Vestfirsk atkvæðagreiðsla um fiskeldi 2. september 2021 11:31 Innan hreyfingar Pírata er fólki heimilt að hafa ólíkar skoðanir. Þannig eru sumir hlynntir sjókvíaeldi og aðrir ekki. Það er einkenni á heilbrigðum stjórnmálaflokki að þar rúmast ólík sjónarmið og skoðanir. Stjórnmálaflokkar sem stunda skoðanakúgun og hlýðni innan sinna raða eru í eðli sínu and-lýðræðislegir. Þó svo að sumir Píratar hafi efasemdir um gildi sjókvíaeldis er hins vegar alveg á hreinu og hefur ítrekað komið fram að hreyfing Pírata vill virða vilja íbúa þeirra svæða þar sem fiskeldi er stundað. Píratar aðhyllast nefnilega valddreifingu, aukinn sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og beint lýðræði. Íbúar nærsamfélags eiga alltaf að hafa úrslitaorðið varðandi ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Íbúar á þeim svæðum, þar sem laxeldi hefur rutt sér til rúms, líta flestir jákvæðum augum á laxeldið og virðast hlynntir frekari uppbyggingu. Pírötum, sem og öðrum stjórnmálamönnum, ber að virða þennan vilja íbúa á umræddum svæðum. Rétt væri að halda sérstaka landshluta atkvæðagreiðslu um þetta málefni þar sem niðurstöður slíkrar atkvæðagreiðslu væru bindandi. Stjórnmálamenn eiga ávallt að virða lýðræðið og vilja íbúanna en ekki bara þegar það hentar þeim. Slíka atkvæðagreiðslu ætti að halda innan Vestfjarða strax í upphafi næsta kjörtímabils. Það er vægast sagt óþolandi þegar stjórnmálaflokkar snupra vilja almennings eins og gert var í stjórnarskrármálinu. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir munu aldrei leiða stjórnarskrármálið til lykta vegna þess að flokkarnir vilja ekki breytingar á núverandi stjórnarskrá andstætt meirihluta þjóðarinnar. En það er einmitt kjarni lýðræðisins að stjórnmálamenn þurfa að treysta og virða vilja almennings í hvívetna, ekki síst þegar þeir sjálfir hafa aðrar skoðanir. Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er “Lýðræði ekkert kjaftæði”. Við treystum Íslendingum til að ákvarða framtíð sína sjálfir og ekki síst íbúum nærsamfélags um allt land. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Fiskeldi Píratar Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Innan hreyfingar Pírata er fólki heimilt að hafa ólíkar skoðanir. Þannig eru sumir hlynntir sjókvíaeldi og aðrir ekki. Það er einkenni á heilbrigðum stjórnmálaflokki að þar rúmast ólík sjónarmið og skoðanir. Stjórnmálaflokkar sem stunda skoðanakúgun og hlýðni innan sinna raða eru í eðli sínu and-lýðræðislegir. Þó svo að sumir Píratar hafi efasemdir um gildi sjókvíaeldis er hins vegar alveg á hreinu og hefur ítrekað komið fram að hreyfing Pírata vill virða vilja íbúa þeirra svæða þar sem fiskeldi er stundað. Píratar aðhyllast nefnilega valddreifingu, aukinn sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og beint lýðræði. Íbúar nærsamfélags eiga alltaf að hafa úrslitaorðið varðandi ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Íbúar á þeim svæðum, þar sem laxeldi hefur rutt sér til rúms, líta flestir jákvæðum augum á laxeldið og virðast hlynntir frekari uppbyggingu. Pírötum, sem og öðrum stjórnmálamönnum, ber að virða þennan vilja íbúa á umræddum svæðum. Rétt væri að halda sérstaka landshluta atkvæðagreiðslu um þetta málefni þar sem niðurstöður slíkrar atkvæðagreiðslu væru bindandi. Stjórnmálamenn eiga ávallt að virða lýðræðið og vilja íbúanna en ekki bara þegar það hentar þeim. Slíka atkvæðagreiðslu ætti að halda innan Vestfjarða strax í upphafi næsta kjörtímabils. Það er vægast sagt óþolandi þegar stjórnmálaflokkar snupra vilja almennings eins og gert var í stjórnarskrármálinu. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir munu aldrei leiða stjórnarskrármálið til lykta vegna þess að flokkarnir vilja ekki breytingar á núverandi stjórnarskrá andstætt meirihluta þjóðarinnar. En það er einmitt kjarni lýðræðisins að stjórnmálamenn þurfa að treysta og virða vilja almennings í hvívetna, ekki síst þegar þeir sjálfir hafa aðrar skoðanir. Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er “Lýðræði ekkert kjaftæði”. Við treystum Íslendingum til að ákvarða framtíð sína sjálfir og ekki síst íbúum nærsamfélags um allt land. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar