Saga um staðfestan glæp gegn þjóðinni Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 22. september 2021 09:00 Inni í félagsmálaráðuneytinu liggur skýrsla sem ekki fæst birt, enda leiðir hún í ljós hversu alvarlega ríkisstjórnir síðustu áratuga hafa brotið gegn heimilum landsins og við getum fullyrt að þær ríkisstjórnir sem setið hafa frá hruni hafi sýnt einbeittan vilja til þess að viðhalda brotunum gagnvart þjóðinni. Þær hafa með öllum ráðum varið óbreytt ástand og þannig fórnað hagsmunum fólksins í landinu, í þágu fjármálafyrirtækjanna sem hafa makað krókinn á kostnað heimila landsins. Tilurð skýrslunnar sem ekki fæst birt Haustið 2018 var lögð fram skýrslubeiðni á Alþingi til félags og jafnréttismálaráðherra um úttekt á stöðu ólíkra hópa fólks með tilliti til eigna-, tekju- og atvinnustöðu tíu árum eftir hrun. Frummælandi var Þórunn Egilsdóttir heitin, þingmaður Framsóknarflokksins en alls stóðu 12 þingmenn úr 5 flokkum að skýrslubeiðninni. Skýrslubeiðnin var útfærð í samvinnu við Hagsmunasamtök heimilanna sem komu liðnum „Áhrif verðtryggingar lána heimilanna á heimilin og hagkerfið“ að í skýrslubeiðninni. Aðrir liðir skýrslubeiðninnar snerust aðallega um mikilvægar tölulegar upplýsingar sem gætu komið að góðum notum þegar Rannsóknarskýrsla heimilanna verður loksins gerð. Ólafur Margeirsson hagfræðingur var fenginn til að leiða vinnu við skýrslugerðina enda er skýrslan vel og fagmannlega unnin þó teymið hans hafi ekki fengið svör við öllum sínum spurningum. Ástæða þess að vinnan við skýrsluna tók jafn langan tíma og raun ber vitni er að opinberir aðilar svöruðu fyrirspurnum oft bæði seint og illa eða jafnvel neituðu að veita upplýsingar sem þeir búa yfir. Það er annarra að takast á við þann vanda stjórnsýslunnar og verður ekki nánar fjallað um það hér. Það eru því eyður í skýrslunni en nú er skýrslan tilbúin þó ráðuneytið hafi ekki enn séð sér fært að birta hana. Hagsmunasamtök heimilanna hafa skýrsluna undir höndum. Samtökin hafa af kurteisi beðið birtingar hennar síðan í júní en við svo búið má ekki sitja og kominn tími til að opinbera glæpinn gegn þjóðinni. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en glæp því kaflinn um „áhrif verðtryggingar á hagkerfið og heimilin“ er hrollvekjandi lestur. Staðfest að verðtryggingin er glæpur Aftast í þessari grein er samantekt úr skýrslunni um verðtrygginguna og helstu niðurstöður um áhrif hennar, en hér höfum við dregið saman nokkur atriði úr þeirri samantekt lesendum til glöggvunar. Í stuttu máli má segja að skýrslan staðfesti að verðtryggingin sé glæpur gegn þjóðinni og þjóðarhag. Glæpur #1: Verðbólga Þegar Hagsmunasamtök heimilanna og við sem þetta skrifum höfum barist gegn verðtryggingunni, þá er það alltaf gegn verðtryggingu neytendalána þannig að lán heimilanna séu ekki verðtryggð. Verðtrygging á hins vegar fullan rétt á sér og hreinlega verður að vera fyrir hendi á lánum milli fagfjárfesta og banka, sem og ríkisskuldabréfum, því þannig hafa þessir aðilar hag að því að halda verðbólgunni í skefjum. Á Íslandi hefur þessu hins vegar verið snúið við. Hér er verðtrygging á lánum neytenda, sem eiga enga möguleika á því að hafa áhrif á verðbólguna, en ekki í sama mæli á skuldbindingum fagfjárfesta og banka sem hafa þess vegna haft gríðarlegan hag af því að verðbólga sé alltaf til staðar. Verðtryggð lán eru flókin afleiðulán og eiga aðeins að vera á borði fagfjárfesta sem gera ekkert annað en að fylgjast með markaðnum og spá í afleiðingar hans á lán sín og fjárfestingar. Neytendur hafa í fyrsta lagi hvorki bolmagn né þekkingu til þess auk þess sem þeir hafa enga leið til að hafa áhrif á markaði eða afleidd áhrif þeirra á lán þeirra og skuldbindingar. Verðbólga á Íslandi er ekki náttúrulögmál, hún er heimatilbúin. Hvert og eitt okkar má alveg ímynda sér hvernig lífið hefði verið betra og auðveldara á Íslandi ef verðbólga hefði ekki alltaf verið eins mikil og sagan sýnir. Heimatilbúin verðbólga vegna verðtryggingar, sem hefur haft áhrif á líf okkar allra, er glæpur #1 gegn þjóðinni. Glæpur #2: Háir stýrivextir Í verðtryggðum lánum fær fólk „lánað fyrir verðbólgunni“ með því að höfuðstólinn hækkar. Þetta þýðir að framan af lánstímanum hækkar greiðslubyrði lítið og að í gegnum allan lánstímann hafa hækkandi vextir og verðbólga lítil áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði skuldarans, en það er skammgóður vermir sem leiðir til margfalt hærri greiðslubyrði á seinni hluta lánstímans. Þegar verðbólga hækkar getur seðlabankinn gripið til vaxtahækkanna. Þetta er helsta stýritæki seðlabankans og á að valda því að neytendur finni strax fyrir áhrifum hækkandi vaxta í aukinni vaxtabyrði með hærri greiðslubyrði sem veldur því að þeir hafi minna á milli handanna og minnki eyðslu sína sem þá slær á verðbólguna. Gallinn er sá að þegar stór hluti fólks er með verðtryggð lán, þá hefur þetta helsta stýritæki seðlabankans engin áhrif nema hann hækki vextina bæði mikið og skarpt. Verðtryggð lán valda þannig hærri vöxtum og óstöðugra vaxtastigi en ef lán heimilanna væru almennt óverðtryggð. Áhrif hárra vaxta á heimilin og það sem við getum leyft okkur í okkar daglega lífi, eru ómæld. Það er einungis nýlega sem stýrivextir seðlabankans hafa lækkað svo einhverju nemi. Bankarnir hafa hins vegar ekki skilað þeim lækkunum að fullu til neytenda og komist upp með það. Í tugi ára hafa stýrivextir seðlabankans verið með þeim hæstu sem þekkjast. Háir stýrivextir vegna verðtryggingar eru því glæpur #2 gegn þjóðinni. Glæpur #3: Óstöðug króna Hátt og óstöðugt vaxtastig gerir gengi krónunnar óstöðugra en ella vegna notkunar á lánum með neikvæðum afborgunum, en verðtryggð lán eru einmitt lán með neikvæðum afborgunum. Þar sem vægi innfluttra vara er mikið í neysluverðsvísitölunni leiðir óstöðugra gengi krónunnar til óstöðugri verðbólgu sem aftur hefur neikvæð áhrif á getu seðlabankans til að hafa stjórn á verðbólguvæntingum og þar með verðbólgu. Verðbólga verður því óstöðugri og hærri vegna verðtryggingar á lánum heimilanna. Þó einhver stöðugleiki náist öðru hverju hefur hann yfirleitt verið skammvinnur og hverfull. Óstöðug króna er því glæpur gegn þjóðinni #3. Glæpur #4: Óstöðug og há verðbólga Þá má segja að við séum komin heilan hring, aftur að verðbólgunni. Það er ekki bara það að stýritæki seðlabankans í formi vaxtahækkanna, virki illa eða ekki vegna verðtryggingarinnar, heldur er líka ráðist að verðlaginu úr „hinni áttinni“, þ.e.a.s. innflutningi sem geldur fyrir óstöðugt gengi krónunnar. Það er ekki við vísitölu neysluverðs að sakast. Skekkjan liggur í því að vísitala neysluverðs hafi bein áhrif á lánin okkar og það er ekki Hagstofunni að kenna, heldur þeim sem farið hafa með stjórn efnahagsmála í mörg undanfarin ár. Óstöðug og mikil verðbólga er ekki lögmál og hún er ekki gjaldmiðlinum að kenna heldur verðtryggingunni sem stjórnvöld þrjóskast við að afnema af lánum neytenda. Verðbólga hefur alla tíð verið viðvarandi ástand að meira eða minna leiti. Hún lækkar kannski um tíma en hún kemur alltaf aftur. Há verðbólga er því glæpur gegn þjóðinni #4. Glæpur #5: Hækkun húsnæðisverðs sem leiðir til hærri skuldsetningar Verðtryggð lán hafa lægri greiðslubyrði í upphafi lánstímans og þegar stór hluti fólks lifir „frá mánuði til mánaðar“ án þess að hafa mikið eða nokkuð afgangs, þá freistast margir til að horfa til skamms tíma frekar en að horfa til langtímakostnaðar. Kannski í þeirri von að framundan sé betri tíð með blóm í haga, von sem hverfur með mun hærri greiðslubyrði síðar á lánstímanum. Verðtryggð lán flokkast sem lán með neikvæðri afborgun. Slík lán hafa víðast verið bönnuð á lánum til neytenda vegna neytendaverndarsjónarmiða þar sem slík lán hvetja til skuldsetningar: lántakinn freistast til að taka hærra lán en hann getur í raun ráðið við. Lántakinn er þannig hvattur til að taka of há lán og í raun breyta sér í spákaupmennskulántaka (e. speculative borrower) sem treystir á að eignaverð hækki nægilega til þess að hann geti staðið undir endurgreiðslu lánsins með því að selja húsnæðið seinna. Þannig ýta verðtryggð lán undir aukna skuldsetningu og hreinlega krefjast þess að húsnæðisverð fari stöðugt hækkandi, því annars gengur dæmið alls ekki upp og hækkandi húsnæðisverð krefst aftur hærri skuldsetningar af fólki sem er eingöngu að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið, hvort sem það er að kaupa eða á leigumarkaði. Keðjuverkandi áhrif verðtryggingar eru því gríðarleg. Við þurfum ekki annað en að skoða þróun húsnæðisverðs á undanförnum árum, til að sjá sannleikann í þessu því alla tíð síðan eigendur bankanna sáu sér leik á borði og hvernig þeir gætu búið sér til peninga með auknum lánum, hefur húsnæðisverð vaxið upp úr öllu valdi. Hátt húsnæðisverð er bein afleiðing verðtryggingar því húsnæðisverð verður að hækka til að einhver eignamyndun verði. Bankarnir hafa nýtt sér þessa staðreynd og ýtt undir þróunina og þannig búið til peninga með sífellt hærri lánum sem krefjast sífellt hærri afborgana. Viðvarandi stórfelld hækkun húsnæðisverðs er glæpur gegn þjóðinni #5. Glæpur #6: Almenningur gerður að fóðri fyrir bankanna Verðtrygging ýtir einnig undir útlánagetu bankastofnanna. Þar með myndast jákvæð afturvirkni (e. positive feedback) milli verðbólgu og útlánagetu bankastofnana vegna verðtryggingar lána. Það er langlíf mýta að bankarnir þurfi sparifé til að geta lánað fé. Þetta er alfarið rangt. Þvert á móti þá búa bankar til peninga með því að lána þá út. Lán eru eignir bankanna. Af því leiðir að banki þarf ekkert að hafa verðtryggingu á láni til að fá sömu upphæð til baka. Það mætti jafnvel færa rök fyrir því að bankinn ætti að verðlauna lántakann með einhverjum hætti fyrir að auka við eign hans með lántöku sinni, í stað þess að gera honum lífið erfiðara á allan hátt. Auðvitað er engin að fara fram á að lántakinn þurfi ekki að endurgreiða lánsféð, en það á þó að vera hægt að krefjast lágmarks sanngirni sem er engin í dag. Lán í banka eru tilfærslur á milli dálka í bókhaldi og á bak við fasteignalán standa bestu veð sem fyrirfinnast í veröldinni. Jafnvel þó neikvæðir vextir væru á lánum á ákveðnum tímabilum hefði það lítil sem engin áhrif á afkomu bankans. Það að verðtryggja lán neytenda er „löglegur“ glæpur sem engar siðmenntaðar þjóðir leyfa sér einu sinni að íhuga. Það að fóðra bankana á varnarlausum almenningi, á kostnað þeirra lífsgæða sem við eigum öll að geta notið, er glæpur gegn þjóðinni #6. Verðtryggingin er hunangsgildra fyrir þá verst stöddu Það er dýrt að vera fátækur. Fátækt fólk þarf yfirleitt að velja óhagstæðasta kostinn í viðskiptum því það hefur ekki efni á staðgreiðslum eða hagstæðum tilboðum sem krefjast hærri fjárútláta strax. Þetta er hvergi meira áberandi en í verðtryggingunni. Það eru meira að segja algeng rök fyrir verðtryggingunni að hún þurfi að vera til staðar svo að þau sem verst standa eigi möguleika á að koma sér þaki yfir höfuðið. Það á sem sagt að gera með því að þvinga þau í dýrustu húsnæðislán í hinum vestræna heimi! Þetta er hreint og klárt brot á stjórnarskránni því í henni stendur skýrum stöfum að ekki megi mismuna fólki eftir efnahag. Þeir sem minnst hafa á milli handanna verða að eiga möguleika á að komast inn á húsnæðismarkaðinn en það getur ekki verið réttlætanlegt að þeirra eina leið þangað sé sú sem festir þá í gildru fátæktar að eilífu. Í stað þess verðum við að búa svo um hnútana að hér sé gengisstöðugleiki, hófleg verðbólga, lágir vextir og fleira sem talið er sjálfsagt í siðmenntuðum löndum. Í þannig löndum er ekkert að því að taka 90% - 100% lán, því þar LÆKKA lán með hverri afborgun. Svo há lán eru að sjálfsögðu algjört bull í verðtryggðu umhverfi, en ekki þar sem efnahagsstjórnin er í lagi og án verðtryggingar á lánum neytenda; í löndum þar sem borin er virðing fyrir neytendarétti og almannahagsmunum, í löndum þar sem ekki er litið á almenning sem auðlind sem fjármálafyrirtækin megi ganga í að vild og misnota. Verðtryggingin er varin með kjafti og klóm Engin ríkisstjórn hefur tekist á við fjármálafyrirtækin og þorað að hrófla við hagsmunum þeirra. Við förum ekki aftar en að hruni, en hver einasta ríkisstjórn síðan þá hefur verið undir hæl þeirra. Afnám verðtryggingar er í ríkisstjórnarsáttmálanum auk þess sem um afnám hennar var samið í lífskjarasamningunum. Samt bólar EKKERT á efndum. Að þora að standa í fæturna Flestar ef ekki allar ríkisstjórnir frá hruni hafa haft afnám verðtryggingar á stefnuskrá sinni en engin þeirra hefur haft þor eða kjark til að standa í fæturna gagnvart því veldi sem fjármálafyrirtækin eru. Hver þeirra á fætur annarri hefur þannig fórnað sameiginlegum hagsmunum okkar allra fyrir sérhagsmuni þeirra sem mest hafa. Ef lögð eru fram stjórnarfrumvörp sem snerta verðtrygginguna þá eru þau meira til að sýnast en nokkuð annað. Þau ganga í fyrsta lagi aldrei nógu langt og eru í öðru lagi alltaf svæfð í nefndum og koma þannig aldrei til atkvæðagreiðslu. Ekki einu sinnu undirritaður lífskjarasamningur var nóg til að afnema verðtrygginguna þó að í honum væri skýrt kveðið á um það. Það er komið nóg og mál að linni. Stjórnmálamenn eiga að hafa fólk en ekki fjármálafyrirtæki í forgangi. Ríkisstjórnir verða að geta staðið í fæturna gagnvart fjármálaveldinu. Við segjum hingað og ekki lengra og krefjumst afnáms verðtryggingar á lánum heimilanna! Verðtryggingin er glæpur gegn þjóðinni Almenningur er ekki fóður fyrir bankana! ---------------------------------------------------- Samantekt niðurstaðna úr kaflanum „Verðtryggingin og áhrif hennar á hagkerfið og heimilin“ eftir Ólaf Margeirsson hagfræðing. Áhrif verðtryggingar lána heimilanna á heimilin Verðtryggð lán eru, í upphafi lánstímans, með lægri greiðslubyrði en óverðtryggð lán, en kostnaður vegna þeirra er, sé miðað við tímabilið janúar 2001 til ágúst 2010 svipaður eða hærri en kostnaður vegna óverðtryggðra lána […] Þá er stöðugleiki nafnkostnaðar (vextir plús verðbætur) verðtryggðra lána nær hinn sami eða eilítið minni en í tilfelli óverðtryggðra lána yfir sama tímabil [...] Verðtryggð lán flokkast sem lán með neikvæðri afborgun. Slík lán hafa verið bönnuð víða um heim eða aðgengi neytenda a.m.k. skert verulega og/eða lántakar varaðir alvarlega við að taka þau vegna neytendaverndarsjónarmiða þar sem slík lán hvetja til skuldsetningar: lántakinn freistast til að taka hærra lán en hann getur í raun ráðið við. Lántakinn er þannig hvattur til að taka of há lán og í raun breyta sér í spákaupmennskulántaka (e. speculative borrower) sem treystir á að eignaverð hækki nægilega til þess að hann geti staðið undir greiðslum á láninu með því að selja húsnæðið. Áhrif verðtryggingar lána heimilanna á hagkerfið Verðtryggð lán, líkt og önnur lán með neikvæðum afborgunum, auka hættuna á fjármálalegum óstöðugleika vegna aukins hlutfalls spákaupmennskulántaka meðal lántaka í hagkerfinu. Verðtrygging á lánum heimilanna „þvælist fyrir“ peningastefnu Seðlabankans og kemur í veg fyrir að hún virki fljótt og vel á eftirspurn í hagkerfinu. Verðtrygging gerir þar með Seðlabankanum það erfiðara fyrir að ná verðbólgumarkmiði sínu. Þar sem verðtrygging þvælist fyrir Seðlabankanum í tilraunum hans við að ná verðbólgumarkmiðinu þarf Seðlabankinn að beita stýrivaxtatæki sínu af meiri hörku en ef lán heimila væru óverðtryggð. Þetta þýðir hærra og óstöðugra vaxtastig en ef lán heimila væru almennt óverðtryggð. Hærra og óstöðugra vaxtastig ýtir undir vaxtamunarviðskipti og gjaldeyrisbólur: gengi krónunnar verður óstöðugra en ella vegna algengrar notkunar á lánum með neikvæðum afborgunum, þ.e. verðtryggingu. Þar sem vægi innfluttra vara er mikið í neysluverðsvísitölunni leiðir óstöðugra gengi krónunnar til óstöðugri verðbólgu sem aftur hefur neikvæð áhrif á getu Seðlabankans til að hafa stjórn á verðbólguvæntingum og þar með verðbólgu. Verðbólga verður því óstöðugri og hærri vegna verðtryggingar á lánum heimilanna. Verðtrygging ýtir einnig undir útlánagetu bankastofnanna. Þar með myndast jákvæð afturvirkni (e. positive feedback) milli verðbólgu og útlánagetu bankastofnana vegna verðtryggingar lána. Það er sérstaklega þess vert að benda á, þegar þessi síðustu orð skýrslunnar eru rituð í júní 2021, að hlutur og mikilvægi verðtryggðra lána hafa minnkað enn frekar upp á síðkastið. Ástæðan er viðbrögð Seðlabanka Íslands við kórónuveirukreppunni, og lífskjarasamningnum, en meginvextir voru lækkaðir niður fyrir 1% á tímabili. Vextir óverðtryggðra íbúðalána lækkuðu í kjölfarið og heimilin sáu sér leik á borði, tóku óverðtryggð lán í miklum mæli og notuðu mikið af þeim til að borga upp verðtryggð lán. Það væri hagkerfinu mjög til trafala í framtíðinni, sem sjá má á upptalningunni hér að ofan og umfjölluninni áður, ef hlutur verðtryggðra lána ykist á ný. Til að koma í veg fyrir slíkt væri það þjóðhagslega hagkvæmt að takmarka mjög aðgengi og notkun slíkra lána, þ.m.t. að íhuga það af fúlustu alvöru að banna lánveitingar á slíkum lánum til einstaklinga. Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Inni í félagsmálaráðuneytinu liggur skýrsla sem ekki fæst birt, enda leiðir hún í ljós hversu alvarlega ríkisstjórnir síðustu áratuga hafa brotið gegn heimilum landsins og við getum fullyrt að þær ríkisstjórnir sem setið hafa frá hruni hafi sýnt einbeittan vilja til þess að viðhalda brotunum gagnvart þjóðinni. Þær hafa með öllum ráðum varið óbreytt ástand og þannig fórnað hagsmunum fólksins í landinu, í þágu fjármálafyrirtækjanna sem hafa makað krókinn á kostnað heimila landsins. Tilurð skýrslunnar sem ekki fæst birt Haustið 2018 var lögð fram skýrslubeiðni á Alþingi til félags og jafnréttismálaráðherra um úttekt á stöðu ólíkra hópa fólks með tilliti til eigna-, tekju- og atvinnustöðu tíu árum eftir hrun. Frummælandi var Þórunn Egilsdóttir heitin, þingmaður Framsóknarflokksins en alls stóðu 12 þingmenn úr 5 flokkum að skýrslubeiðninni. Skýrslubeiðnin var útfærð í samvinnu við Hagsmunasamtök heimilanna sem komu liðnum „Áhrif verðtryggingar lána heimilanna á heimilin og hagkerfið“ að í skýrslubeiðninni. Aðrir liðir skýrslubeiðninnar snerust aðallega um mikilvægar tölulegar upplýsingar sem gætu komið að góðum notum þegar Rannsóknarskýrsla heimilanna verður loksins gerð. Ólafur Margeirsson hagfræðingur var fenginn til að leiða vinnu við skýrslugerðina enda er skýrslan vel og fagmannlega unnin þó teymið hans hafi ekki fengið svör við öllum sínum spurningum. Ástæða þess að vinnan við skýrsluna tók jafn langan tíma og raun ber vitni er að opinberir aðilar svöruðu fyrirspurnum oft bæði seint og illa eða jafnvel neituðu að veita upplýsingar sem þeir búa yfir. Það er annarra að takast á við þann vanda stjórnsýslunnar og verður ekki nánar fjallað um það hér. Það eru því eyður í skýrslunni en nú er skýrslan tilbúin þó ráðuneytið hafi ekki enn séð sér fært að birta hana. Hagsmunasamtök heimilanna hafa skýrsluna undir höndum. Samtökin hafa af kurteisi beðið birtingar hennar síðan í júní en við svo búið má ekki sitja og kominn tími til að opinbera glæpinn gegn þjóðinni. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en glæp því kaflinn um „áhrif verðtryggingar á hagkerfið og heimilin“ er hrollvekjandi lestur. Staðfest að verðtryggingin er glæpur Aftast í þessari grein er samantekt úr skýrslunni um verðtrygginguna og helstu niðurstöður um áhrif hennar, en hér höfum við dregið saman nokkur atriði úr þeirri samantekt lesendum til glöggvunar. Í stuttu máli má segja að skýrslan staðfesti að verðtryggingin sé glæpur gegn þjóðinni og þjóðarhag. Glæpur #1: Verðbólga Þegar Hagsmunasamtök heimilanna og við sem þetta skrifum höfum barist gegn verðtryggingunni, þá er það alltaf gegn verðtryggingu neytendalána þannig að lán heimilanna séu ekki verðtryggð. Verðtrygging á hins vegar fullan rétt á sér og hreinlega verður að vera fyrir hendi á lánum milli fagfjárfesta og banka, sem og ríkisskuldabréfum, því þannig hafa þessir aðilar hag að því að halda verðbólgunni í skefjum. Á Íslandi hefur þessu hins vegar verið snúið við. Hér er verðtrygging á lánum neytenda, sem eiga enga möguleika á því að hafa áhrif á verðbólguna, en ekki í sama mæli á skuldbindingum fagfjárfesta og banka sem hafa þess vegna haft gríðarlegan hag af því að verðbólga sé alltaf til staðar. Verðtryggð lán eru flókin afleiðulán og eiga aðeins að vera á borði fagfjárfesta sem gera ekkert annað en að fylgjast með markaðnum og spá í afleiðingar hans á lán sín og fjárfestingar. Neytendur hafa í fyrsta lagi hvorki bolmagn né þekkingu til þess auk þess sem þeir hafa enga leið til að hafa áhrif á markaði eða afleidd áhrif þeirra á lán þeirra og skuldbindingar. Verðbólga á Íslandi er ekki náttúrulögmál, hún er heimatilbúin. Hvert og eitt okkar má alveg ímynda sér hvernig lífið hefði verið betra og auðveldara á Íslandi ef verðbólga hefði ekki alltaf verið eins mikil og sagan sýnir. Heimatilbúin verðbólga vegna verðtryggingar, sem hefur haft áhrif á líf okkar allra, er glæpur #1 gegn þjóðinni. Glæpur #2: Háir stýrivextir Í verðtryggðum lánum fær fólk „lánað fyrir verðbólgunni“ með því að höfuðstólinn hækkar. Þetta þýðir að framan af lánstímanum hækkar greiðslubyrði lítið og að í gegnum allan lánstímann hafa hækkandi vextir og verðbólga lítil áhrif á mánaðarlega greiðslubyrði skuldarans, en það er skammgóður vermir sem leiðir til margfalt hærri greiðslubyrði á seinni hluta lánstímans. Þegar verðbólga hækkar getur seðlabankinn gripið til vaxtahækkanna. Þetta er helsta stýritæki seðlabankans og á að valda því að neytendur finni strax fyrir áhrifum hækkandi vaxta í aukinni vaxtabyrði með hærri greiðslubyrði sem veldur því að þeir hafi minna á milli handanna og minnki eyðslu sína sem þá slær á verðbólguna. Gallinn er sá að þegar stór hluti fólks er með verðtryggð lán, þá hefur þetta helsta stýritæki seðlabankans engin áhrif nema hann hækki vextina bæði mikið og skarpt. Verðtryggð lán valda þannig hærri vöxtum og óstöðugra vaxtastigi en ef lán heimilanna væru almennt óverðtryggð. Áhrif hárra vaxta á heimilin og það sem við getum leyft okkur í okkar daglega lífi, eru ómæld. Það er einungis nýlega sem stýrivextir seðlabankans hafa lækkað svo einhverju nemi. Bankarnir hafa hins vegar ekki skilað þeim lækkunum að fullu til neytenda og komist upp með það. Í tugi ára hafa stýrivextir seðlabankans verið með þeim hæstu sem þekkjast. Háir stýrivextir vegna verðtryggingar eru því glæpur #2 gegn þjóðinni. Glæpur #3: Óstöðug króna Hátt og óstöðugt vaxtastig gerir gengi krónunnar óstöðugra en ella vegna notkunar á lánum með neikvæðum afborgunum, en verðtryggð lán eru einmitt lán með neikvæðum afborgunum. Þar sem vægi innfluttra vara er mikið í neysluverðsvísitölunni leiðir óstöðugra gengi krónunnar til óstöðugri verðbólgu sem aftur hefur neikvæð áhrif á getu seðlabankans til að hafa stjórn á verðbólguvæntingum og þar með verðbólgu. Verðbólga verður því óstöðugri og hærri vegna verðtryggingar á lánum heimilanna. Þó einhver stöðugleiki náist öðru hverju hefur hann yfirleitt verið skammvinnur og hverfull. Óstöðug króna er því glæpur gegn þjóðinni #3. Glæpur #4: Óstöðug og há verðbólga Þá má segja að við séum komin heilan hring, aftur að verðbólgunni. Það er ekki bara það að stýritæki seðlabankans í formi vaxtahækkanna, virki illa eða ekki vegna verðtryggingarinnar, heldur er líka ráðist að verðlaginu úr „hinni áttinni“, þ.e.a.s. innflutningi sem geldur fyrir óstöðugt gengi krónunnar. Það er ekki við vísitölu neysluverðs að sakast. Skekkjan liggur í því að vísitala neysluverðs hafi bein áhrif á lánin okkar og það er ekki Hagstofunni að kenna, heldur þeim sem farið hafa með stjórn efnahagsmála í mörg undanfarin ár. Óstöðug og mikil verðbólga er ekki lögmál og hún er ekki gjaldmiðlinum að kenna heldur verðtryggingunni sem stjórnvöld þrjóskast við að afnema af lánum neytenda. Verðbólga hefur alla tíð verið viðvarandi ástand að meira eða minna leiti. Hún lækkar kannski um tíma en hún kemur alltaf aftur. Há verðbólga er því glæpur gegn þjóðinni #4. Glæpur #5: Hækkun húsnæðisverðs sem leiðir til hærri skuldsetningar Verðtryggð lán hafa lægri greiðslubyrði í upphafi lánstímans og þegar stór hluti fólks lifir „frá mánuði til mánaðar“ án þess að hafa mikið eða nokkuð afgangs, þá freistast margir til að horfa til skamms tíma frekar en að horfa til langtímakostnaðar. Kannski í þeirri von að framundan sé betri tíð með blóm í haga, von sem hverfur með mun hærri greiðslubyrði síðar á lánstímanum. Verðtryggð lán flokkast sem lán með neikvæðri afborgun. Slík lán hafa víðast verið bönnuð á lánum til neytenda vegna neytendaverndarsjónarmiða þar sem slík lán hvetja til skuldsetningar: lántakinn freistast til að taka hærra lán en hann getur í raun ráðið við. Lántakinn er þannig hvattur til að taka of há lán og í raun breyta sér í spákaupmennskulántaka (e. speculative borrower) sem treystir á að eignaverð hækki nægilega til þess að hann geti staðið undir endurgreiðslu lánsins með því að selja húsnæðið seinna. Þannig ýta verðtryggð lán undir aukna skuldsetningu og hreinlega krefjast þess að húsnæðisverð fari stöðugt hækkandi, því annars gengur dæmið alls ekki upp og hækkandi húsnæðisverð krefst aftur hærri skuldsetningar af fólki sem er eingöngu að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið, hvort sem það er að kaupa eða á leigumarkaði. Keðjuverkandi áhrif verðtryggingar eru því gríðarleg. Við þurfum ekki annað en að skoða þróun húsnæðisverðs á undanförnum árum, til að sjá sannleikann í þessu því alla tíð síðan eigendur bankanna sáu sér leik á borði og hvernig þeir gætu búið sér til peninga með auknum lánum, hefur húsnæðisverð vaxið upp úr öllu valdi. Hátt húsnæðisverð er bein afleiðing verðtryggingar því húsnæðisverð verður að hækka til að einhver eignamyndun verði. Bankarnir hafa nýtt sér þessa staðreynd og ýtt undir þróunina og þannig búið til peninga með sífellt hærri lánum sem krefjast sífellt hærri afborgana. Viðvarandi stórfelld hækkun húsnæðisverðs er glæpur gegn þjóðinni #5. Glæpur #6: Almenningur gerður að fóðri fyrir bankanna Verðtrygging ýtir einnig undir útlánagetu bankastofnanna. Þar með myndast jákvæð afturvirkni (e. positive feedback) milli verðbólgu og útlánagetu bankastofnana vegna verðtryggingar lána. Það er langlíf mýta að bankarnir þurfi sparifé til að geta lánað fé. Þetta er alfarið rangt. Þvert á móti þá búa bankar til peninga með því að lána þá út. Lán eru eignir bankanna. Af því leiðir að banki þarf ekkert að hafa verðtryggingu á láni til að fá sömu upphæð til baka. Það mætti jafnvel færa rök fyrir því að bankinn ætti að verðlauna lántakann með einhverjum hætti fyrir að auka við eign hans með lántöku sinni, í stað þess að gera honum lífið erfiðara á allan hátt. Auðvitað er engin að fara fram á að lántakinn þurfi ekki að endurgreiða lánsféð, en það á þó að vera hægt að krefjast lágmarks sanngirni sem er engin í dag. Lán í banka eru tilfærslur á milli dálka í bókhaldi og á bak við fasteignalán standa bestu veð sem fyrirfinnast í veröldinni. Jafnvel þó neikvæðir vextir væru á lánum á ákveðnum tímabilum hefði það lítil sem engin áhrif á afkomu bankans. Það að verðtryggja lán neytenda er „löglegur“ glæpur sem engar siðmenntaðar þjóðir leyfa sér einu sinni að íhuga. Það að fóðra bankana á varnarlausum almenningi, á kostnað þeirra lífsgæða sem við eigum öll að geta notið, er glæpur gegn þjóðinni #6. Verðtryggingin er hunangsgildra fyrir þá verst stöddu Það er dýrt að vera fátækur. Fátækt fólk þarf yfirleitt að velja óhagstæðasta kostinn í viðskiptum því það hefur ekki efni á staðgreiðslum eða hagstæðum tilboðum sem krefjast hærri fjárútláta strax. Þetta er hvergi meira áberandi en í verðtryggingunni. Það eru meira að segja algeng rök fyrir verðtryggingunni að hún þurfi að vera til staðar svo að þau sem verst standa eigi möguleika á að koma sér þaki yfir höfuðið. Það á sem sagt að gera með því að þvinga þau í dýrustu húsnæðislán í hinum vestræna heimi! Þetta er hreint og klárt brot á stjórnarskránni því í henni stendur skýrum stöfum að ekki megi mismuna fólki eftir efnahag. Þeir sem minnst hafa á milli handanna verða að eiga möguleika á að komast inn á húsnæðismarkaðinn en það getur ekki verið réttlætanlegt að þeirra eina leið þangað sé sú sem festir þá í gildru fátæktar að eilífu. Í stað þess verðum við að búa svo um hnútana að hér sé gengisstöðugleiki, hófleg verðbólga, lágir vextir og fleira sem talið er sjálfsagt í siðmenntuðum löndum. Í þannig löndum er ekkert að því að taka 90% - 100% lán, því þar LÆKKA lán með hverri afborgun. Svo há lán eru að sjálfsögðu algjört bull í verðtryggðu umhverfi, en ekki þar sem efnahagsstjórnin er í lagi og án verðtryggingar á lánum neytenda; í löndum þar sem borin er virðing fyrir neytendarétti og almannahagsmunum, í löndum þar sem ekki er litið á almenning sem auðlind sem fjármálafyrirtækin megi ganga í að vild og misnota. Verðtryggingin er varin með kjafti og klóm Engin ríkisstjórn hefur tekist á við fjármálafyrirtækin og þorað að hrófla við hagsmunum þeirra. Við förum ekki aftar en að hruni, en hver einasta ríkisstjórn síðan þá hefur verið undir hæl þeirra. Afnám verðtryggingar er í ríkisstjórnarsáttmálanum auk þess sem um afnám hennar var samið í lífskjarasamningunum. Samt bólar EKKERT á efndum. Að þora að standa í fæturna Flestar ef ekki allar ríkisstjórnir frá hruni hafa haft afnám verðtryggingar á stefnuskrá sinni en engin þeirra hefur haft þor eða kjark til að standa í fæturna gagnvart því veldi sem fjármálafyrirtækin eru. Hver þeirra á fætur annarri hefur þannig fórnað sameiginlegum hagsmunum okkar allra fyrir sérhagsmuni þeirra sem mest hafa. Ef lögð eru fram stjórnarfrumvörp sem snerta verðtrygginguna þá eru þau meira til að sýnast en nokkuð annað. Þau ganga í fyrsta lagi aldrei nógu langt og eru í öðru lagi alltaf svæfð í nefndum og koma þannig aldrei til atkvæðagreiðslu. Ekki einu sinnu undirritaður lífskjarasamningur var nóg til að afnema verðtrygginguna þó að í honum væri skýrt kveðið á um það. Það er komið nóg og mál að linni. Stjórnmálamenn eiga að hafa fólk en ekki fjármálafyrirtæki í forgangi. Ríkisstjórnir verða að geta staðið í fæturna gagnvart fjármálaveldinu. Við segjum hingað og ekki lengra og krefjumst afnáms verðtryggingar á lánum heimilanna! Verðtryggingin er glæpur gegn þjóðinni Almenningur er ekki fóður fyrir bankana! ---------------------------------------------------- Samantekt niðurstaðna úr kaflanum „Verðtryggingin og áhrif hennar á hagkerfið og heimilin“ eftir Ólaf Margeirsson hagfræðing. Áhrif verðtryggingar lána heimilanna á heimilin Verðtryggð lán eru, í upphafi lánstímans, með lægri greiðslubyrði en óverðtryggð lán, en kostnaður vegna þeirra er, sé miðað við tímabilið janúar 2001 til ágúst 2010 svipaður eða hærri en kostnaður vegna óverðtryggðra lána […] Þá er stöðugleiki nafnkostnaðar (vextir plús verðbætur) verðtryggðra lána nær hinn sami eða eilítið minni en í tilfelli óverðtryggðra lána yfir sama tímabil [...] Verðtryggð lán flokkast sem lán með neikvæðri afborgun. Slík lán hafa verið bönnuð víða um heim eða aðgengi neytenda a.m.k. skert verulega og/eða lántakar varaðir alvarlega við að taka þau vegna neytendaverndarsjónarmiða þar sem slík lán hvetja til skuldsetningar: lántakinn freistast til að taka hærra lán en hann getur í raun ráðið við. Lántakinn er þannig hvattur til að taka of há lán og í raun breyta sér í spákaupmennskulántaka (e. speculative borrower) sem treystir á að eignaverð hækki nægilega til þess að hann geti staðið undir greiðslum á láninu með því að selja húsnæðið. Áhrif verðtryggingar lána heimilanna á hagkerfið Verðtryggð lán, líkt og önnur lán með neikvæðum afborgunum, auka hættuna á fjármálalegum óstöðugleika vegna aukins hlutfalls spákaupmennskulántaka meðal lántaka í hagkerfinu. Verðtrygging á lánum heimilanna „þvælist fyrir“ peningastefnu Seðlabankans og kemur í veg fyrir að hún virki fljótt og vel á eftirspurn í hagkerfinu. Verðtrygging gerir þar með Seðlabankanum það erfiðara fyrir að ná verðbólgumarkmiði sínu. Þar sem verðtrygging þvælist fyrir Seðlabankanum í tilraunum hans við að ná verðbólgumarkmiðinu þarf Seðlabankinn að beita stýrivaxtatæki sínu af meiri hörku en ef lán heimila væru óverðtryggð. Þetta þýðir hærra og óstöðugra vaxtastig en ef lán heimila væru almennt óverðtryggð. Hærra og óstöðugra vaxtastig ýtir undir vaxtamunarviðskipti og gjaldeyrisbólur: gengi krónunnar verður óstöðugra en ella vegna algengrar notkunar á lánum með neikvæðum afborgunum, þ.e. verðtryggingu. Þar sem vægi innfluttra vara er mikið í neysluverðsvísitölunni leiðir óstöðugra gengi krónunnar til óstöðugri verðbólgu sem aftur hefur neikvæð áhrif á getu Seðlabankans til að hafa stjórn á verðbólguvæntingum og þar með verðbólgu. Verðbólga verður því óstöðugri og hærri vegna verðtryggingar á lánum heimilanna. Verðtrygging ýtir einnig undir útlánagetu bankastofnanna. Þar með myndast jákvæð afturvirkni (e. positive feedback) milli verðbólgu og útlánagetu bankastofnana vegna verðtryggingar lána. Það er sérstaklega þess vert að benda á, þegar þessi síðustu orð skýrslunnar eru rituð í júní 2021, að hlutur og mikilvægi verðtryggðra lána hafa minnkað enn frekar upp á síðkastið. Ástæðan er viðbrögð Seðlabanka Íslands við kórónuveirukreppunni, og lífskjarasamningnum, en meginvextir voru lækkaðir niður fyrir 1% á tímabili. Vextir óverðtryggðra íbúðalána lækkuðu í kjölfarið og heimilin sáu sér leik á borði, tóku óverðtryggð lán í miklum mæli og notuðu mikið af þeim til að borga upp verðtryggð lán. Það væri hagkerfinu mjög til trafala í framtíðinni, sem sjá má á upptalningunni hér að ofan og umfjölluninni áður, ef hlutur verðtryggðra lána ykist á ný. Til að koma í veg fyrir slíkt væri það þjóðhagslega hagkvæmt að takmarka mjög aðgengi og notkun slíkra lána, þ.m.t. að íhuga það af fúlustu alvöru að banna lánveitingar á slíkum lánum til einstaklinga. Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun