Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2021 19:21 Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna á Landspítala góða og tilefni til að skoða afléttingar aðgerða. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. Ríkisstjórnin ræddi meðal annars um framhald sóttvarnaaðgerða á fundi sínum í dag. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur gætt nokkurrar óþreyju varðandi afnám sóttvarnatakmarkana og í síðustu viku tók samgönguráðherra undir með ráðherrum Sjálfstæðisflokks í þeim efnum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir sóttvarnamálin alla tíð hafa verið afgreidd með samtali í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra láti ekki undan þrýstingi.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins þó ekki hafa þrýst á heilbigðisráðherra. „Við höfum alltaf talað skýrt og hún líka. Það samtal hefur heilt yfir gengið ágætlega. Ég held að heilbrigðisráðherra láti almennt ekkert mikið undan þrýstingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur verið samtal í gegnum alla þessa mánuði,“ segir Þórdís Kolbrún. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsláráðherra tekur í sama streng. Hún vonar að takmörkunum verði létt áður en núgildandi reglur falla úr gildi hinn 17. september. Dómsmálaráðherra segir tíma til kominn að landsmenn lifi með kórónuveirunni en haldi áfram að verja viðkvæma hópa.Vísir/Vilhelm „Ég bind vonir við það miðað við stöðuna á Landspítalanum. Hún er ansi góð og það sýnir sig auðvitað hvað bólusetningarnar eru að virka vel hér á landi,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi. Og það var að heyra á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að það sé einmitt staðan. „Þetta gengur vel. Þetta lítur mjög vel út, þróun faraldursins, og þessi bylgja er á öruggri niðurleið.“ Yngra fólk en áður sé að smitast og þar með væri álagið á Landspítalann minna en verið hefði. „Ég held að það liggi alveg fyrir að forsendurnar eru fyrir hendi til að ráðast í tilslakanir. Ég hef ekki enn fengið minnisblað frá Þórólfi en ég á von á því á næstu dögum og þá sjáum við hver verða næstu skref. Þannig að ég held að við séum alveg augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verði partur af okkar daglega lífi,“ segir Svandís. Þó þurfi að passa að fara ekki eins bratt af stað og um mánaðamótin júní-júlí þegar allt var opnað. Var ríkisstjórnin kannski of borubrött í sumar þegar létt var á aðgerðum? „Jú, við vorum það. Við vorum mjög hress en við höfðum líka ástæðu til. Við höfðum í raun allar forsendur til að aflétta. Eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að Delta afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi meðal annars um framhald sóttvarnaaðgerða á fundi sínum í dag. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur gætt nokkurrar óþreyju varðandi afnám sóttvarnatakmarkana og í síðustu viku tók samgönguráðherra undir með ráðherrum Sjálfstæðisflokks í þeim efnum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir sóttvarnamálin alla tíð hafa verið afgreidd með samtali í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra láti ekki undan þrýstingi.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins þó ekki hafa þrýst á heilbigðisráðherra. „Við höfum alltaf talað skýrt og hún líka. Það samtal hefur heilt yfir gengið ágætlega. Ég held að heilbrigðisráðherra láti almennt ekkert mikið undan þrýstingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur verið samtal í gegnum alla þessa mánuði,“ segir Þórdís Kolbrún. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsláráðherra tekur í sama streng. Hún vonar að takmörkunum verði létt áður en núgildandi reglur falla úr gildi hinn 17. september. Dómsmálaráðherra segir tíma til kominn að landsmenn lifi með kórónuveirunni en haldi áfram að verja viðkvæma hópa.Vísir/Vilhelm „Ég bind vonir við það miðað við stöðuna á Landspítalanum. Hún er ansi góð og það sýnir sig auðvitað hvað bólusetningarnar eru að virka vel hér á landi,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi. Og það var að heyra á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að það sé einmitt staðan. „Þetta gengur vel. Þetta lítur mjög vel út, þróun faraldursins, og þessi bylgja er á öruggri niðurleið.“ Yngra fólk en áður sé að smitast og þar með væri álagið á Landspítalann minna en verið hefði. „Ég held að það liggi alveg fyrir að forsendurnar eru fyrir hendi til að ráðast í tilslakanir. Ég hef ekki enn fengið minnisblað frá Þórólfi en ég á von á því á næstu dögum og þá sjáum við hver verða næstu skref. Þannig að ég held að við séum alveg augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verði partur af okkar daglega lífi,“ segir Svandís. Þó þurfi að passa að fara ekki eins bratt af stað og um mánaðamótin júní-júlí þegar allt var opnað. Var ríkisstjórnin kannski of borubrött í sumar þegar létt var á aðgerðum? „Jú, við vorum það. Við vorum mjög hress en við höfðum líka ástæðu til. Við höfðum í raun allar forsendur til að aflétta. Eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að Delta afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira