Hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast Snorri Másson skrifar 3. september 2021 23:19 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Vísir/Einar Nokkrir dagar liðu á milli þess sem dómsmálaráðuneytið heimilaði notkun stafrænna ökuskírteina á kjörstað og þess að farið var að sannreyna þau með því að skanna þau í sérstöku forriti. Í millitíðinni voru þau tekin gild án skannans. Dómsmálaráðherra segir að betra hefði verið að hafa forrit tilbúið strax til að hafa eftirlit með stafrænum ökuskírteinum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þingmaður Pírata hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast. Á meðan skanninn var ekki fyrir hendi mun einhver fjöldi hafa notað skilríkin, en dómsmálaráðherra segir þó ekki grunsemdir uppi um að fólk hafi verið að villa á sér heimildir. Því sé ekki talin ástæða til að endurskoða þessi atkvæði. „Maður tekur öllum svona athugasemdum gríðarlega alvarlega. Það er mikilvægt að þú getir sannað á þér deili þegar þú kýst hvort sem það er með plastskilríkjum, vegabréfum eða öðrum hætti. Nú hefur verið tekið í gagnið þannig kerfi að hægt sé að sannreyna ökuskírteinin að fullu með kóðanum sem þar er. Þá eru skírteinin í raun þau allra öruggustu,“ segir Áslaug Arna í viðtali við Stöð 2. Björn Leví vakti athygli á málinu Umræðan um þessi mál spratt upp eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Eftir þá ábendingu var það heimilað. Þá fór Björn Leví og prófaði það, og bent svo enn á að ökuskírteinið hans hefði ekki verið sannreynt með skanna. Þar með hafi möguleiki opnast á kosningasvindli. „Núna eru í rauninni allir sem hafa kosið fyrir daginn í dag með möguleg vafaatkvæði. Ég met ekki mikla áhættu á því en fólk ætti kannski að huga að því að skella sér í utankjörfundaratkvæðagreiðslu aftur eða allavega mæta á kjördag ef það getur,“ segir Björn Leví. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé talið líklegt að til kosningasvindls hafi komið vegna þessa, en að vissulega sé ekki hægt að útiloka slíkt. „Það er auðvitað alltaf mikilvægt að við séum vel á verði gagnvart öllum möguleikum á kosningasvindli en dómsmálaráðuneytið sem fer með framkvæmd kosninga hefur verið að gera það,“ Alþingiskosningar 2021 Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að betra hefði verið að hafa forrit tilbúið strax til að hafa eftirlit með stafrænum ökuskírteinum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þingmaður Pírata hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast. Á meðan skanninn var ekki fyrir hendi mun einhver fjöldi hafa notað skilríkin, en dómsmálaráðherra segir þó ekki grunsemdir uppi um að fólk hafi verið að villa á sér heimildir. Því sé ekki talin ástæða til að endurskoða þessi atkvæði. „Maður tekur öllum svona athugasemdum gríðarlega alvarlega. Það er mikilvægt að þú getir sannað á þér deili þegar þú kýst hvort sem það er með plastskilríkjum, vegabréfum eða öðrum hætti. Nú hefur verið tekið í gagnið þannig kerfi að hægt sé að sannreyna ökuskírteinin að fullu með kóðanum sem þar er. Þá eru skírteinin í raun þau allra öruggustu,“ segir Áslaug Arna í viðtali við Stöð 2. Björn Leví vakti athygli á málinu Umræðan um þessi mál spratt upp eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Eftir þá ábendingu var það heimilað. Þá fór Björn Leví og prófaði það, og bent svo enn á að ökuskírteinið hans hefði ekki verið sannreynt með skanna. Þar með hafi möguleiki opnast á kosningasvindli. „Núna eru í rauninni allir sem hafa kosið fyrir daginn í dag með möguleg vafaatkvæði. Ég met ekki mikla áhættu á því en fólk ætti kannski að huga að því að skella sér í utankjörfundaratkvæðagreiðslu aftur eða allavega mæta á kjördag ef það getur,“ segir Björn Leví. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé talið líklegt að til kosningasvindls hafi komið vegna þessa, en að vissulega sé ekki hægt að útiloka slíkt. „Það er auðvitað alltaf mikilvægt að við séum vel á verði gagnvart öllum möguleikum á kosningasvindli en dómsmálaráðuneytið sem fer með framkvæmd kosninga hefur verið að gera það,“
Alþingiskosningar 2021 Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira