Framkvæmdastjóri Víkings: Brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 08:00 Haraldur Haraldsson ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um stöðuna varðandi hversu fá sæti í Pepsi Max deild karla gefa þátttökurétt í Evrópukeppnum. Skjáskot Þrátt fyrir frábærara frammistöðu Breiðabliks á Evrópumótunum í knattspyrnu á þessari leiktíð er ljóst að Pepsi Max deild karla í fótbolta fær aðeins þrjú sæti í Evrópu næstu tvö árin, ekki fjögur eins og vonast var til. „Mikil vonbrigði, við erum að falla um eitt sæti til viðbótar. Við erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum. Það þýðir það að næsta sumar munum við aftur keppa um aðeins þrjú Evrópusæti. Þetta eru gríðarleg vonbrigði en margt sem spilar inn í þetta líka,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings. „Ég var að renna í gegnum þessi lið sem voru að fara áfram í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, lið frá Gíbraltar og Eistlandi. Þetta eru meistarar sinna þjóða og fara áfram í gegnum fyrstu umferð í Meistaradeild Evrópu og komast þar með í aðra umferð, ef þau tapa honum fá þau uppbótartleik í Evrópudeild og aftur í Sambandsdeildinni. Þannig eru þessi lið komin inn í riðlakeppnina. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir meistarana okkar hverju sinni að vinna þennan fyrsta leik,“ bætti Haraldur við. Íslensk félagslið hafa fallið um eitt sæti frá í fyrra á styrkleikalista UEFA þrátt fyrir góðan árangur Blika. Lið frá Gíbraltar og Eistlandi komin í riðlakeppni Conference League. Það verður því aftur keppt um aðeins þrjú Evrópusæti næsta sumar. #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2021 Gæti orðið brekka næstu árin „Það sem ég er búinn að horfa í líka er að næstu tvö árin erum við að keppa – og safna stigum – með aðeins þrjú lið. Við erum að kasta út betri árum en liðin fyrir ofan okkur. Það er brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók.“ „Við þurfum að halda áfram að berjast. Það er alveg staðreynd að við höfum verið óheppnari með drátt heldur en margar af þessum þjóðum í ár og í fyrra. Á meðan Valur er að keppa við meistarana frá Króatíu þá eru hin liðin að fá meistaralið frá Möltu og slíkt. Það er heppni og óheppni líka.“ „Það má áætla að þetta séu að lágmarki 50 milljónir sem eru að detta út á hverju ári hjá þessum efstu liðum.“ „Ég hef trú á því. Held að íslenskur fótbolti sé í uppsveiflu þrátt fyrir þetta. Eins og ég sagði áðan að við höfum verið mjög óheppin með drátt síðustu tvö ár,“ svaraði Haraldur að lokum aðspurður hvort íslensk karlalið gætu snúið blaðinu við. Klippa: Framkvæmdastjóri Víkings: Erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Mikil vonbrigði, við erum að falla um eitt sæti til viðbótar. Við erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum. Það þýðir það að næsta sumar munum við aftur keppa um aðeins þrjú Evrópusæti. Þetta eru gríðarleg vonbrigði en margt sem spilar inn í þetta líka,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings. „Ég var að renna í gegnum þessi lið sem voru að fara áfram í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, lið frá Gíbraltar og Eistlandi. Þetta eru meistarar sinna þjóða og fara áfram í gegnum fyrstu umferð í Meistaradeild Evrópu og komast þar með í aðra umferð, ef þau tapa honum fá þau uppbótartleik í Evrópudeild og aftur í Sambandsdeildinni. Þannig eru þessi lið komin inn í riðlakeppnina. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir meistarana okkar hverju sinni að vinna þennan fyrsta leik,“ bætti Haraldur við. Íslensk félagslið hafa fallið um eitt sæti frá í fyrra á styrkleikalista UEFA þrátt fyrir góðan árangur Blika. Lið frá Gíbraltar og Eistlandi komin í riðlakeppni Conference League. Það verður því aftur keppt um aðeins þrjú Evrópusæti næsta sumar. #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2021 Gæti orðið brekka næstu árin „Það sem ég er búinn að horfa í líka er að næstu tvö árin erum við að keppa – og safna stigum – með aðeins þrjú lið. Við erum að kasta út betri árum en liðin fyrir ofan okkur. Það er brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók.“ „Við þurfum að halda áfram að berjast. Það er alveg staðreynd að við höfum verið óheppnari með drátt heldur en margar af þessum þjóðum í ár og í fyrra. Á meðan Valur er að keppa við meistarana frá Króatíu þá eru hin liðin að fá meistaralið frá Möltu og slíkt. Það er heppni og óheppni líka.“ „Það má áætla að þetta séu að lágmarki 50 milljónir sem eru að detta út á hverju ári hjá þessum efstu liðum.“ „Ég hef trú á því. Held að íslenskur fótbolti sé í uppsveiflu þrátt fyrir þetta. Eins og ég sagði áðan að við höfum verið mjög óheppin með drátt síðustu tvö ár,“ svaraði Haraldur að lokum aðspurður hvort íslensk karlalið gætu snúið blaðinu við. Klippa: Framkvæmdastjóri Víkings: Erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira