Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2021 18:53 Hluti Laugavegs er göngugata. Vísir/Vilhelm Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar kemur fram að 69,3 prósent borgarbúa séu jákvæð gagnvart göngugötum. Það sé aukning um nærri tvö prósentustig frá árinu 2020 og um nærri fimm prósentustig frá árinu 2019, þegar 64,5 prósent borgarbúa kváðust ánægð með göngugötur. „Sem fyrr eru þau jákvæðust sem heimsækja göngugötur oftast en 86% þeirra sem fara um göngugötur vikulega eða oftar eru jákvæð í garð þeirra,“ segir í tilkynningunni. Jákvæðnin ráðandi í öllum hverfum Í tilkynningu borgarinnar kemur þá fram að 30,3 prósent svarenda teldi göngugötusvæði borgarinnar of lítið. Sá hópur fari töluvert stækkandi milli ára. Árið 2019 hafi hlutfall þeirra sem töldu svæðið of lítið verið 19,3 prósent og árið 2020 var það 23,6 prósent. Þá séu fleiri jákvæðir gagnvart göngugötum heldur en neikvæðir í öllum hverfum borgarinnar. „Alls telur mikill meirihluti, eða 70,9%, göngugötur hafa mjög jákvæð eða fremur jákvæð áhrif á mannlíf miðborgarinnar. Tæpur helmingur telur göngugötur hafa jákvæð áhrif á verslun í miðborginni og tveir af hverjum þremur telja þær hafa jákvæð áhrif á veitinga- og matsölustaði í miðborginni.“ Könnunin var lögð fyrir Reykvíkinga í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu dagana 13. til 26. ágúst 2021. Svarendur eru 18 ára og eldri og úr öllum hverfum borgarinnar. Göngugötur Skipulag Reykjavík Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar kemur fram að 69,3 prósent borgarbúa séu jákvæð gagnvart göngugötum. Það sé aukning um nærri tvö prósentustig frá árinu 2020 og um nærri fimm prósentustig frá árinu 2019, þegar 64,5 prósent borgarbúa kváðust ánægð með göngugötur. „Sem fyrr eru þau jákvæðust sem heimsækja göngugötur oftast en 86% þeirra sem fara um göngugötur vikulega eða oftar eru jákvæð í garð þeirra,“ segir í tilkynningunni. Jákvæðnin ráðandi í öllum hverfum Í tilkynningu borgarinnar kemur þá fram að 30,3 prósent svarenda teldi göngugötusvæði borgarinnar of lítið. Sá hópur fari töluvert stækkandi milli ára. Árið 2019 hafi hlutfall þeirra sem töldu svæðið of lítið verið 19,3 prósent og árið 2020 var það 23,6 prósent. Þá séu fleiri jákvæðir gagnvart göngugötum heldur en neikvæðir í öllum hverfum borgarinnar. „Alls telur mikill meirihluti, eða 70,9%, göngugötur hafa mjög jákvæð eða fremur jákvæð áhrif á mannlíf miðborgarinnar. Tæpur helmingur telur göngugötur hafa jákvæð áhrif á verslun í miðborginni og tveir af hverjum þremur telja þær hafa jákvæð áhrif á veitinga- og matsölustaði í miðborginni.“ Könnunin var lögð fyrir Reykvíkinga í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu dagana 13. til 26. ágúst 2021. Svarendur eru 18 ára og eldri og úr öllum hverfum borgarinnar.
Göngugötur Skipulag Reykjavík Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira