Jöfn tækifæri til náms fyrir öll börn Alexandra Briem og Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifa 2. október 2021 09:00 Mætum börnum þar sem þau eru óháð greiningum. Verum fyrri til og styðjum við þau og styrkjum áður en þau hrasa. Grípum þau sem þess þurfa. Höldum á sama tíma vel utan um peningana og pössum að þeir nýtist börnunum okkar sem allra best. Þetta eru allt áherslur í Eddu, sem er nýtt úthlutunarlíkan fyrir grunnskóla í Reykjavík og var samþykkt í vikunni. Forvarnargildið í snemmtækri íhlutun, sem felst í því að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann, gengur út á að stuðningur við nemendur sé almennt mikill en ekki bundinn við fjölda greininga með sama hætti og verið hefur. Það dregur úr þörf fyrir greiningar, þó auðvitað verði þær áfram notaðar í þágu markvissari þjónustu án þess að vera forsenda fjármögnunar. Þetta er mikilvægur liður í nýja líkaninu þar sem einnig er lögð áhersla á meiri faglega aðstoð við börn sem þurfa sértækan stuðning og skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hvort það fari best á að það sé sálfræðingur, þroskaþjálfi, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi, félagsfræðingur eða annar sérfræðingur. Að auki snýst þetta um að horfast í augu við að aðstæður okkar móta tækifæri okkar. Það sýna gögn. Ef við viljum byggja upp réttlátt samfélag sem veitir öllum börnum sömu tækifæri verðum við að taka inn félagslegar breytur sem búa að baki aðstæðum barnanna. Það er líka mikilvægt inntak í þessu líkani með innleiðingu svokallaðs LOI-stuðuls sem stundum er kallaður námstækifærastuðull, (e. Learning opportunity index), en hann er aðferð til að meta félagslegar aðstæður skólahverfa og er fundinn út frá félagslegum breytum í skólaumhverfinu. Þetta nýtist til að að aðlaga skólastarf betur að félagslegum breytileika milli skóla þannig að skólar í viðkvæmu samfélagi geti betur mætt þörfum nemendahópsins. Þannig pössum við upp á að grípa þau sem þess mest þurfa. Önnur lykilbreyting sem felst í nýja úhlutunarlíkaninu er aukið gagnsæi og aukið jafnræði. Það hefur vantað heildarsýn á fjármál grunnskólanna. Við ætlum samhliða þessu að tryggja betra utanumhald um skólana sem rekstrareiningar og fyrirsjáanleika í fjármálum þeirra. Gert er ráð fyrir að í skólunum verði rekstrarstjóri. Sá mun starfa sem undirmaður skólastjóra en bera ábyrgð á gerð fjárhags- og launaáætlunar skólans og almennum rekstrarlegum þáttum. Þannig geta skólastjórar einbeitt sér betur að faglegu starfi skólans og tilhögun kennslu. Einnig er verið að bæta inn í kostnað vegna veikinda svo það sé í takt við rauntölur og miðlægum pottum hefur verið eytt að mestu svo að skólarnir hafi meira forræði yfir eigin fjármunum. Þetta mikilvæga og bráðnauðsynlega líkan sem hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu var unnið í samstarfi fagfólks skólanna og fjármálasérfræðinga. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um fjármögnun grunnskóla Reykjavíkur sem út kom í júní 2019 fjallaði um margt sem þurfti að laga þegar kom að fjármögnun grunnskólanna og við teljum okkur vera að mæta því með þessum breytingum. Við erum hér að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir grunnskólana í samræmi við greiningu á þörf þeirra fyrir kennslu, stuðning og innviði starfs. Hér erum við um leið komin með skýrari ramma um ábyrgð og nýtingu þess fjármagns sem skiptir gríðarmiklu máli. Úthlutunarlíkanið Edda er gífurlega mikið framfaraskref er varðar fjármögnun grunnskóla og utanumhald fjármuna. Það styrkir skólana, styður við skólastjórnendur og fagfólk í sinni sérfræðigrein og setur loks snemmtæka íhlutun og námstækifærastuðulinn LOI á kortið af krafti svo öll megi njóta sömu tækifæra óháð stöðu eða efnahag og svo börn séu gripin sem fyrst sem aukinn stuðning þurfa. Við Píratar erum stolt af þessu líkani sem er vel unnið og mun skipta miklu máli fyrir velferð barnanna okkar og gæði menntunar. Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Borgarstjórn Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Mætum börnum þar sem þau eru óháð greiningum. Verum fyrri til og styðjum við þau og styrkjum áður en þau hrasa. Grípum þau sem þess þurfa. Höldum á sama tíma vel utan um peningana og pössum að þeir nýtist börnunum okkar sem allra best. Þetta eru allt áherslur í Eddu, sem er nýtt úthlutunarlíkan fyrir grunnskóla í Reykjavík og var samþykkt í vikunni. Forvarnargildið í snemmtækri íhlutun, sem felst í því að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann, gengur út á að stuðningur við nemendur sé almennt mikill en ekki bundinn við fjölda greininga með sama hætti og verið hefur. Það dregur úr þörf fyrir greiningar, þó auðvitað verði þær áfram notaðar í þágu markvissari þjónustu án þess að vera forsenda fjármögnunar. Þetta er mikilvægur liður í nýja líkaninu þar sem einnig er lögð áhersla á meiri faglega aðstoð við börn sem þurfa sértækan stuðning og skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hvort það fari best á að það sé sálfræðingur, þroskaþjálfi, talmeinafræðingur, iðjuþjálfi, félagsfræðingur eða annar sérfræðingur. Að auki snýst þetta um að horfast í augu við að aðstæður okkar móta tækifæri okkar. Það sýna gögn. Ef við viljum byggja upp réttlátt samfélag sem veitir öllum börnum sömu tækifæri verðum við að taka inn félagslegar breytur sem búa að baki aðstæðum barnanna. Það er líka mikilvægt inntak í þessu líkani með innleiðingu svokallaðs LOI-stuðuls sem stundum er kallaður námstækifærastuðull, (e. Learning opportunity index), en hann er aðferð til að meta félagslegar aðstæður skólahverfa og er fundinn út frá félagslegum breytum í skólaumhverfinu. Þetta nýtist til að að aðlaga skólastarf betur að félagslegum breytileika milli skóla þannig að skólar í viðkvæmu samfélagi geti betur mætt þörfum nemendahópsins. Þannig pössum við upp á að grípa þau sem þess mest þurfa. Önnur lykilbreyting sem felst í nýja úhlutunarlíkaninu er aukið gagnsæi og aukið jafnræði. Það hefur vantað heildarsýn á fjármál grunnskólanna. Við ætlum samhliða þessu að tryggja betra utanumhald um skólana sem rekstrareiningar og fyrirsjáanleika í fjármálum þeirra. Gert er ráð fyrir að í skólunum verði rekstrarstjóri. Sá mun starfa sem undirmaður skólastjóra en bera ábyrgð á gerð fjárhags- og launaáætlunar skólans og almennum rekstrarlegum þáttum. Þannig geta skólastjórar einbeitt sér betur að faglegu starfi skólans og tilhögun kennslu. Einnig er verið að bæta inn í kostnað vegna veikinda svo það sé í takt við rauntölur og miðlægum pottum hefur verið eytt að mestu svo að skólarnir hafi meira forræði yfir eigin fjármunum. Þetta mikilvæga og bráðnauðsynlega líkan sem hefur verið beðið af mikilli eftirvæntingu var unnið í samstarfi fagfólks skólanna og fjármálasérfræðinga. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um fjármögnun grunnskóla Reykjavíkur sem út kom í júní 2019 fjallaði um margt sem þurfti að laga þegar kom að fjármögnun grunnskólanna og við teljum okkur vera að mæta því með þessum breytingum. Við erum hér að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir grunnskólana í samræmi við greiningu á þörf þeirra fyrir kennslu, stuðning og innviði starfs. Hér erum við um leið komin með skýrari ramma um ábyrgð og nýtingu þess fjármagns sem skiptir gríðarmiklu máli. Úthlutunarlíkanið Edda er gífurlega mikið framfaraskref er varðar fjármögnun grunnskóla og utanumhald fjármuna. Það styrkir skólana, styður við skólastjórnendur og fagfólk í sinni sérfræðigrein og setur loks snemmtæka íhlutun og námstækifærastuðulinn LOI á kortið af krafti svo öll megi njóta sömu tækifæra óháð stöðu eða efnahag og svo börn séu gripin sem fyrst sem aukinn stuðning þurfa. Við Píratar erum stolt af þessu líkani sem er vel unnið og mun skipta miklu máli fyrir velferð barnanna okkar og gæði menntunar. Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun