Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. september 2021 12:29 Gögnin eru sögð hluti af rannsókn héraðssaksóknara á starfsháttum Samherja í Namibíu. Samsett „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. Aðalsteinn hafði á þessum tíma yfirumsjón með starfsemi Samherja í Afríku og var einn nánasti samstarfsmaður Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. „Ég á við hvort hægt sé að beita hótunum,“ bætti hann við í kjölfarið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar sem er byggð á áður óséðum gögnum innan úr Samherja. Samskiptin eru sögð sýna hversu víðtæk þekking var innan fyrirtækisins um mútugreiðslur til Namibíumanna en gögnin eru undir í rannsókn héraðssaksóknara og namibískra yfirvalda á starfsháttum Samherja í Namibíu. Talaði oftar en einu sinni um mútur Gefa gögnin til kynna að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi fengið stöðugar upplýsingar um gang mála og kynnt starfsemina fyrir stjórn fyrirtækisins. Málsvörn fyrirtækisins fram að þessu hefur meðal annars byggt á því að ef eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað þá hafi það verið á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og uppljóstrara í málinu. Sjálfur hefur hann viðurkennt að hafa greitt mútur til að tryggja fyrirtækinu fiskveiðikvóta. Samskiptin sýna hins vegar að Aðalsteinn, sem var þá yfirmaður Jóhannesar, hafði oftar en einu sinni velt því upp hvort Samherji gæti notað mútugreiðslur til að smyrja hjólin í Namibíu. „Á einhverju stigi kann að skipta máli að múta einhverjum leiðtoga þessara manna,“ segir í stuttum skilaboðum Aðalsteins til Jóhannesar og Ingvars Júlíussonar, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, þann 16. desember 2011. Vildi ekki ræða málin í tölvupósti Gögnin eru sömuleiðis sögð gefa hugmynd um hvers vegna engir tölvupóstar hafa fundist frá Þorsteini Má um mútur. Árið 2017 spyr forstjórinn „saelir tarf tetta allt ad vera til i postum milli manna ?“ í tölvupósti til undirmanna sinna. Jóhannes Stefánsson hefur sagt að hann hafi borið mútugreiðslurnar undir Þorstein Má í samtölum þeirra á milli og hafi ekki greitt neinar mútur án þess að fá grænt ljós frá Þorsteini. Hann hafi þó aldrei verið í póstsamskiptum við forstjórann heldur rætt við hann í gegnum Skype eða öruggan fjarfundabúnað á skrifstofum Samherja. Rannsókn héraðssaksóknara snýr meðal annars að því hvort Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og aðrir hátt settir stjórnendur hafi verið meðvitaðir um mútugreiðslurnar.Vísir/Vilhelm Útbjuggu minnisblað fyrir Þorstein Í gögnunum sem Stundin hefur undir höndum er einnig minnst á minnisblað sem var útbúið fyrir Þorstein Má um Namibíu-verkefnið. „Sú tenging sem Wilie virðist hafa við SWAP flokknum gæti orðið mjög dýrmæt enda eru kvótaúthlutanir pólitískar,“ skrifaði Jóhannes í þetta minnisblað fyrir Þorstein. Willie var fyrsti samstarfsmaður Samherja í Namibíu og hafði milligöngu um að semja við SWAPO-flokkinn, sem hefur verið við stjórnvölinn í Namibíu frá 1990. Jóhannes bendir Þorsteini einnig á að peningar til SWAPO endi hjá flokknum en ekki í ríkissjóði. „SWAP[O] hugsar þetta að hluta til sem leið til að fjármagna rekstur flokksins í gegnum samtök eða fyrirtæki sem að heitir Polit Buro,“ segir hann í minnisblaðinu sem Stundin vísar til. Þá sýna gögnin að Þorsteinn Már átti mun fleiri fundi í persónu en áður hefur verið greint frá með „hákörlunum“, namibísku ráða- og áhrifamönnunum sem sitja nú í fangelsi og bíða þess að koma fyrir dóm vegna ákæru um mútuþægni. Togarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, félags sem Samherji á stóran hlut í, var kyrrsett að kröfu yfirvalda í Namibíu árið 2019. Kyrrsetningunni var síðar aflétt og skipið selt. Kynnti sér mútur og spillingu í Afríku Segir í umfjöllun Stundarinnar að Arna Bryndís Baldvins McClure, innanhúslögmaður Samherja, hafi leitað til utanaðkomandi lögmanns árið 2013 varðandi ráð vegna þjónustusamnings um afurðir togarans Heinaste sem Samherji gerði út í Namibíu. Til baka fékk hún ljósrit upp úr bókinni „Alþjóðlegir viðskiptasamningar“ þar sem meðal annars komu fram varúðarorð um mútur og spillingu. „Yfirleitt eru mútur greiddar sem „umboðslaun“ („commission“) til milliliða í þjónustu hins opinbera. Umboðslaunin eru reiknuð sem hlutfall af verðmæti viðskiptanna og getur þóknunin hæglega numið milljörðum íslenskra króna í sumum tilvikum,“ segir meðal annars í kaflabrotinu sem Arna fékk. Þar sagði einnig: „[E]r ábyrgðin jafnt þeirra sem inna slíkar greiðslur af hendi og hinna sem taka við þeim. Til dæmis segir það jafn mikið um framferði stórfyrirtækja og siðferði innlendra valdahafa, þegar bent er á hversu mikil spilling ríkir í viðskiptum í löndum Afríku sunnan Sahara.“ Fram kemur í grein Stundarinnar að þessi leið sem Önnu var bent á sé nákvæmlega sú sem Samherji fór í Namibíu. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. 6. júlí 2021 17:02 Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja. 5. febrúar 2021 14:50 Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34 Þorsteinn Már sagður vera með réttarstöðu sakbornings Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er sagður vera á meðal sex núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins sem hafa réttarstöðu sakbornings 3. september 2020 19:26 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Aðalsteinn hafði á þessum tíma yfirumsjón með starfsemi Samherja í Afríku og var einn nánasti samstarfsmaður Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. „Ég á við hvort hægt sé að beita hótunum,“ bætti hann við í kjölfarið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar sem er byggð á áður óséðum gögnum innan úr Samherja. Samskiptin eru sögð sýna hversu víðtæk þekking var innan fyrirtækisins um mútugreiðslur til Namibíumanna en gögnin eru undir í rannsókn héraðssaksóknara og namibískra yfirvalda á starfsháttum Samherja í Namibíu. Talaði oftar en einu sinni um mútur Gefa gögnin til kynna að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi fengið stöðugar upplýsingar um gang mála og kynnt starfsemina fyrir stjórn fyrirtækisins. Málsvörn fyrirtækisins fram að þessu hefur meðal annars byggt á því að ef eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað þá hafi það verið á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og uppljóstrara í málinu. Sjálfur hefur hann viðurkennt að hafa greitt mútur til að tryggja fyrirtækinu fiskveiðikvóta. Samskiptin sýna hins vegar að Aðalsteinn, sem var þá yfirmaður Jóhannesar, hafði oftar en einu sinni velt því upp hvort Samherji gæti notað mútugreiðslur til að smyrja hjólin í Namibíu. „Á einhverju stigi kann að skipta máli að múta einhverjum leiðtoga þessara manna,“ segir í stuttum skilaboðum Aðalsteins til Jóhannesar og Ingvars Júlíussonar, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, þann 16. desember 2011. Vildi ekki ræða málin í tölvupósti Gögnin eru sömuleiðis sögð gefa hugmynd um hvers vegna engir tölvupóstar hafa fundist frá Þorsteini Má um mútur. Árið 2017 spyr forstjórinn „saelir tarf tetta allt ad vera til i postum milli manna ?“ í tölvupósti til undirmanna sinna. Jóhannes Stefánsson hefur sagt að hann hafi borið mútugreiðslurnar undir Þorstein Má í samtölum þeirra á milli og hafi ekki greitt neinar mútur án þess að fá grænt ljós frá Þorsteini. Hann hafi þó aldrei verið í póstsamskiptum við forstjórann heldur rætt við hann í gegnum Skype eða öruggan fjarfundabúnað á skrifstofum Samherja. Rannsókn héraðssaksóknara snýr meðal annars að því hvort Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og aðrir hátt settir stjórnendur hafi verið meðvitaðir um mútugreiðslurnar.Vísir/Vilhelm Útbjuggu minnisblað fyrir Þorstein Í gögnunum sem Stundin hefur undir höndum er einnig minnst á minnisblað sem var útbúið fyrir Þorstein Má um Namibíu-verkefnið. „Sú tenging sem Wilie virðist hafa við SWAP flokknum gæti orðið mjög dýrmæt enda eru kvótaúthlutanir pólitískar,“ skrifaði Jóhannes í þetta minnisblað fyrir Þorstein. Willie var fyrsti samstarfsmaður Samherja í Namibíu og hafði milligöngu um að semja við SWAPO-flokkinn, sem hefur verið við stjórnvölinn í Namibíu frá 1990. Jóhannes bendir Þorsteini einnig á að peningar til SWAPO endi hjá flokknum en ekki í ríkissjóði. „SWAP[O] hugsar þetta að hluta til sem leið til að fjármagna rekstur flokksins í gegnum samtök eða fyrirtæki sem að heitir Polit Buro,“ segir hann í minnisblaðinu sem Stundin vísar til. Þá sýna gögnin að Þorsteinn Már átti mun fleiri fundi í persónu en áður hefur verið greint frá með „hákörlunum“, namibísku ráða- og áhrifamönnunum sem sitja nú í fangelsi og bíða þess að koma fyrir dóm vegna ákæru um mútuþægni. Togarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, félags sem Samherji á stóran hlut í, var kyrrsett að kröfu yfirvalda í Namibíu árið 2019. Kyrrsetningunni var síðar aflétt og skipið selt. Kynnti sér mútur og spillingu í Afríku Segir í umfjöllun Stundarinnar að Arna Bryndís Baldvins McClure, innanhúslögmaður Samherja, hafi leitað til utanaðkomandi lögmanns árið 2013 varðandi ráð vegna þjónustusamnings um afurðir togarans Heinaste sem Samherji gerði út í Namibíu. Til baka fékk hún ljósrit upp úr bókinni „Alþjóðlegir viðskiptasamningar“ þar sem meðal annars komu fram varúðarorð um mútur og spillingu. „Yfirleitt eru mútur greiddar sem „umboðslaun“ („commission“) til milliliða í þjónustu hins opinbera. Umboðslaunin eru reiknuð sem hlutfall af verðmæti viðskiptanna og getur þóknunin hæglega numið milljörðum íslenskra króna í sumum tilvikum,“ segir meðal annars í kaflabrotinu sem Arna fékk. Þar sagði einnig: „[E]r ábyrgðin jafnt þeirra sem inna slíkar greiðslur af hendi og hinna sem taka við þeim. Til dæmis segir það jafn mikið um framferði stórfyrirtækja og siðferði innlendra valdahafa, þegar bent er á hversu mikil spilling ríkir í viðskiptum í löndum Afríku sunnan Sahara.“ Fram kemur í grein Stundarinnar að þessi leið sem Önnu var bent á sé nákvæmlega sú sem Samherji fór í Namibíu.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. 6. júlí 2021 17:02 Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja. 5. febrúar 2021 14:50 Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34 Þorsteinn Már sagður vera með réttarstöðu sakbornings Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er sagður vera á meðal sex núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins sem hafa réttarstöðu sakbornings 3. september 2020 19:26 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Félagi í eigu Samherja gert að greiða namibískum sjómönnum bætur Félagið ArcticNam, sem er í helmingseigu Samherja, hefur verið dæmt í félagsdómi til að greiða 23 namibískum sjómönnum togarans Heinaste samtals 15,7 milljónir íslenskra króna í sáttabætur. Sjómönnunum var sagt upp fyrirvaralaust árið 2019 og skipt út fyrir ódýrara vinnuafl. 6. júlí 2021 17:02
Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja. 5. febrúar 2021 14:50
Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34
Þorsteinn Már sagður vera með réttarstöðu sakbornings Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er sagður vera á meðal sex núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins sem hafa réttarstöðu sakbornings 3. september 2020 19:26