Hafna alfarið sögusögnum um að eldra fólk sé undanskilið Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2021 17:07 Fylgiskannanir streyma frá íslenskum könnunarfyrirtækjum þessa dagana. Gallup Gallup, Maskína og MMR hafna því að eldri aldurshópar séu undanskildir í fylgiskönnunum fyrirtækjanna í aðdraganda alþingiskosninga. Í yfirlýsingu frá Gallup segir að þess misskilnings hafi gætt víða í umræðunni undanfarna daga að kannanir á fylgi stjórnmálaflokka séu gjarnan með efri aldursmörk og endurspegli því ekki skoðanir elsta aldurshópsins. Var þeirri tilgátu meðal annars varpað fram í Kastljósi RÚV á mánudag að slík aldursmörk skýrðu mögulega hvers vegna sumir flokkar fái reglulega meira upp úr kjörkössum en í könnunum skömmu fyrir kjördag. Gallup vísar þessu á bug. „Því viljum við hjá Gallup árétta að í fylgismælingum Gallup eru Íslendingar 18 ára og eldri spurðir um afstöðu sína og engin efri mörk eru á aldri þeirra sem eru spurðir.“ Svörin séu svo vigtuð til þess að endurspegla raunverulega samsetningu þjóðarinnar. Sundurliða ávallt niðurstöður eftir aldurshópum Markaðsrannsóknarfyrirtækið MMR gaf út sambærilega tilkynningu í dag og segir niðurstöður endurspegla alla aldurshópa, 18 ára og eldri, með hliðsjón af aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þá komi upplýsingar um aldur svarenda skilmerkilega fram í hvert sinn sem MMR sendi frá sér niðurstöður. Þær megi meðal annars sjá á vefsíðu félagsins. Samhliða yfirlýsingu sinni birtir MMR töflu sem sýnir stuðning við flokka eftir aldri samkvæmt síðustu mælingum fyrirtækisins. Sýnir taflan að þeir flokkar sem eru líklegastir til að njóta hlutfallslega hás fylgis meðal eldri borgara eru helst Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-græn. Svörin vigtuð meðal annars með tilliti til aldurs Í yfirlýsingu á heimasíðu Maskínu er áréttað að í þeim könnunum þar sem fylgi flokka sé mælt í könnunum Maskínu séu engin efri mörk á aldri svarenda. Allir þeir sem hafa náð 18 ára aldri geti því lent í úrtaki. „Til að svörin endurspegli sem best raunverulega samsetningu þjóðarinnar eru svörin vigtuð með tilliti til þess, þar á meðal eftir aldri,“ segir á heimasíðu Maskínu. Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Skoðanakannanir Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Gallup segir að þess misskilnings hafi gætt víða í umræðunni undanfarna daga að kannanir á fylgi stjórnmálaflokka séu gjarnan með efri aldursmörk og endurspegli því ekki skoðanir elsta aldurshópsins. Var þeirri tilgátu meðal annars varpað fram í Kastljósi RÚV á mánudag að slík aldursmörk skýrðu mögulega hvers vegna sumir flokkar fái reglulega meira upp úr kjörkössum en í könnunum skömmu fyrir kjördag. Gallup vísar þessu á bug. „Því viljum við hjá Gallup árétta að í fylgismælingum Gallup eru Íslendingar 18 ára og eldri spurðir um afstöðu sína og engin efri mörk eru á aldri þeirra sem eru spurðir.“ Svörin séu svo vigtuð til þess að endurspegla raunverulega samsetningu þjóðarinnar. Sundurliða ávallt niðurstöður eftir aldurshópum Markaðsrannsóknarfyrirtækið MMR gaf út sambærilega tilkynningu í dag og segir niðurstöður endurspegla alla aldurshópa, 18 ára og eldri, með hliðsjón af aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þá komi upplýsingar um aldur svarenda skilmerkilega fram í hvert sinn sem MMR sendi frá sér niðurstöður. Þær megi meðal annars sjá á vefsíðu félagsins. Samhliða yfirlýsingu sinni birtir MMR töflu sem sýnir stuðning við flokka eftir aldri samkvæmt síðustu mælingum fyrirtækisins. Sýnir taflan að þeir flokkar sem eru líklegastir til að njóta hlutfallslega hás fylgis meðal eldri borgara eru helst Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-græn. Svörin vigtuð meðal annars með tilliti til aldurs Í yfirlýsingu á heimasíðu Maskínu er áréttað að í þeim könnunum þar sem fylgi flokka sé mælt í könnunum Maskínu séu engin efri mörk á aldri svarenda. Allir þeir sem hafa náð 18 ára aldri geti því lent í úrtaki. „Til að svörin endurspegli sem best raunverulega samsetningu þjóðarinnar eru svörin vigtuð með tilliti til þess, þar á meðal eftir aldri,“ segir á heimasíðu Maskínu.
Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Skoðanakannanir Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira