Sýnidæmi KSÍ um þöggunarmenningu Halldór Auðar Svansson skrifar 6. september 2021 09:30 Löglærður forseti dómstóls KSÍ skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem steig fram til að andmæla þeim málflutningi sambandsins að engin erindi vegna kynferðiofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð þess. Þar birtir hann gögn úr skýrslutöku hennar hjá lögreglu og slengir fram „gullkornum“ á borð við: - Áréttingu þess efnis að hún hafi ekki leitað alveg strax til læknis eftir ofbeldið. Óútskýrt hvað það á nákvæmlega að þýða. - Áréttingu þess efnis að læknirinn hafi ekki fundið „mikla“ áverka, eins og maðurinn orðar það. Átt er við að ekki hafi verið sýnilegir áverkar en hins vegar óvenju miklar bólgur í hnakkakýli sem bentu til þess að þrengt gæti hafa verið að hálsi hennar. Óútskýrt er nákvæmlega hvernig það teljast ekki miklir áverkar eða hvernig það að maður þrengi að hálsi konu teljist ekki alvarlegt. - Umfjöllun um skrif hennar á Twitter um kynhegðun sína. Óútskýrt er nákvæmlega hvað það kemur ofbeldismálinu við. Fleiri dylgjur og tilburði til að grafa undan trúverðugleika hennar og mannorði er að finna í þessum skrifum (það virðist helsti eða jafnvel eini tilgangur þeirra) en þetta þrennt er svona það helsta. Á meðan tekst manninum samt sem áður að renna stoðum undir það að hún varð sannarlega fyrir ofbeldi (af hálfu manns sem sagði í yfirlýsingu bara um daginn að hann kannaðist ekki við að hafa beitt ofbeldi) og lagði fram kæru en dró hana til baka þegar hún taldi að sáttum hefði verið náð með öðrum hætti. Ef einhvern vantar skýrt sýnidæmi um ástæður þess að konur veigra sér við að tjá sig um það ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir opinberlega þá er það hér komið. Þetta er ansi góð innsýn í þá menningu sem letur þær frá því með mjög markvissum hætti. Ætlar KSÍ annars bara að láta þetta standa svona? Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi MeToo Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Halldór Auðar Svansson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Löglærður forseti dómstóls KSÍ skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem steig fram til að andmæla þeim málflutningi sambandsins að engin erindi vegna kynferðiofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð þess. Þar birtir hann gögn úr skýrslutöku hennar hjá lögreglu og slengir fram „gullkornum“ á borð við: - Áréttingu þess efnis að hún hafi ekki leitað alveg strax til læknis eftir ofbeldið. Óútskýrt hvað það á nákvæmlega að þýða. - Áréttingu þess efnis að læknirinn hafi ekki fundið „mikla“ áverka, eins og maðurinn orðar það. Átt er við að ekki hafi verið sýnilegir áverkar en hins vegar óvenju miklar bólgur í hnakkakýli sem bentu til þess að þrengt gæti hafa verið að hálsi hennar. Óútskýrt er nákvæmlega hvernig það teljast ekki miklir áverkar eða hvernig það að maður þrengi að hálsi konu teljist ekki alvarlegt. - Umfjöllun um skrif hennar á Twitter um kynhegðun sína. Óútskýrt er nákvæmlega hvað það kemur ofbeldismálinu við. Fleiri dylgjur og tilburði til að grafa undan trúverðugleika hennar og mannorði er að finna í þessum skrifum (það virðist helsti eða jafnvel eini tilgangur þeirra) en þetta þrennt er svona það helsta. Á meðan tekst manninum samt sem áður að renna stoðum undir það að hún varð sannarlega fyrir ofbeldi (af hálfu manns sem sagði í yfirlýsingu bara um daginn að hann kannaðist ekki við að hafa beitt ofbeldi) og lagði fram kæru en dró hana til baka þegar hún taldi að sáttum hefði verið náð með öðrum hætti. Ef einhvern vantar skýrt sýnidæmi um ástæður þess að konur veigra sér við að tjá sig um það ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir opinberlega þá er það hér komið. Þetta er ansi góð innsýn í þá menningu sem letur þær frá því með mjög markvissum hætti. Ætlar KSÍ annars bara að láta þetta standa svona? Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun