En hvers vegna Píratar? Alexandra Briem skrifar 24. september 2021 17:30 Hvað gerir Pírata öðruvísi, eða betri kost, en aðra flokka sem eru á svipuðu róli? Hvers vegna þykir okkur þess virði að halda úti sérstökum flokki? Nú get ég bara talað fyrir mig, og kannski lýst af afspurn því sem ég heyri frá öðrum. En í grunninn er okkar sérstaða sú að við erum bara venjulegt fólk sem fengum nóg. Ég sjálf hafði alveg verið pirruð yfir ýmsum hlutum lengi, en mér fannst einhvern veginn fjarlægt að ég sjálf færi að skipta mér af stjórnmálum. Ég hugsaði ‘tja, kannski eftir 20-30 ár, ef mér finnst það ennþá mikilvægt, en ég sá það einhvern veginn ekki sem alvöru möguleika. Stjórnmálin voru aflokuð, það fór ekkert bara hver sem er í framboð. Hrunið breytti mörgu Þetta breyttist í hruninu, amk. fyrir mig. Mér fannst ég svikin af kerfinu, eins og fólk sem ég hafði áður trúað að vissi hvað það væri að tala um væri bara að bulla, og þá rann upp fyrir mér að sennilega hefðu þau verið að því lengi, ég hefði bara ekki séð það. Allra fyrsta viðbragð hjá mér, eins og svo mörgum öðrum, var að ganga til liðs við Borgarahreyfinguna. Þar var reiðin, viljinn til breytinga og vilji til að draga til ábyrgðar þau sem höfðu valdið hruninu eða flotið sofandi að feigðarósi. Það kom þó fljótlega í ljós að reiði er ekki nóg. Borgarahreyfingin var hrein í hugsjón og bótavilja, en ósamstæð í hverju ætti að breyta eða í hvað. Það vantaði líka strúktúr til að takast á við ósætti og innri átök, og það endaði eins og það endaði. Skýrasta svarið sem fram kom eftir hrun, um það hvað þyrfti að gerast til að mynda sátt aftur í þjóðinni, til að hjálpa sárinu sem þá hafði rifnað upp að gróa, og hreinsa burtu gröftinn sem komið hafði í ljós, var ferlið sem á endanum leiddi til nýrrar stjórnarskrár. Það snýst um meira en stjórnarskrána sjálfa. Hún er líka nýtt upphaf, nýr sáttmáli, í raun ný þjóðarsátt. Enda vorum við komin á þann stað að ekkert minna dygði til. Ferli til að skrifa nýjan sáttmála þjóðarinnar sem öll hefðu möguleika að aðkomu að. Þegar þarna var komið sögu leyfði ég mér að líta til Samfylkingarinnar aftur. Ég var auðvitað ekki sammála öllu sem stjórn Jóhönnu og Steingríms gerði, en þarna höfðu þau samt staðið sig vel í að hreinsa upp eftir óstjórnina og höfðu stigið raunveruleg framfaraskref, t.d. með því að innleiða auðlindagjald og lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. En, áður en það kjörtímabil kláraðist brugðust þau þessum vonum. Árni Páll tók við stjórn í flokknum og málamiðlaði sig frá því að klára stjórnarskrána. Eftir það var ljóst að ég gæti ekki kosið þau. Leið mín lá næst í Lýðræðisvaktina, í kosningunum 2013, þegar metfjöldi framboða gaf kost á sér. Það var flokkur sem setti stjórnarskrána á oddinn og sem endurspeglaði reiði mína yfir því að svo virtist sem ekki yrði staðið við að klára að innleiða hana. En ég stóð mig samt að því, þegar ég var að safna undirskriftum fyrir þann flokk, að þegar ég hitti fyrir Pírata við sömu iðju, þá öfundaði ég þau pínu. Það var eitthvað í gangi þar sem vantaði annars staðar. Þannig fór að ég skipti yfir í Pírata eiginlega áður en sú kosning fór fram, var með þeim á kosningavökunni og skráði mig í flokkinn skömmu síðar. Eftir það var ekki aftur snúið. Lýðræði og jákvæðni Það sem Píratar höfðu var og er jákvæðni. Von fyrir framtíðina, skýr sýn á hvað þau vildu og hvað þau vildu ekki. Þau höfðu sterkan grunn, og þau höfðu gleði. Það var eitthvað sem hafði vantað, eitthvað sem mig hafði vantað. Það er nefnilega ekki nóg að vera reið, að vilja tilteknar breytingar, að vilja refsa þeim sem brutu af sér. Það heillar engan nema þá sem deila reiðinni, og reiðin étur okkur sjálf upp að innan ef hún er það eina sem við hleypum að. Píratar standa líka með nýju stjórnarskránni og hafa gert alla tíð, en ólíkt öðrum flokkum sem vissulega berjast líka fyrir henni, þá gera Píratar stjórnarskrána að skilyrði fyrir stjórnarmyndun. Það er af því að Píratar skilja að það mun aldrei vera sátt í samfélaginu fyrr en þessari vegferð er lokið. Ef þjóðin hafnar svo stjórnarskránni í atkvæðagreiðslu samhliða næstu þingkosningum, þá má kalla málið dautt. Það myndi þá a.m.k. þurfa að hugsa málið aftur alveg frá grunni. En það verður aldrei sátt um að þagga það niður og fela ofan í skúffu. Aldrei. Píratar tóku mér fagnandi á sínum tíma, og ég upplifði í fyrsta skipti alvöru þátttöku í grasrótarstarfi, að á mig væri hlustað, og ég gæti átt þátt í því að mynda stefnu fyrir stjórnmálaflokk í alvöru. Ég var slembivalin á fyrsta aðalfundi til að sitja í kjörstjórn flokksins. Ári síðar bauð ég mig fram í stjórn Pírata í Reykjavík og varð gjaldkeri, árið þar á eftir formaður. Ég þurfti ekki að þekkja neinn, þurfti ekki að eiga peninga eða völd eða vera fræg. Ég þurfti bara að vera með, vera einlæg og taka þátt. Píratar studdu mig líka þegar ég kom út úr skápnum með að vera trans, en aldrei fannst mér það hafa áhrif á stöðu mína, hvorki að það hindraði þátttöku mína, né að mér væri spilað fram í einhverri sýndarmennsku, ég hef alltaf metið það mikils. Það sem ég hef lært í grasrótarstarfinu er að flokkurinn er einlægur í umbótavilja sínum. Við erum raunverulega bara þreytt á spillingu, þreytt á sérhagsmunagæslu, þreytt á því að lýðræðið og réttarríkið séu fótum troðin. Við erum ekki eini flokkurinn sem er með einlægan umbótavilja, ekki eini flokkurinn með góðar og jákvæðar stefnur í mannréttinda- og loftslagsmálum. En við erum sá flokkur sem hefur staðið staðfastast með nýju stjórnarskránni, með bættu lýðræði og gegn sérhagsmunagæslu og spillingu. Við erum í dag höfuðandstæðingur gömlu íslensku spillingarinnar, við höfum enga hagsmuni aðra en hagsmuni almennings, engin markmið önnur en að bæta íslenskt lýðræði. Ég hef lengi barist fyrir nýja Íslandi, í dag eygi ég raunverulega von á breytingum, ég hvet ykkur öll til að hugsa til þess hvers konar landi þið viljið búa í, og nýta rödd ykkar, nýta atkvæðisréttinn og vera stórhuga. Ykkar val kann að vera annað en mitt, en ég vona þá a.m.k. sannarlega að það verði eitthvað annað en varnarflokkar innmúraðra hagsmuna, eitthvað annað en ótti við breytingar. Kjósum nýtt Ísland, kjósum nýja stjórnarskrá. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og meðlimur í grasrót flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað gerir Pírata öðruvísi, eða betri kost, en aðra flokka sem eru á svipuðu róli? Hvers vegna þykir okkur þess virði að halda úti sérstökum flokki? Nú get ég bara talað fyrir mig, og kannski lýst af afspurn því sem ég heyri frá öðrum. En í grunninn er okkar sérstaða sú að við erum bara venjulegt fólk sem fengum nóg. Ég sjálf hafði alveg verið pirruð yfir ýmsum hlutum lengi, en mér fannst einhvern veginn fjarlægt að ég sjálf færi að skipta mér af stjórnmálum. Ég hugsaði ‘tja, kannski eftir 20-30 ár, ef mér finnst það ennþá mikilvægt, en ég sá það einhvern veginn ekki sem alvöru möguleika. Stjórnmálin voru aflokuð, það fór ekkert bara hver sem er í framboð. Hrunið breytti mörgu Þetta breyttist í hruninu, amk. fyrir mig. Mér fannst ég svikin af kerfinu, eins og fólk sem ég hafði áður trúað að vissi hvað það væri að tala um væri bara að bulla, og þá rann upp fyrir mér að sennilega hefðu þau verið að því lengi, ég hefði bara ekki séð það. Allra fyrsta viðbragð hjá mér, eins og svo mörgum öðrum, var að ganga til liðs við Borgarahreyfinguna. Þar var reiðin, viljinn til breytinga og vilji til að draga til ábyrgðar þau sem höfðu valdið hruninu eða flotið sofandi að feigðarósi. Það kom þó fljótlega í ljós að reiði er ekki nóg. Borgarahreyfingin var hrein í hugsjón og bótavilja, en ósamstæð í hverju ætti að breyta eða í hvað. Það vantaði líka strúktúr til að takast á við ósætti og innri átök, og það endaði eins og það endaði. Skýrasta svarið sem fram kom eftir hrun, um það hvað þyrfti að gerast til að mynda sátt aftur í þjóðinni, til að hjálpa sárinu sem þá hafði rifnað upp að gróa, og hreinsa burtu gröftinn sem komið hafði í ljós, var ferlið sem á endanum leiddi til nýrrar stjórnarskrár. Það snýst um meira en stjórnarskrána sjálfa. Hún er líka nýtt upphaf, nýr sáttmáli, í raun ný þjóðarsátt. Enda vorum við komin á þann stað að ekkert minna dygði til. Ferli til að skrifa nýjan sáttmála þjóðarinnar sem öll hefðu möguleika að aðkomu að. Þegar þarna var komið sögu leyfði ég mér að líta til Samfylkingarinnar aftur. Ég var auðvitað ekki sammála öllu sem stjórn Jóhönnu og Steingríms gerði, en þarna höfðu þau samt staðið sig vel í að hreinsa upp eftir óstjórnina og höfðu stigið raunveruleg framfaraskref, t.d. með því að innleiða auðlindagjald og lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. En, áður en það kjörtímabil kláraðist brugðust þau þessum vonum. Árni Páll tók við stjórn í flokknum og málamiðlaði sig frá því að klára stjórnarskrána. Eftir það var ljóst að ég gæti ekki kosið þau. Leið mín lá næst í Lýðræðisvaktina, í kosningunum 2013, þegar metfjöldi framboða gaf kost á sér. Það var flokkur sem setti stjórnarskrána á oddinn og sem endurspeglaði reiði mína yfir því að svo virtist sem ekki yrði staðið við að klára að innleiða hana. En ég stóð mig samt að því, þegar ég var að safna undirskriftum fyrir þann flokk, að þegar ég hitti fyrir Pírata við sömu iðju, þá öfundaði ég þau pínu. Það var eitthvað í gangi þar sem vantaði annars staðar. Þannig fór að ég skipti yfir í Pírata eiginlega áður en sú kosning fór fram, var með þeim á kosningavökunni og skráði mig í flokkinn skömmu síðar. Eftir það var ekki aftur snúið. Lýðræði og jákvæðni Það sem Píratar höfðu var og er jákvæðni. Von fyrir framtíðina, skýr sýn á hvað þau vildu og hvað þau vildu ekki. Þau höfðu sterkan grunn, og þau höfðu gleði. Það var eitthvað sem hafði vantað, eitthvað sem mig hafði vantað. Það er nefnilega ekki nóg að vera reið, að vilja tilteknar breytingar, að vilja refsa þeim sem brutu af sér. Það heillar engan nema þá sem deila reiðinni, og reiðin étur okkur sjálf upp að innan ef hún er það eina sem við hleypum að. Píratar standa líka með nýju stjórnarskránni og hafa gert alla tíð, en ólíkt öðrum flokkum sem vissulega berjast líka fyrir henni, þá gera Píratar stjórnarskrána að skilyrði fyrir stjórnarmyndun. Það er af því að Píratar skilja að það mun aldrei vera sátt í samfélaginu fyrr en þessari vegferð er lokið. Ef þjóðin hafnar svo stjórnarskránni í atkvæðagreiðslu samhliða næstu þingkosningum, þá má kalla málið dautt. Það myndi þá a.m.k. þurfa að hugsa málið aftur alveg frá grunni. En það verður aldrei sátt um að þagga það niður og fela ofan í skúffu. Aldrei. Píratar tóku mér fagnandi á sínum tíma, og ég upplifði í fyrsta skipti alvöru þátttöku í grasrótarstarfi, að á mig væri hlustað, og ég gæti átt þátt í því að mynda stefnu fyrir stjórnmálaflokk í alvöru. Ég var slembivalin á fyrsta aðalfundi til að sitja í kjörstjórn flokksins. Ári síðar bauð ég mig fram í stjórn Pírata í Reykjavík og varð gjaldkeri, árið þar á eftir formaður. Ég þurfti ekki að þekkja neinn, þurfti ekki að eiga peninga eða völd eða vera fræg. Ég þurfti bara að vera með, vera einlæg og taka þátt. Píratar studdu mig líka þegar ég kom út úr skápnum með að vera trans, en aldrei fannst mér það hafa áhrif á stöðu mína, hvorki að það hindraði þátttöku mína, né að mér væri spilað fram í einhverri sýndarmennsku, ég hef alltaf metið það mikils. Það sem ég hef lært í grasrótarstarfinu er að flokkurinn er einlægur í umbótavilja sínum. Við erum raunverulega bara þreytt á spillingu, þreytt á sérhagsmunagæslu, þreytt á því að lýðræðið og réttarríkið séu fótum troðin. Við erum ekki eini flokkurinn sem er með einlægan umbótavilja, ekki eini flokkurinn með góðar og jákvæðar stefnur í mannréttinda- og loftslagsmálum. En við erum sá flokkur sem hefur staðið staðfastast með nýju stjórnarskránni, með bættu lýðræði og gegn sérhagsmunagæslu og spillingu. Við erum í dag höfuðandstæðingur gömlu íslensku spillingarinnar, við höfum enga hagsmuni aðra en hagsmuni almennings, engin markmið önnur en að bæta íslenskt lýðræði. Ég hef lengi barist fyrir nýja Íslandi, í dag eygi ég raunverulega von á breytingum, ég hvet ykkur öll til að hugsa til þess hvers konar landi þið viljið búa í, og nýta rödd ykkar, nýta atkvæðisréttinn og vera stórhuga. Ykkar val kann að vera annað en mitt, en ég vona þá a.m.k. sannarlega að það verði eitthvað annað en varnarflokkar innmúraðra hagsmuna, eitthvað annað en ótti við breytingar. Kjósum nýtt Ísland, kjósum nýja stjórnarskrá. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og meðlimur í grasrót flokksins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun