Er núverandi peningakerfi komið á endastöð? Víkingur Hauksson skrifar 24. september 2021 09:16 Eðli skulda Síðan heimurinn fór af gullfætinum hefur hann einkennst af skuldum, en skuldir eru rót efnahagslegra sveifla því þær eru í eðli sínu sveiflukenndar. Þegar aðili tekur lán getur hann í nútíðinni eytt meiru en hann þénar. Þetta er þó gert á kostnað framtíðar kaupmátts því þegar lánið er borgað til baka þarf aðilinn að eyða minna en hann þénar. Í hagkerfi sem byggist á lánsfé á hagvöxtur sér stað þegar lánsfé er auðfengið, en samdráttur þegar það er af skornum skammti. Seðlabankar stjórna framboði lánsfés í hagkerfinu með stýrivöxtum. Þeir lækka stýrivexti til að örva skammtíma hagvöxt, því þegar vextir eru lægri er hagstæðara að taka lán, og þegar það er hagstæðara að taka lán þá hafa aðilar samfélagsins meira á milli handanna til skemmri tíma. Efnahagslegar sveiflur Þegar kaupmáttur samfélagsins eykst of mikið umfram raunverulega framleiðni fara vörur að hækka í verði (verðbólga). Þegar verðbólgan verður of mikil að mati seðlabanka þá hækka þeir stýrivexti til að draga úr lántökum og kæla þannig hagkerfið. Þetta er ástæðan fyrir þeim mörgu efnahagslegu sveiflum sem við höfum upplifað í gegnum tíðina. Samdrættirnir fá hinsvegar aldrei að spilast alveg út og leiðrétta þannig ójafnvægið sem myndaðist milli framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu þegar útþenslan átti sér stað. Þegar samdráttur byrjar að hafa neikvæð skammtíma áhrif á samfélagið þá lækka seðlabankar stýrivexti á ný til að hrinda af stað nýjum hagvexti. Langtíma skuldasöfnun Þessar tvær staðreyndir eru lykilatriði að átta sig á: Samdrættirnir fá aldrei að spilast alveg út. Þegar seðlabankar lækka stýrivexti þá er mannlegt eðli að endurfjármagna og taka stærra lán, frekar en að borga niður það gamla. Þær eru lykilatriði vegna þess að þær eru ástæðan fyrir því að út úr hverjum samdrætti kemur hagkerfið með hærri skuldir á bakinu. Þess vegna hefur magn skulda í hlutfalli við raunverulega framleiðni farið sívaxandi og stýrivextir verið á stöðugri niðurleið í 40 ár. Pattstaða Nú er síðan heldur betur komið babb í bátinn vegna þess að eftir síðustu áratugi eru stýrivextir nú komnir í kringum núllið á heimsvísu. Þetta þýðir að seðlabankar geta ekki lengur örvað hagkerfið með því að lækka þá, því þeir komast ekki lægra. Ákvarðanir fyrrum stjórnarmanna í gegnum tíðina hafa sett núverandi aðila í stjórn í algjöra pattstöðu, því þeir hafa ekki úr neinum góðum kostum að velja. Þeir hafa í raun bara tvo kosti: Fyrri kosturinn er að leyfa uppsöfnuðum skuldum síðustu áratuga að leiðrétta sig. Þetta yrði mjög sársaukafullt þar sem allir bankar færu á hausinn og það yrði algjört hrun sem tæki 10+ ár fyrir hagkerfið að jafna sig á. Það vill enginn í stjórn að sú atburðarrás verði hans arfleifð, svo það hefur sýnt sig í gegnum söguna að aðilar kjósa frekar síðari kostinn; að halda áfram að gera það sem skapaði vandamálið til að byrja með; örva hagkerfið með enn meiri skuldsetningu. Vandamálið við síðari kostinn er þó það að eina leiðin sem þeim stendur eftir til boða er á kostnað virðis gjaldmiðilsins; peningaprentun. Á þessum tímapunkti erum við komin í "the end game" viðkomandi gjaldmiðils. „The end game” Seðlabankar búa til pening úr þunnu lofti sem þeir nota svo til að kaupa t.d. ríkisbréf, ríkisvíxla og íbúðabréf frá bönkum og stórum fjármálafyrirtækjum. Við þetta hafa bankarnir meira á milli handanna sem þeir geta svo lánað áfram út eða notað til að kaupa aðrar eignir. Þetta lækkar skuldabyrði fyrri skulda og örvar hagkerfið til styttri tíma, en heldur áfram að auka ójöfnuð heimsins; þeir sem eiga eignir hagnast á kostnað þeirra sem eiga þær ekki. Það sem meira er, er að tækniframfarir nútímans valda í eðli sínu verðhjöðnun. Tækniframfarir eru í veldisvexti svo til þess að halda sívaxandi skuldaboltanum á lofti, með því að hindra eðlislega verðhjöðnun, þurfa seðlabankar einnig að prenta peninga í veldisvexti. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært og er ástæðan fyrir því að allir valdboðsgjaldmiðlar (“fiat currencies”) verða með tímanum verðlausir (150+ hingað til í sögunni). Bara ef það væri einhver leið út úr þessu brjálæði, leið sem hentar betur þessum tæknivædda heimi... Höfundur er sjálfstæður fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Eðli skulda Síðan heimurinn fór af gullfætinum hefur hann einkennst af skuldum, en skuldir eru rót efnahagslegra sveifla því þær eru í eðli sínu sveiflukenndar. Þegar aðili tekur lán getur hann í nútíðinni eytt meiru en hann þénar. Þetta er þó gert á kostnað framtíðar kaupmátts því þegar lánið er borgað til baka þarf aðilinn að eyða minna en hann þénar. Í hagkerfi sem byggist á lánsfé á hagvöxtur sér stað þegar lánsfé er auðfengið, en samdráttur þegar það er af skornum skammti. Seðlabankar stjórna framboði lánsfés í hagkerfinu með stýrivöxtum. Þeir lækka stýrivexti til að örva skammtíma hagvöxt, því þegar vextir eru lægri er hagstæðara að taka lán, og þegar það er hagstæðara að taka lán þá hafa aðilar samfélagsins meira á milli handanna til skemmri tíma. Efnahagslegar sveiflur Þegar kaupmáttur samfélagsins eykst of mikið umfram raunverulega framleiðni fara vörur að hækka í verði (verðbólga). Þegar verðbólgan verður of mikil að mati seðlabanka þá hækka þeir stýrivexti til að draga úr lántökum og kæla þannig hagkerfið. Þetta er ástæðan fyrir þeim mörgu efnahagslegu sveiflum sem við höfum upplifað í gegnum tíðina. Samdrættirnir fá hinsvegar aldrei að spilast alveg út og leiðrétta þannig ójafnvægið sem myndaðist milli framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu þegar útþenslan átti sér stað. Þegar samdráttur byrjar að hafa neikvæð skammtíma áhrif á samfélagið þá lækka seðlabankar stýrivexti á ný til að hrinda af stað nýjum hagvexti. Langtíma skuldasöfnun Þessar tvær staðreyndir eru lykilatriði að átta sig á: Samdrættirnir fá aldrei að spilast alveg út. Þegar seðlabankar lækka stýrivexti þá er mannlegt eðli að endurfjármagna og taka stærra lán, frekar en að borga niður það gamla. Þær eru lykilatriði vegna þess að þær eru ástæðan fyrir því að út úr hverjum samdrætti kemur hagkerfið með hærri skuldir á bakinu. Þess vegna hefur magn skulda í hlutfalli við raunverulega framleiðni farið sívaxandi og stýrivextir verið á stöðugri niðurleið í 40 ár. Pattstaða Nú er síðan heldur betur komið babb í bátinn vegna þess að eftir síðustu áratugi eru stýrivextir nú komnir í kringum núllið á heimsvísu. Þetta þýðir að seðlabankar geta ekki lengur örvað hagkerfið með því að lækka þá, því þeir komast ekki lægra. Ákvarðanir fyrrum stjórnarmanna í gegnum tíðina hafa sett núverandi aðila í stjórn í algjöra pattstöðu, því þeir hafa ekki úr neinum góðum kostum að velja. Þeir hafa í raun bara tvo kosti: Fyrri kosturinn er að leyfa uppsöfnuðum skuldum síðustu áratuga að leiðrétta sig. Þetta yrði mjög sársaukafullt þar sem allir bankar færu á hausinn og það yrði algjört hrun sem tæki 10+ ár fyrir hagkerfið að jafna sig á. Það vill enginn í stjórn að sú atburðarrás verði hans arfleifð, svo það hefur sýnt sig í gegnum söguna að aðilar kjósa frekar síðari kostinn; að halda áfram að gera það sem skapaði vandamálið til að byrja með; örva hagkerfið með enn meiri skuldsetningu. Vandamálið við síðari kostinn er þó það að eina leiðin sem þeim stendur eftir til boða er á kostnað virðis gjaldmiðilsins; peningaprentun. Á þessum tímapunkti erum við komin í "the end game" viðkomandi gjaldmiðils. „The end game” Seðlabankar búa til pening úr þunnu lofti sem þeir nota svo til að kaupa t.d. ríkisbréf, ríkisvíxla og íbúðabréf frá bönkum og stórum fjármálafyrirtækjum. Við þetta hafa bankarnir meira á milli handanna sem þeir geta svo lánað áfram út eða notað til að kaupa aðrar eignir. Þetta lækkar skuldabyrði fyrri skulda og örvar hagkerfið til styttri tíma, en heldur áfram að auka ójöfnuð heimsins; þeir sem eiga eignir hagnast á kostnað þeirra sem eiga þær ekki. Það sem meira er, er að tækniframfarir nútímans valda í eðli sínu verðhjöðnun. Tækniframfarir eru í veldisvexti svo til þess að halda sívaxandi skuldaboltanum á lofti, með því að hindra eðlislega verðhjöðnun, þurfa seðlabankar einnig að prenta peninga í veldisvexti. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært og er ástæðan fyrir því að allir valdboðsgjaldmiðlar (“fiat currencies”) verða með tímanum verðlausir (150+ hingað til í sögunni). Bara ef það væri einhver leið út úr þessu brjálæði, leið sem hentar betur þessum tæknivædda heimi... Höfundur er sjálfstæður fjárfestir.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun