Þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 12. september 2021 17:00 Vilhjálmur Kári var sáttur með 6-1 sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét Vilhjálmur Kári, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur með 6-1 sinna stelpna á öflugu liði Þróttar R. í lokaumferð Pepsi-Max deild kvenna í dag. „Mér fannst þetta bara flottur leikur hjá stelpunum. Fannst þær spila bara nokkuð vel miðað við erfiðar aðstæður. Það er ekkert auðvelt að spila í svona veðri en mér fannst við bara ná fínu spili, góðum mörkum og fínum leik. Gott að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Agla María Albertsdóttur átti frábæran leik í dag, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt. Með fleiri mörkum í dag hefði hún getað nælt sér í gullskóinn. „Agla María er náttúrulega búin að vera frábær í sumar og það sem mér finnst kannski einkenna hennar leik er að hún er mikið að leggja upp og mikið að búa til. Það er ekki allt bara fengið með því að vera markadrottning. Hún er náttúrulega bæði búin að skora mikið og hún er búin að leggja upp mörg mörk þannig að það er bara frábær eiginleiki að gera hvoru tveggja og það gerir hana að þessum leikmanni sem hún er. Hún er einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Vilhjálmur um Öglu Maríu. Nýlega tilkynnti Vilhjálmur að hann myndi hætta sem þjálfari Breiðabliks eftir tímabilið en það er ekki búið enn. Næst á dagskrá er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og í kjölfarið fyrsta riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna. „Lýst bara mjög vel á þetta. Það er frábært að fara í bikarúrslitin en það verður mjög erfiður leikur á móti sterku Þróttaraliði. Þær áttu ekki mjög góðan leik í dag fannst mér, þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag. Það verður mjög erfiður og spennandi leikur reikna ég með,“ sagði Vilhjálmur um bikarúrslitin og bætti svo við „það verður mjög spennandi (drátturinn í Meistaradeildinni á morgun), maður verður við skjáinn. Við erum með okkar fulltrúa, Úlla Hinriks, á staðnum en við fylgjumst bara með hér og verður mjög spennandi að sjá á móti hvaða liðum við erum að fara að spila,“ sagði Vilhjálmur að lokum um Meistaradeildina. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Mér fannst þetta bara flottur leikur hjá stelpunum. Fannst þær spila bara nokkuð vel miðað við erfiðar aðstæður. Það er ekkert auðvelt að spila í svona veðri en mér fannst við bara ná fínu spili, góðum mörkum og fínum leik. Gott að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Agla María Albertsdóttur átti frábæran leik í dag, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt. Með fleiri mörkum í dag hefði hún getað nælt sér í gullskóinn. „Agla María er náttúrulega búin að vera frábær í sumar og það sem mér finnst kannski einkenna hennar leik er að hún er mikið að leggja upp og mikið að búa til. Það er ekki allt bara fengið með því að vera markadrottning. Hún er náttúrulega bæði búin að skora mikið og hún er búin að leggja upp mörg mörk þannig að það er bara frábær eiginleiki að gera hvoru tveggja og það gerir hana að þessum leikmanni sem hún er. Hún er einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Vilhjálmur um Öglu Maríu. Nýlega tilkynnti Vilhjálmur að hann myndi hætta sem þjálfari Breiðabliks eftir tímabilið en það er ekki búið enn. Næst á dagskrá er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og í kjölfarið fyrsta riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna. „Lýst bara mjög vel á þetta. Það er frábært að fara í bikarúrslitin en það verður mjög erfiður leikur á móti sterku Þróttaraliði. Þær áttu ekki mjög góðan leik í dag fannst mér, þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag. Það verður mjög erfiður og spennandi leikur reikna ég með,“ sagði Vilhjálmur um bikarúrslitin og bætti svo við „það verður mjög spennandi (drátturinn í Meistaradeildinni á morgun), maður verður við skjáinn. Við erum með okkar fulltrúa, Úlla Hinriks, á staðnum en við fylgjumst bara með hér og verður mjög spennandi að sjá á móti hvaða liðum við erum að fara að spila,“ sagði Vilhjálmur að lokum um Meistaradeildina. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira