Við getum byggt stórkostlegt samfélag Guðmundur Auðunsson skrifar 24. september 2021 16:30 Einn stærsti glæpur nýfrjálshyggjunnar var að hún stal frá fólki voninni. Sósíalisminn, sem á rætur sínar að rekja allavega aftur til frönsku byltingarinnar, hafði alltaf vonina með sér. Vonina um útrýmingu fátæktar, fyrir mannlegri reisn og samfélagi jöfnuðar og réttlætis. Á morgun mun maísólin skína, maísólin okkar einingarbands. Fyrir þessu berum við fána þessa framtíðarlands. Þegar nýfrjálshyggjan náði að læsa klónum sínum í allt efnahagskerfið og stjórnkerfið þá gáfust mjög margir vinstrimenn upp. Það var búið að stela voninni um betra samfélag. Kapítalisminn hafði sigrað, „endalok sögunnar“ sögðu fræðimenn, deilur um efnahagskerfið voru búna, bara eitt kerfi virkaði. Vinstrimenn smituðust af blairisma og fóru að snúa sér að því að berjast fyrir mannréttindum minnihlutahópa með góðum árangri. Hægrimönnum var látin eftir efnahagsstefna. Í skjóli þessa gekk auðvaldið á lagið og í krafti nýfrjálshyggju hrifsaði sífell meira af virðisaukningunni í efnahagskerfinu. Hinir ríku urðu sífellt ríkari, fátækir sátu eftir. „Sjáið þið ekki veisluna strákar?“ kvökuðu nýfrjálshyggjumennirnir. „Við erum þeir einum sem kunnum að reka bísniss.“ Þeir stálu bönkunum, stálu óveidda fiskinum og stálu Símanum. Verkalýðshreyfingin hætti að vera baráttutæki og varð að kaffispjalli með atvinnurekendum og umsjón með sumarbústöðum. Það var búið að stela voninni frá fólki. Fátækir, öryrkjar og aldraðir yrðu bara að sætta sig við það að fátækt væri þeim sjálfum að kenna. Og samfélaginu var sagt að fátækt yrði alltaf til og þeir ríku væru bara ríkir af því að þeir væru duglegastir og flottastir. Þá kom hrunið. Almenningur rís upp Þegar hrunið kom þá hrundi nýfrjálshyggjan hugmyndafræðilega. Margir, sérstaklega hinir ríku, hafa kannski ekki fattað það og halda áfram sínu striki. En hugmyndafræði hennar er dauð. Við hrunið afhjúpaðist að keisarinn var nakinn. Flottu útrásarvíkingarnir voru ekkert flottir eftir allt, þeir voru bara gráðugir fjárhættuspilarar og þegar þeir sprengdu bankann sinn í orðsins fyllstu merkingu fékk almenningur loksins nóg. Búsáhaldabyltingin hófst og í fyrsta skiptið í sögunni tókst almenningi að hrekja stjórn frá völdum með samtakamætti sínum. Við tók vinstristjórn sem gerði margt ágætt, en brást í veigamiklum málum. Fólk missti allt sitt í hruninu en hrunverjarnir sjálfir sluppu með illa fenginn auð sinn. Bankarnir gengu að heimilum fólks en afskrifuðu kúlulán þeirra ríku, sem héldu bara áfram að vera rík. Stjórnarskráin sem samin var af fólkinu var stolið af auðvaldinu og Sjálfstæðisflokkurinn tók til við að færa allt aftur í sama horf og fyrir hrun. Byltingin var svikin. Sósíalistaflokkurinn tekur við keflinu En samfélagið var breytt. Almenningur var hættur að láta auðvaldið labba yfir sig á skítugum skónum. Fólk sætti sig ekki lengur við fátækt og óréttlæti, þau kröfðust jöfnuðar og réttlæti. Í þessari uppreisn fæddist Sósíalistaflokkur Íslands. Nýr flokkur fyrir Sósíalisma 21. aldarinnar, byggður á almannabaráttu fyrri ára. Sósíalistar snéru sér fyrst að því að endurvekja verkalýðshreyfinguna með góðum árangri. Náðu síðan fulltrúa í Borgarstjórn Reykjavíkur. Nú er komið að Alþingi. En við erum ekki bara að bjóða okkur fram til að komast á þing, við erum að bjóða okkur fram til að halda áfram uppbyggingu hreyfingar almennings. Við erum rétt að byrja, við höfum fundið vonina á ný. Stórkostlegt samfélag: Skilum Sósíalistum sterkum á þing Sósíalistar í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, hafa háð frábæra kosningabaráttu gegn ofurmagni fjármagns hinna flokkanna í kjördæminu. Við höfum háð baráttu byggða á sjálfboðaliðum gegn auglýsinga og skiltaherferð hinna flokkanna. Stór hópur manna og kvenna, ungra og eldri hefur verið á fullu að tala við kjósendur. Án þessa frábæra hóps værum við ekki þar sem við erum í dag. Kostnaður okkar við baráttunna er nær eingöngu eldsneytiskostnaður á bílana þegar við höfum verið að þeytast um kjördæmið. Þrátt fyrir það virðumst við vera alveg við það að ná þingmanni fyrir Sósíalista í kjördæminu. Baráttan er hvort Ásmundur Friðriksson nái endurkjöri sem þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins eða Sósíalistar nái manni inn í Suðurkjördæmi. Við verðum því öll að berjast fyrir hverju atkvæði, tala við vini og vandamenn og hvetja þau til að skila rauðu. Rauðu fyrir framtíðina, rauðu fyrir stórkostlegt samfélag sem við getum öll byggt í sameiningu. Kjósum J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum á morgun, 25. september. Höfundur er oddviti J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Auðunsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Einn stærsti glæpur nýfrjálshyggjunnar var að hún stal frá fólki voninni. Sósíalisminn, sem á rætur sínar að rekja allavega aftur til frönsku byltingarinnar, hafði alltaf vonina með sér. Vonina um útrýmingu fátæktar, fyrir mannlegri reisn og samfélagi jöfnuðar og réttlætis. Á morgun mun maísólin skína, maísólin okkar einingarbands. Fyrir þessu berum við fána þessa framtíðarlands. Þegar nýfrjálshyggjan náði að læsa klónum sínum í allt efnahagskerfið og stjórnkerfið þá gáfust mjög margir vinstrimenn upp. Það var búið að stela voninni um betra samfélag. Kapítalisminn hafði sigrað, „endalok sögunnar“ sögðu fræðimenn, deilur um efnahagskerfið voru búna, bara eitt kerfi virkaði. Vinstrimenn smituðust af blairisma og fóru að snúa sér að því að berjast fyrir mannréttindum minnihlutahópa með góðum árangri. Hægrimönnum var látin eftir efnahagsstefna. Í skjóli þessa gekk auðvaldið á lagið og í krafti nýfrjálshyggju hrifsaði sífell meira af virðisaukningunni í efnahagskerfinu. Hinir ríku urðu sífellt ríkari, fátækir sátu eftir. „Sjáið þið ekki veisluna strákar?“ kvökuðu nýfrjálshyggjumennirnir. „Við erum þeir einum sem kunnum að reka bísniss.“ Þeir stálu bönkunum, stálu óveidda fiskinum og stálu Símanum. Verkalýðshreyfingin hætti að vera baráttutæki og varð að kaffispjalli með atvinnurekendum og umsjón með sumarbústöðum. Það var búið að stela voninni frá fólki. Fátækir, öryrkjar og aldraðir yrðu bara að sætta sig við það að fátækt væri þeim sjálfum að kenna. Og samfélaginu var sagt að fátækt yrði alltaf til og þeir ríku væru bara ríkir af því að þeir væru duglegastir og flottastir. Þá kom hrunið. Almenningur rís upp Þegar hrunið kom þá hrundi nýfrjálshyggjan hugmyndafræðilega. Margir, sérstaklega hinir ríku, hafa kannski ekki fattað það og halda áfram sínu striki. En hugmyndafræði hennar er dauð. Við hrunið afhjúpaðist að keisarinn var nakinn. Flottu útrásarvíkingarnir voru ekkert flottir eftir allt, þeir voru bara gráðugir fjárhættuspilarar og þegar þeir sprengdu bankann sinn í orðsins fyllstu merkingu fékk almenningur loksins nóg. Búsáhaldabyltingin hófst og í fyrsta skiptið í sögunni tókst almenningi að hrekja stjórn frá völdum með samtakamætti sínum. Við tók vinstristjórn sem gerði margt ágætt, en brást í veigamiklum málum. Fólk missti allt sitt í hruninu en hrunverjarnir sjálfir sluppu með illa fenginn auð sinn. Bankarnir gengu að heimilum fólks en afskrifuðu kúlulán þeirra ríku, sem héldu bara áfram að vera rík. Stjórnarskráin sem samin var af fólkinu var stolið af auðvaldinu og Sjálfstæðisflokkurinn tók til við að færa allt aftur í sama horf og fyrir hrun. Byltingin var svikin. Sósíalistaflokkurinn tekur við keflinu En samfélagið var breytt. Almenningur var hættur að láta auðvaldið labba yfir sig á skítugum skónum. Fólk sætti sig ekki lengur við fátækt og óréttlæti, þau kröfðust jöfnuðar og réttlæti. Í þessari uppreisn fæddist Sósíalistaflokkur Íslands. Nýr flokkur fyrir Sósíalisma 21. aldarinnar, byggður á almannabaráttu fyrri ára. Sósíalistar snéru sér fyrst að því að endurvekja verkalýðshreyfinguna með góðum árangri. Náðu síðan fulltrúa í Borgarstjórn Reykjavíkur. Nú er komið að Alþingi. En við erum ekki bara að bjóða okkur fram til að komast á þing, við erum að bjóða okkur fram til að halda áfram uppbyggingu hreyfingar almennings. Við erum rétt að byrja, við höfum fundið vonina á ný. Stórkostlegt samfélag: Skilum Sósíalistum sterkum á þing Sósíalistar í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, hafa háð frábæra kosningabaráttu gegn ofurmagni fjármagns hinna flokkanna í kjördæminu. Við höfum háð baráttu byggða á sjálfboðaliðum gegn auglýsinga og skiltaherferð hinna flokkanna. Stór hópur manna og kvenna, ungra og eldri hefur verið á fullu að tala við kjósendur. Án þessa frábæra hóps værum við ekki þar sem við erum í dag. Kostnaður okkar við baráttunna er nær eingöngu eldsneytiskostnaður á bílana þegar við höfum verið að þeytast um kjördæmið. Þrátt fyrir það virðumst við vera alveg við það að ná þingmanni fyrir Sósíalista í kjördæminu. Baráttan er hvort Ásmundur Friðriksson nái endurkjöri sem þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins eða Sósíalistar nái manni inn í Suðurkjördæmi. Við verðum því öll að berjast fyrir hverju atkvæði, tala við vini og vandamenn og hvetja þau til að skila rauðu. Rauðu fyrir framtíðina, rauðu fyrir stórkostlegt samfélag sem við getum öll byggt í sameiningu. Kjósum J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum á morgun, 25. september. Höfundur er oddviti J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun