Lucid Air dregur opinberlega 836 kílómetra Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. september 2021 07:00 Lucid Air. Rafbíllinn Lucid Air Dream Edition hefur fengið formlega drægni mælingu upp á 836 km. Það er rúmlega 180 km meira en sú Tesla sem lengst dregur á einni hleðslu. Afhendingar á Lucid Air eiga að hefjast í lok árs. Þetta er fjöður í hatt Lucid sem hefur verið að minna á sig í aðdraganda fyrstu afhendinga. Sú Tesla sem hefur mesta drægni er Model S Long Range sem hefur drægni upp á 650 km. Auk drægninnar hefur innra rými í Lucid Air verið það sem framleiðandinn hefur lagt mesta áherslu á í kynningarefni sínu. Lucid Air. „Innra rýmið kemur á óvart hvað varðar pláss, það er á stærð við innra rými stórra stallbaka. Þetta tekst okkur að gera með því að hafa íhluti í drifrásinni eins smávaxna og hægt er. Það er ekki bara nóg pláss heldur einnig mikið um munað, til dæmis nuddsæti,“ segir á heimasíðu Lucid. „Það gleður mig að tilkynna að Lucid Air Dream Edition hefur opinberlega fengið 520 mílna drægni frá EPA, tala sem ég tel nýtt met fyrir rafbíl. Það sem skiptir mestu máli er að þetta er tala sem þýðir að Lucid er leiðandi í heiminum. Okkur tókst það í gegnum nýsköpun í tækni, ekki bara með því að smella stórum rafhlöðum í bílinn,“ sagði Peter Rawlinson, framkvæmda- og tæknistjóri Lucid Group. Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fréttin öll Innlent
Þetta er fjöður í hatt Lucid sem hefur verið að minna á sig í aðdraganda fyrstu afhendinga. Sú Tesla sem hefur mesta drægni er Model S Long Range sem hefur drægni upp á 650 km. Auk drægninnar hefur innra rými í Lucid Air verið það sem framleiðandinn hefur lagt mesta áherslu á í kynningarefni sínu. Lucid Air. „Innra rýmið kemur á óvart hvað varðar pláss, það er á stærð við innra rými stórra stallbaka. Þetta tekst okkur að gera með því að hafa íhluti í drifrásinni eins smávaxna og hægt er. Það er ekki bara nóg pláss heldur einnig mikið um munað, til dæmis nuddsæti,“ segir á heimasíðu Lucid. „Það gleður mig að tilkynna að Lucid Air Dream Edition hefur opinberlega fengið 520 mílna drægni frá EPA, tala sem ég tel nýtt met fyrir rafbíl. Það sem skiptir mestu máli er að þetta er tala sem þýðir að Lucid er leiðandi í heiminum. Okkur tókst það í gegnum nýsköpun í tækni, ekki bara með því að smella stórum rafhlöðum í bílinn,“ sagði Peter Rawlinson, framkvæmda- og tæknistjóri Lucid Group.
Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fréttin öll Innlent