Rafíþróttir

LNG og Galatasaray með fullt hús stiga eftir fyrsta dag heimsmeistaramótsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
LNG Esportshefur unnið báða leiki sína í undanriðli A á heimsmeistaramótinu í League of Legends.
LNG Esportshefur unnið báða leiki sína í undanriðli A á heimsmeistaramótinu í League of Legends. Wojciech Wandzel/Riot Games Inc. via Getty Images

Heimsmeistaramótið í League of Legends hófst í Laugardalshöll í dag. Tíu lið taka þátt í tveim undanriðlum um laus sæti í riðlakeppninni sjálfri. Í dag fóru átta leikir fram, en trykneska liðið Galatasaray og kínverska liðið LNG eru bæði með tvö sigra af tveim mögulegum.

LNG mætti Hanwha Life í fyrsta leik dagsins. Fyrirfram er þessum tveim liðum spáð góðu gengi í undanriðli A, en það voru liðsmenn LNG sem báru sigur úr býtum eftir virkilega skemmtilegan og spennandi 40 mínútna leik af League of Legends.

Infinity og RED Canids mættust í öðrum leik dagsins. Leikurinn var í jánum fyrstu tuttugu mínúturnar, en þá tóku þeir síðanefndu öll völd og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur.

Í þriðja leik dagsins mættu LNG á nýjan leik, en í þetta skipti voru það PEACE frá Eyjaálfu sem voru andstæðingar þeirra. Leikurinn varð í raun aldrei mjög spennandi og annar sigur LNG verð fljótt að veruleika.

Hanwha Life og Infinity mættust svo í seinasta leik dagsins í undanriðli A. Eins og áður segir er Hanwha Life spáð góðum árangri í undanriðlinum og þeir höfðu engan áhuga á því að tapa tveim leikjum í dag. Þeir tóku forystuna snemma, og þó eftir hálftíma leik var sigurinn þeirra.

Fyrsti leikur undanriðils B var viðureign Unicorns of Love og DetonatioN FocusMe, en þau tvö eru bæði mætt til Íslands í annað sinn á þessu ári eftir að hafa tekið þátt í MSI fyrr í vor. Fyrirfram er spáð mikilli spennu í undanriðli B, og því mikilvægt að byrja á jákvæðum nótum.

Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur fyrstu mínúturnar, og erfitt að segja til um hvort liðið myndi hafa yfirhöndina. Það var ekki fyrr en eftir rúmlega 25 mínútna leik að DetonatioN FocusMe náðu að snúa leiknum sér í hag. Fljótlega eftir það fór snjóboltinn að rúlla, og DetonatioN FocusMe unnu góðan sigur gegn Unicorns of Love.

Galatasaray mætti svo Beyond Gaming frá Taívan í sjötta leik dagsins. Þrátt fyrir nokkuð jafnan leik virtust Galatasaray alltaf vera skrefi á undan, og þeir unnu að lokum góðan sigur.

Í næst síðasta leik dagsins mættust Cloud9 frá Bandaríkjunum og DetonatioN FocusMe. Nokkuð augljóst var frá upphafi leiks hvorum megin sigurinn myndi enda, og eftir rúmlega hálftíma leik voru það Bandaríkjamennirnir sem fögnuðu sterkum sigri. Detonation FocusMe er hins vegar í erfiðum málum eftir tvö töp á fyrsta degi.

Glatasaray endaði svo daginn á því að fara illa með Unicorns of Love í lokaleik dagsins. Liðið hafði mikla yfirburði frá upphafi og voru nokkuð fljótir að tryggja sér sinn annan sigur.

Úrslit dagsins:

Undanriðill A

Hanwha Life - LNG

Infinity - RED Canids

LNG - PEACE

Hanwha Life - Infinity

Undanriðill B

Unicorns of Love - Detonation FocusMe

Galatasaray - Beyond Gaming

Detonation FocusMe - Cloud9

Unicorns of Love - Galatasaray






×