Ekki (endilega) þiggja starfið ef… Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. september 2021 07:00 Ef þú færð starfstilboð sem hljómar mjög vel, skiptir samt miklu máli að vera vakandi yfir rauðum ljósum. Vísir/Getty Nú þegar atvinnuleysi mælist hlutfallslega hátt má alveg gera ráð fyrir að stundum sé fólk svo ánægt og þakklát ef það fær vinnu, að það segir JÁ við þeim tilboðum sem það fær. Sem þó geta verið alls konar. Og sum kannski ekkert endilega góð fyrir þig. Við skulum rýna í nokkrar vísbendingar um starfstilboð sem þú ættir að íhuga vel áður en þú þiggur þau og jafnvel afþakka. 1. Ákvarðanatakan tók mjög langan tíma Ef þú færð svar frá vinnuveitandanum löngu eftir að þú sóttir um, skiptir miklu máli hvort þú fáir haldgóðar skýringar á því hvers vegna svo er. Því ef þú færð engar skýringar en það tók samt 30 daga eða meira að láta þig vita að þú fékkst tiltekið starf, gæti það verið vísbending um ákveðinn stjórnunarvandi innanhús. 2. Hröð starfsmannavelta Ef þú færð upplýsingar um hraða starfsmannaveltu er ástæða til að staldra aðeins við. Hvers vegna eru svona margir að byrja og hætta? Hvers vegna staldra flestir svona stutt við? Var manneskjan sem var í starfinu á undan lengi í þessu starfi eða einungis í mjög stuttan tíma? Hvað með manneskjuna þá á undan henni? Best er að reyna að heyra frá einhverjum sem þú þekkir (eða þekkir einhvern sem þú þekkir), hver skýringin er sögð vera á starfsmannaveltunni. 3. Sameiginleg sýn Þú þarft að vera viss um að sá sem er að ráða þig og þú sjálf/ur séuð örugglega á sömu blaðsíðunni hvað varðar það hvað ætlast er til af þér í nýja starfinu. Ágætis ráð er að nýta atvinnuviðtalið vel því þar er umsækjendum oftast boðið að spyrja spurninga. Þá er ágætt að meta það í atvinnuviðtalinu hvort stjórnandinn talar ekki í samræmi við það sem fram kom í atvinnuauglýsingunni. 4. Sveigjanleikinn Starfsfólk og vinnuveitendur eru sífellt að horfa meira til sveigjanleikans. Sem á sér alls kyns birtingarmyndir. Allt frá því að vera um fjarvinnu, eða hvernig horft er til viðveru, verkefnaskila, veikinda barna og svo framvegis. Þótt sveigjanleiki geti verið mismunandi eftir því hvert eðli starfsins er, skiptir máli hvort þú upplifir að sveigjanleiki sé til staðar eða hvort þú upplifir fastheldni, stífni eða að sjálfsagt sé að allir vinni hvenær sem er og svo framvegis. Hvernig rímar þessi upplifun við þína sýn, þínar áherslur, fjölskylduhagi eða lífstíl? 5. Áhugi í atvinnuviðtalinu Það segir mikið til um vinnustaðinn, hvernig stjórnandinn sem þú hittir í atvinnuviðtalinu, beitir sér í viðtalinu. Er áhuginn á þér til staðar? Er hann einlægur? Áhugalaus stjórnandi í atvinnuviðtali er í fæstum tilvikum stjórnandi sem þér á eftir að finnast frábært að vinna með. Því eitt af því sem rannsóknir hafa margsýnt er að góður stjórnandi er stjórnandi sem kann að hlusta og sýnir starfsfólki sínu áhuga. 6. Einsleitni Fjölbreytileiki á vinnustað skiptir líka máli. Ekki aðeins með tilliti til kyns eða aldurs. Ef starfshópurinn hjá viðkomandi vinnustað virðist nokkuð einsleitur, skiptir miklu máli að þú mátir þig við þann hóp fyrirfram. Því ef þú munt upplifa að þú passir ekki inn í hópinn, eru minni líkur á að þér muni líða vel í starfinu. Ef vinnustaðurinn virðist nokkuð fjölbreyttur hvað starfsfólk varðar, skaltu líta á það sem jákvætt atriði. 7. Vöxtur og velgengni Hvernig virðist vinnustaðnum annars vera að ganga? Er honum að ganga vel og að vaxa? Er hann í fjárhagskröggum? Hvernig lýsir stjórnandinn þessum málum í atvinnuviðtalinu? Ef staðan er til dæmis mjög slæm, viltu ekki komast að því daginn sem þú átt að fá útborgað. 8. Pressan um svar Í einstaka tilvikum gæti fólk fengið starfstilboð þar sem það þó á að svara af eða á bara 1,2 og 3. Hefur til dæmis bara daginn eða sólahring til að svara. Að öllum líkindum þýðir þetta að allar bjöllur eru að hringja. Því almennt felst ráðningarferlið í því að vinnuveitandinn hefur svigrúm til að meta þig sem umsækjanda og þú hefur svigrúm til að meta vinnustaðinn og starfið. Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Nemendur í starfsþjálfun á draumavinnustöðum „Þetta hefur farið fram úr mínum væntingum því það verða tuttugu og fimm stöður í boði hjá okkur í haust og þær spanna í raun allar okkar kjarnagreinar í kennslu, bæði í grunn- og meistaranámi,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um starfsþjálfun viðskiptafræðinema hjá hinum ýmsu vinnustöðum. 25. ágúst 2021 07:01 Það sem stjórnendur segja um stöðuhækkanir Við veltum því stundum fyrir okkur hvers vegna sumir ná svona langt í starfi og njóta velgengni á meðan aðrir, sem þó leggja sig mikið fram, sitja eftir og lítið sem ekkert gerist í starfsframanum. Ekki einu sinni viðbótarmeistaragráðan virðist skila sér. En hvers vegna? 20. ágúst 2021 07:01 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Við skulum rýna í nokkrar vísbendingar um starfstilboð sem þú ættir að íhuga vel áður en þú þiggur þau og jafnvel afþakka. 1. Ákvarðanatakan tók mjög langan tíma Ef þú færð svar frá vinnuveitandanum löngu eftir að þú sóttir um, skiptir miklu máli hvort þú fáir haldgóðar skýringar á því hvers vegna svo er. Því ef þú færð engar skýringar en það tók samt 30 daga eða meira að láta þig vita að þú fékkst tiltekið starf, gæti það verið vísbending um ákveðinn stjórnunarvandi innanhús. 2. Hröð starfsmannavelta Ef þú færð upplýsingar um hraða starfsmannaveltu er ástæða til að staldra aðeins við. Hvers vegna eru svona margir að byrja og hætta? Hvers vegna staldra flestir svona stutt við? Var manneskjan sem var í starfinu á undan lengi í þessu starfi eða einungis í mjög stuttan tíma? Hvað með manneskjuna þá á undan henni? Best er að reyna að heyra frá einhverjum sem þú þekkir (eða þekkir einhvern sem þú þekkir), hver skýringin er sögð vera á starfsmannaveltunni. 3. Sameiginleg sýn Þú þarft að vera viss um að sá sem er að ráða þig og þú sjálf/ur séuð örugglega á sömu blaðsíðunni hvað varðar það hvað ætlast er til af þér í nýja starfinu. Ágætis ráð er að nýta atvinnuviðtalið vel því þar er umsækjendum oftast boðið að spyrja spurninga. Þá er ágætt að meta það í atvinnuviðtalinu hvort stjórnandinn talar ekki í samræmi við það sem fram kom í atvinnuauglýsingunni. 4. Sveigjanleikinn Starfsfólk og vinnuveitendur eru sífellt að horfa meira til sveigjanleikans. Sem á sér alls kyns birtingarmyndir. Allt frá því að vera um fjarvinnu, eða hvernig horft er til viðveru, verkefnaskila, veikinda barna og svo framvegis. Þótt sveigjanleiki geti verið mismunandi eftir því hvert eðli starfsins er, skiptir máli hvort þú upplifir að sveigjanleiki sé til staðar eða hvort þú upplifir fastheldni, stífni eða að sjálfsagt sé að allir vinni hvenær sem er og svo framvegis. Hvernig rímar þessi upplifun við þína sýn, þínar áherslur, fjölskylduhagi eða lífstíl? 5. Áhugi í atvinnuviðtalinu Það segir mikið til um vinnustaðinn, hvernig stjórnandinn sem þú hittir í atvinnuviðtalinu, beitir sér í viðtalinu. Er áhuginn á þér til staðar? Er hann einlægur? Áhugalaus stjórnandi í atvinnuviðtali er í fæstum tilvikum stjórnandi sem þér á eftir að finnast frábært að vinna með. Því eitt af því sem rannsóknir hafa margsýnt er að góður stjórnandi er stjórnandi sem kann að hlusta og sýnir starfsfólki sínu áhuga. 6. Einsleitni Fjölbreytileiki á vinnustað skiptir líka máli. Ekki aðeins með tilliti til kyns eða aldurs. Ef starfshópurinn hjá viðkomandi vinnustað virðist nokkuð einsleitur, skiptir miklu máli að þú mátir þig við þann hóp fyrirfram. Því ef þú munt upplifa að þú passir ekki inn í hópinn, eru minni líkur á að þér muni líða vel í starfinu. Ef vinnustaðurinn virðist nokkuð fjölbreyttur hvað starfsfólk varðar, skaltu líta á það sem jákvætt atriði. 7. Vöxtur og velgengni Hvernig virðist vinnustaðnum annars vera að ganga? Er honum að ganga vel og að vaxa? Er hann í fjárhagskröggum? Hvernig lýsir stjórnandinn þessum málum í atvinnuviðtalinu? Ef staðan er til dæmis mjög slæm, viltu ekki komast að því daginn sem þú átt að fá útborgað. 8. Pressan um svar Í einstaka tilvikum gæti fólk fengið starfstilboð þar sem það þó á að svara af eða á bara 1,2 og 3. Hefur til dæmis bara daginn eða sólahring til að svara. Að öllum líkindum þýðir þetta að allar bjöllur eru að hringja. Því almennt felst ráðningarferlið í því að vinnuveitandinn hefur svigrúm til að meta þig sem umsækjanda og þú hefur svigrúm til að meta vinnustaðinn og starfið.
Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Nemendur í starfsþjálfun á draumavinnustöðum „Þetta hefur farið fram úr mínum væntingum því það verða tuttugu og fimm stöður í boði hjá okkur í haust og þær spanna í raun allar okkar kjarnagreinar í kennslu, bæði í grunn- og meistaranámi,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um starfsþjálfun viðskiptafræðinema hjá hinum ýmsu vinnustöðum. 25. ágúst 2021 07:01 Það sem stjórnendur segja um stöðuhækkanir Við veltum því stundum fyrir okkur hvers vegna sumir ná svona langt í starfi og njóta velgengni á meðan aðrir, sem þó leggja sig mikið fram, sitja eftir og lítið sem ekkert gerist í starfsframanum. Ekki einu sinni viðbótarmeistaragráðan virðist skila sér. En hvers vegna? 20. ágúst 2021 07:01 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01
Nemendur í starfsþjálfun á draumavinnustöðum „Þetta hefur farið fram úr mínum væntingum því það verða tuttugu og fimm stöður í boði hjá okkur í haust og þær spanna í raun allar okkar kjarnagreinar í kennslu, bæði í grunn- og meistaranámi,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um starfsþjálfun viðskiptafræðinema hjá hinum ýmsu vinnustöðum. 25. ágúst 2021 07:01
Það sem stjórnendur segja um stöðuhækkanir Við veltum því stundum fyrir okkur hvers vegna sumir ná svona langt í starfi og njóta velgengni á meðan aðrir, sem þó leggja sig mikið fram, sitja eftir og lítið sem ekkert gerist í starfsframanum. Ekki einu sinni viðbótarmeistaragráðan virðist skila sér. En hvers vegna? 20. ágúst 2021 07:01
Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00
Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01