem flæddu um netheima og snertu mig djúpt. Sister er þannig samstöðulag.“ Eins og áður fer MIMRA ekki troðnar slóðir í tónsköpun. „Það kemur bara það sem kemur hverju sinni, í þetta sinn er tónlistin dekkri og meira í átt að cinematic poppi undir jazzáhrifum. Byrjar með mjúku felt píanói en fer út í næstum orchestral kafla og flæðir svo áfram.“ Um production og flestan hljóðfæraleik sá Stefán Örn Gunnlaugsson, oft kallaður Stebbi Íkorni. MIMRA er tónlistarsjálf Maríu Magnúsdóttur sem söng og spilaði á píanó ásamt því að vera höfundur lags og texta. Magnús Trygvason Elíassen sá um trommuleik og Sylvía Hlynsdóttir spilaði á trompet. Einnig var María nýlega gestur í hlaðvarpsþáttunum Snæbjörn talar við fólk. Hér má hlýða á það viðtal fyrir áhugasama, hlustaðu HÉR Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Tónlist Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið